Emil Hallfreðsson áfram hjá Padova Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2020 18:45 Emil Hallfreðsson mun leika áfram með Padova á Ítalíu. Hann er á sínum stað í íslenska landsliðshópnum sem mætir Englandi á laugardaginn. Vísir/Vilhelm Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson verður áfram í herbúðum ítalska C-deildarliðsins Padova á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Emil í viðtali við íþróttadeild RÚV í dag. Þrátt fyrir að vera 36 ára gamall þá höfðu þó nokkur lið áhuga á því að fá hann í sínar raðir. Á endanum ákvað hann þó að vera áfram hjá Padova. Einhver umræða myndaðist í kringum það að Emil væri í landsliðshópnum sem mætir Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni. Hann segir þá umræðu hafa verið á villigötum. „Ég var með samning til 31.ágúst við Padova, tímabilið lengdist vegna kórónufaraldursins og eðli málsins samkvæmt var samningurinn framlengdur þar sem við vorum í úrslitakeppni. Ég er búinn að vera undanfarna tíu daga bara í undirbúningstímabili með þeim og kem því í góðu standi í þessa landsleiki“ sagði Emil við íþróttadeild RÚV. Padova ætlar sér upp um deild og á Emil að hjálpa liðinu innanvallar sem utan. „Padova er með spennandi verkefni í gangi og vilja fara beint upp. Ég þekki þjálfarann [Andrea Mandorlini] vel og hann lagði mikið kapp á að fá mig þannig það ríkir gríðarlegt traust á milli okkar. Ég á bara eftir að skrifa undir, þeir ætluðu að senda mér samninginn í tölvupósti eða faxi í dag eða á morgun.“ Emil og fjölskyldu líður vel á Ítalíu, enda verið þar í tæp fimmtán ár. Landsliðsmaðurinn skrifar undir áframhaldandi samning við Padova á næstu dögum.https://t.co/kLbUiwBdY5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2020 „Ég fór í smá sumarfrí og það kom áhugi frá tveimur eða þremur öðrum liðum utan Ítalíu en á endanum tók ég ákvörðun fyrir sjálfan mig og fjölskylduna mína að vera áfram hjá Padova. Við erum að fara út á okkar 14 ár á Ítalíu og þetta er bara orðið okkar annað heimili,“ sagði Emil að lokum. Emil verður að öllum líkindum í eldlínunni með íslenska liðinu sem mætir Englandi á Laugardalsvelli á laugardaginn kemur. Þremur dögum síðar mætir það Belgíu ytra. Allt í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020 Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson verður áfram í herbúðum ítalska C-deildarliðsins Padova á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Emil í viðtali við íþróttadeild RÚV í dag. Þrátt fyrir að vera 36 ára gamall þá höfðu þó nokkur lið áhuga á því að fá hann í sínar raðir. Á endanum ákvað hann þó að vera áfram hjá Padova. Einhver umræða myndaðist í kringum það að Emil væri í landsliðshópnum sem mætir Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni. Hann segir þá umræðu hafa verið á villigötum. „Ég var með samning til 31.ágúst við Padova, tímabilið lengdist vegna kórónufaraldursins og eðli málsins samkvæmt var samningurinn framlengdur þar sem við vorum í úrslitakeppni. Ég er búinn að vera undanfarna tíu daga bara í undirbúningstímabili með þeim og kem því í góðu standi í þessa landsleiki“ sagði Emil við íþróttadeild RÚV. Padova ætlar sér upp um deild og á Emil að hjálpa liðinu innanvallar sem utan. „Padova er með spennandi verkefni í gangi og vilja fara beint upp. Ég þekki þjálfarann [Andrea Mandorlini] vel og hann lagði mikið kapp á að fá mig þannig það ríkir gríðarlegt traust á milli okkar. Ég á bara eftir að skrifa undir, þeir ætluðu að senda mér samninginn í tölvupósti eða faxi í dag eða á morgun.“ Emil og fjölskyldu líður vel á Ítalíu, enda verið þar í tæp fimmtán ár. Landsliðsmaðurinn skrifar undir áframhaldandi samning við Padova á næstu dögum.https://t.co/kLbUiwBdY5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2020 „Ég fór í smá sumarfrí og það kom áhugi frá tveimur eða þremur öðrum liðum utan Ítalíu en á endanum tók ég ákvörðun fyrir sjálfan mig og fjölskylduna mína að vera áfram hjá Padova. Við erum að fara út á okkar 14 ár á Ítalíu og þetta er bara orðið okkar annað heimili,“ sagði Emil að lokum. Emil verður að öllum líkindum í eldlínunni með íslenska liðinu sem mætir Englandi á Laugardalsvelli á laugardaginn kemur. Þremur dögum síðar mætir það Belgíu ytra. Allt í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020
Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Sjá meira