Íslendingurinn fljúgandi í Hollandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2020 17:00 Elías Már Ómarsson fagnar marki með Excelsior Rotterdam liðinu. Getty/Angelo Blankespoor Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson hefur skorað fimm mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum í hollensku b-deildinni á þessu tímabili. Elías Már skoraði þrennu um helgina þegar lið hans Excelsior Rotterdam tapaði 4-6 á móti Almere City í miklum markaleik. Elías Már hafði skorað tvö mörk í 6-1 sigri á 21 árs liði PSV Eindhoven í fyrstu umferðinni. Excelsior Rotterdam hefur skorað tíu mörk í fyrstu tveimur umferðunum en er engu að síður bara með þrjú stig. View this post on Instagram voor Elias na 18 minuten! Ondertussen staat het 3-3 na 25 minuten in een knotsgek duel! #samensterk #excalm A post shared by Excelsior Rotterdam (@excelsiorrdam) on Sep 6, 2020 at 3:43am PDT Elías Már kom sínu liði í 2-1 og 3-1 á sextándu og átjándu mínútu en gestirnir í Almere City svöruðu með fjórum mörkum í röð. Elías minnkaði muninn síðan í 4-5 þremur mínútum fyrir leikslok en leikmenn Almere City innsigluðu 6-4 sigur sinn mínútu síðar. Þrenna Elíasar var hin fullkomna þrenna því hann skoraði fyrst með hægri fæti, svo með vinstri fæti og síðasta markið skoraði hann með skalla. Elías Már er því með helming marka liðsins og hann er núna með tveggja marka forskot á listanum yfir markahæstu leikmenn deildarinnar. Elías Már hefur tekið upp þráðinn frá því í fyrra þegar hann endaði tímabilið í miklu stuði. Elías Már skoraði ellefu deildarmörk í fyrra en þar af komu átta þeirra í síðustu átta leikjunum. Elías er því með þrettán mörk í síðustu tíu leikjum sínum í hollensku b-deildinni. Hollenski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira
Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson hefur skorað fimm mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum í hollensku b-deildinni á þessu tímabili. Elías Már skoraði þrennu um helgina þegar lið hans Excelsior Rotterdam tapaði 4-6 á móti Almere City í miklum markaleik. Elías Már hafði skorað tvö mörk í 6-1 sigri á 21 árs liði PSV Eindhoven í fyrstu umferðinni. Excelsior Rotterdam hefur skorað tíu mörk í fyrstu tveimur umferðunum en er engu að síður bara með þrjú stig. View this post on Instagram voor Elias na 18 minuten! Ondertussen staat het 3-3 na 25 minuten in een knotsgek duel! #samensterk #excalm A post shared by Excelsior Rotterdam (@excelsiorrdam) on Sep 6, 2020 at 3:43am PDT Elías Már kom sínu liði í 2-1 og 3-1 á sextándu og átjándu mínútu en gestirnir í Almere City svöruðu með fjórum mörkum í röð. Elías minnkaði muninn síðan í 4-5 þremur mínútum fyrir leikslok en leikmenn Almere City innsigluðu 6-4 sigur sinn mínútu síðar. Þrenna Elíasar var hin fullkomna þrenna því hann skoraði fyrst með hægri fæti, svo með vinstri fæti og síðasta markið skoraði hann með skalla. Elías Már er því með helming marka liðsins og hann er núna með tveggja marka forskot á listanum yfir markahæstu leikmenn deildarinnar. Elías Már hefur tekið upp þráðinn frá því í fyrra þegar hann endaði tímabilið í miklu stuði. Elías Már skoraði ellefu deildarmörk í fyrra en þar af komu átta þeirra í síðustu átta leikjunum. Elías er því með þrettán mörk í síðustu tíu leikjum sínum í hollensku b-deildinni.
Hollenski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira