Segir að tapið gegn Íslandi muni alltaf sitja í leikmönnum enska liðsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. september 2020 15:35 Jordan Henderson og Roy Hodgson, þjálfari Englands, á EM 2016. Julian Finney/Getty Images Jordan Henderson, fyrirliði Englandsmeistara Liverpool, segir að tap Englands gegn Íslandi á EM 2016 muni alltaf sitja í ensku leikmönnunum sem spiluðu leikinn. Þetta kemur fram í stuttu spjalli við Daily Mail en viðtal Henderson var hluti af ítarlegu viðtali miðilsins við Ragnar Sigurðsson, annan af markaskorurum Íslands í leiknum. „Leikurinn gegn Íslandi mun alltaf sitja í mér. Ég veit það er auðvelt að segja að maður verði að læra af svona lífsreynslu og nota það til að hvetja sig áfram svo það gerist ekki aftur. Ég held samt að leikurinn muni alltaf sitja í þeim leikmönnum sem tóku þátt þátt í leiknum,“ segir Henderson um það að hafa tapað 2-1 fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum EM. „Þetta var slæmur dagur fyrir alla sem tóku þátt. Ég hef líklega aldrei verið á verri stað á ferli mínum en ég var eftir leikinn. Jafnvel þó ég hafi ekki spilað þá fannst mér ég vera hluti af liðinu. Við vorum allir í þessum saman og við höfðum allir trú á okkur sem liði.“ „Við brugðumst öllum. Þjóðinni, stuðningsmönnunum og þjálfaranum. Það var ömurlegt andrúmsloft í búningsklefanum eftir leik, virkilega ömurlegt. Það var mikið af tilfinningum fljótandi um og þjálfarinn lét tilfinningarnar bera sig ofurliði þegar hann talaði við okkur eftir leik. Það var ekki fallegt en við erum allir mennskir.“ „Stundum heldur fólk að við séum vélar sem þau geti bara hent hverju sem er í og gagnrýnt okkur að vild. Ég get hins vegar sagt ykkur að okkur stendur ekki á sama. Við skyldum þó af hverju stuðningsfólk okkar var reitt. Það hafði allan rétt á að gagnrýna okkur,“ sagði Henderson. Henry Winter, einn virtasti blaðamaður Englands, líkt fjölmiðlastorminum í Englandi eftir tapið gegn Íslandi við blóðbað. Fótbolti EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Enski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Fleiri fréttir McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Leik lokið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Hinrik skoraði sitt fyrsta mark í óvæntu bikartapi Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Sjá meira
Jordan Henderson, fyrirliði Englandsmeistara Liverpool, segir að tap Englands gegn Íslandi á EM 2016 muni alltaf sitja í ensku leikmönnunum sem spiluðu leikinn. Þetta kemur fram í stuttu spjalli við Daily Mail en viðtal Henderson var hluti af ítarlegu viðtali miðilsins við Ragnar Sigurðsson, annan af markaskorurum Íslands í leiknum. „Leikurinn gegn Íslandi mun alltaf sitja í mér. Ég veit það er auðvelt að segja að maður verði að læra af svona lífsreynslu og nota það til að hvetja sig áfram svo það gerist ekki aftur. Ég held samt að leikurinn muni alltaf sitja í þeim leikmönnum sem tóku þátt þátt í leiknum,“ segir Henderson um það að hafa tapað 2-1 fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum EM. „Þetta var slæmur dagur fyrir alla sem tóku þátt. Ég hef líklega aldrei verið á verri stað á ferli mínum en ég var eftir leikinn. Jafnvel þó ég hafi ekki spilað þá fannst mér ég vera hluti af liðinu. Við vorum allir í þessum saman og við höfðum allir trú á okkur sem liði.“ „Við brugðumst öllum. Þjóðinni, stuðningsmönnunum og þjálfaranum. Það var ömurlegt andrúmsloft í búningsklefanum eftir leik, virkilega ömurlegt. Það var mikið af tilfinningum fljótandi um og þjálfarinn lét tilfinningarnar bera sig ofurliði þegar hann talaði við okkur eftir leik. Það var ekki fallegt en við erum allir mennskir.“ „Stundum heldur fólk að við séum vélar sem þau geti bara hent hverju sem er í og gagnrýnt okkur að vild. Ég get hins vegar sagt ykkur að okkur stendur ekki á sama. Við skyldum þó af hverju stuðningsfólk okkar var reitt. Það hafði allan rétt á að gagnrýna okkur,“ sagði Henderson. Henry Winter, einn virtasti blaðamaður Englands, líkt fjölmiðlastorminum í Englandi eftir tapið gegn Íslandi við blóðbað.
Fótbolti EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Enski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Fleiri fréttir McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Leik lokið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Hinrik skoraði sitt fyrsta mark í óvæntu bikartapi Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Sjá meira