Þó engir áhorfendur séu leyfðir á leik Íslands og Englands í Þjóðadeildinni í dag þá gerði samt sem áður einn stuðningsmaður enska liðsins sér ferð hingað til lands.
Sá heitir Chad Thomas og kom hingað til lands fyrir nokkrum dögum en hann þurfti líkt og allir ferðamenn sem koma til Íslands að fara í fimm daga sóttkví. Chad segir í viðtali við Sky Sports að þetta hafi verið skyndiákvörðun en hann var í viðtali í kostulegu innslagi Sky Sports fyrir leik dagsins.
Hann segir að þrír vinir hans hafi ætlað að koma með honum en þeir hættu við á síðustu stundu. Chad lætur fátt stöðva sig en hann fór einnig til Króatíu þegar England spilaði þar án áhorfenda í október árið 2018.
Alls fóru 50 stuðningsmenn á þann leik og horfðu á leikinn af kletti fyrir utan völlinn. Þeir lögðu ekki í ferðina til Íslands, fyrir utan Chad.
Viðtalið má sjá hér að neðan.
"It was a spur of the moment thing"
— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 5, 2020
Meet the only England fan who has travelled to Iceland, quarantined for five days, and will watch the #NationsLeague game from outside the stadium today! pic.twitter.com/FwNVWZZDZQ
Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 16:00 á Laugardalsvelli í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport.