Þurfi að gefa fólki tækifæri til að lifa eðlilegu lífi innanlands Sylvía Hall skrifar 6. september 2020 14:00 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenski erfðagreiningar, segir ljóst að það væri óskynsamlegt að skipta út sóttkví fyrir heimskomusmitgát milli skimana eftir komuna til landsins. Sjö einstaklingar hefðu greinst með virkt smit í seinni skimun eftir komuna til landsins, sem væri um það bil einn af hverjum þúsund. Þá væru betri úrræði fyrir hendi til þess að sjá til þess að fólk virti sóttkvíarskyldu. Kári var gestur Silfursins ásamt Jóni Ívari Eyþórssyni, prófessor við læknadeild Harvard-háskóla. Jón Ívar hefur undanfarið skrifað greinar í Morgunblaðið þar sem hann beinir sjónum sínum að aðgerðum yfirvalda í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn, og þá einna helst að aðgerðum á landamærunum sem hann telur of harðar. Kári svaraði þó vangaveltum Jóns Ívars fyrr í vikunni. Jón Ívar sagði ljóst að dánartíðni vegna veirunnar væri mun lægri en talið var í upphafi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafi áætlað í fyrstu að dánartíðnin væri um 3,2 prósent en hún væri í raun um 0,2 prósent. Kári sagði það vissulega vera rétt, en hún væri þó mun hærri á meðal fólks yfir 85 ára, eða um 25 prósent. Jón Ívar væri jafnframt að „snúa allskonar hlutum á hvolf“. „Við erum með ansi stóran hóp af fólki sem er 85 ára og eldri. Það væri dapurlegt að fara að taka upp ætternisstapa aftur og henda gamla fólkinu fram af hömrum – það viljum við ekki,“ sagði Kári. Mikilvægt að fólk geti lifað eðlilegu lífi Jón Ívar er prófessur við læknadeild Harvard-háskóla.Facebook Jón Ívar benti á að samhliða aðgerðum innanlands væru ýmis önnur vandamál að koma upp. Afleiðingar þeirra væru að til að mynda aukið heimilisofbeldi og hærri sjálfsvígstíðni. „Þá var ég bara að tala um heilsufarslegar afleiðingar en auðvitað eru efnahagslegar afleiðingar líka.“ „Það er sem ég er að benda á er í rauninni bara að það sé mikilvægt að þeir sem taka ákvarðanir viti hver raunverulega talan er, því það þarf að taka ákveðna heildarmynd í þetta,“ sagði Jón Ívar. Kári tók undir þá skoðun Jóns Ívars að gæta þyrfti hófs í öllum aðgerðum. Heimilisofbeldi hefði vissulega aukist en það væri röng nálgun að ætla að slaka á aðgerðum við landamærin til þess að sporna gegn því. „Aðferðin til þess að minnka þetta er að gefa fólkinu í landinu tækifæri til þess að lifa eðlilegu lífi, þurfa ekki að vera í sóttkví og þurfa ekki að loka sig inni, geta snert hvort annað, geta farið á tónleika, geta stundað skólalíf á eðlilegan hátt,“ sagði Kári og bætti við að enn væri langt í land hvað það varðar. Fjarkennsla væri víða og samkomutakmarkanir enn í gildi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir ótækt að bera dánarlíkur Covid-sjúklinga saman við bílslys eða hjartasjúkdóma Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum, segir að í grein Jóns Ívars Einarssonar, prófessors við læknadeild Harvard-háskóla, sem birtist í Morgunblaðinu í dag, sé gert lítið úr hættunni sem stafar af Covid-19 og kórónuveirufaraldrinum. 29. ágúst 2020 23:22 Fólk gæti hætt að fylgja reglunum verði gengið of langt Jón Ívar Einarsson, íslenskur prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, telur nýtt fyrirkomulag við skimun á landamærunum þrengja of mikið að frelsi borgaranna. 29. ágúst 2020 12:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenski erfðagreiningar, segir ljóst að það væri óskynsamlegt að skipta út sóttkví fyrir heimskomusmitgát milli skimana eftir komuna til landsins. Sjö einstaklingar hefðu greinst með virkt smit í seinni skimun eftir komuna til landsins, sem væri um það bil einn af hverjum þúsund. Þá væru betri úrræði fyrir hendi til þess að sjá til þess að fólk virti sóttkvíarskyldu. Kári var gestur Silfursins ásamt Jóni Ívari Eyþórssyni, prófessor við læknadeild Harvard-háskóla. Jón Ívar hefur undanfarið skrifað greinar í Morgunblaðið þar sem hann beinir sjónum sínum að aðgerðum yfirvalda í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn, og þá einna helst að aðgerðum á landamærunum sem hann telur of harðar. Kári svaraði þó vangaveltum Jóns Ívars fyrr í vikunni. Jón Ívar sagði ljóst að dánartíðni vegna veirunnar væri mun lægri en talið var í upphafi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafi áætlað í fyrstu að dánartíðnin væri um 3,2 prósent en hún væri í raun um 0,2 prósent. Kári sagði það vissulega vera rétt, en hún væri þó mun hærri á meðal fólks yfir 85 ára, eða um 25 prósent. Jón Ívar væri jafnframt að „snúa allskonar hlutum á hvolf“. „Við erum með ansi stóran hóp af fólki sem er 85 ára og eldri. Það væri dapurlegt að fara að taka upp ætternisstapa aftur og henda gamla fólkinu fram af hömrum – það viljum við ekki,“ sagði Kári. Mikilvægt að fólk geti lifað eðlilegu lífi Jón Ívar er prófessur við læknadeild Harvard-háskóla.Facebook Jón Ívar benti á að samhliða aðgerðum innanlands væru ýmis önnur vandamál að koma upp. Afleiðingar þeirra væru að til að mynda aukið heimilisofbeldi og hærri sjálfsvígstíðni. „Þá var ég bara að tala um heilsufarslegar afleiðingar en auðvitað eru efnahagslegar afleiðingar líka.“ „Það er sem ég er að benda á er í rauninni bara að það sé mikilvægt að þeir sem taka ákvarðanir viti hver raunverulega talan er, því það þarf að taka ákveðna heildarmynd í þetta,“ sagði Jón Ívar. Kári tók undir þá skoðun Jóns Ívars að gæta þyrfti hófs í öllum aðgerðum. Heimilisofbeldi hefði vissulega aukist en það væri röng nálgun að ætla að slaka á aðgerðum við landamærin til þess að sporna gegn því. „Aðferðin til þess að minnka þetta er að gefa fólkinu í landinu tækifæri til þess að lifa eðlilegu lífi, þurfa ekki að vera í sóttkví og þurfa ekki að loka sig inni, geta snert hvort annað, geta farið á tónleika, geta stundað skólalíf á eðlilegan hátt,“ sagði Kári og bætti við að enn væri langt í land hvað það varðar. Fjarkennsla væri víða og samkomutakmarkanir enn í gildi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir ótækt að bera dánarlíkur Covid-sjúklinga saman við bílslys eða hjartasjúkdóma Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum, segir að í grein Jóns Ívars Einarssonar, prófessors við læknadeild Harvard-háskóla, sem birtist í Morgunblaðinu í dag, sé gert lítið úr hættunni sem stafar af Covid-19 og kórónuveirufaraldrinum. 29. ágúst 2020 23:22 Fólk gæti hætt að fylgja reglunum verði gengið of langt Jón Ívar Einarsson, íslenskur prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, telur nýtt fyrirkomulag við skimun á landamærunum þrengja of mikið að frelsi borgaranna. 29. ágúst 2020 12:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
Segir ótækt að bera dánarlíkur Covid-sjúklinga saman við bílslys eða hjartasjúkdóma Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum, segir að í grein Jóns Ívars Einarssonar, prófessors við læknadeild Harvard-háskóla, sem birtist í Morgunblaðinu í dag, sé gert lítið úr hættunni sem stafar af Covid-19 og kórónuveirufaraldrinum. 29. ágúst 2020 23:22
Fólk gæti hætt að fylgja reglunum verði gengið of langt Jón Ívar Einarsson, íslenskur prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, telur nýtt fyrirkomulag við skimun á landamærunum þrengja of mikið að frelsi borgaranna. 29. ágúst 2020 12:00