Fimm milljóna styrkur í rannsóknir samgönguslysa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. september 2020 10:13 Frá undirrituninni í morgun. Frá vinstri, Oddur Árnason yfirlögregluþjónn, Þorkell Ágústsson forstöðumaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa, Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngumála. Vísir/Magnús Hlynur Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra mætti í morgun á lögreglustöðina á Selfossi til að undirrita samning um að Lögreglan á Suðurlandi haldi áfram að sinna rannsóknum ökutækja úr alvarlegum umferðarslysum um land allt. Embættið tók við rannsóknunum 2009 sem hafa síðan farið fram á Selfossi. Með nýja samningnum, sem hljóðar upp á fimm milljóna króna styrk úr ráðuneytum samgöngumála og dómsmála, verður keyptur nauðsynlegur búnaður og verkfæri til rannsóknanna. Oddur Árnason og Sigurður Ingi spjalla saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Starfið á Selfossi er gríðarlega mikilvægt og hefur gefið okkur fullt af upplýsingum úr rannsóknum inn í rannsóknarnefnd umferðarslysa og líka inn í forgang og forgangsröðun framkvæmda í vegamálum,” segir Sigurður Ingi. Hann bætir við. „Við eigum að setja okkur það markmið eins og við gerðum á sjónum fyrir nokkrum árum með frábærum árangri að ekkert banaslys verði í umferðinni, svo kallaða núll sýn í samgöngum, samhliða því að við erum að bæta samgöngumannvirkin.” Skrifað undir samninginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Þetta er mjög góður dagur í dag og mikilvægt að fá þennan stuðning til að vinna þessar rannsóknir á ökutækjum úr slysum hér hjá okkur. Þetta þýðir að við förum núna í það að uppfæra búnaðinn, sem við höfum til rannsókna, til nútímans. Það eru kröfur um meiri tölvurannsóknir og þess háttar og í þá átt þurfum við að halla okkur,” segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. 20 til 40 tæki á ári eru til rannsóknar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Öll ökutæki úr alvarlegum slysum alls staðar af landinu eru rannsökuð hjá hjá bíltæknirannsóknarsetrinu á Selfossi eða um tuttugu til fjörutíu tæki á ári. Rannsóknir ökutækja eru mikilvægur þáttur í að leiða í ljós orsakir slysa. Annars vegar sem hluti af opinberri rannsókn og hins vegar sem innlegg í úrvinnslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Nefndin hefur aðgang að allri vinnu sem unnin er í setrinu og getur unnið þar sjálfstætt, með það að markmiði að koma í veg fyrir slys í framtíðinni. Árborg Umferðaröryggi Samgönguslys Samgöngur Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra mætti í morgun á lögreglustöðina á Selfossi til að undirrita samning um að Lögreglan á Suðurlandi haldi áfram að sinna rannsóknum ökutækja úr alvarlegum umferðarslysum um land allt. Embættið tók við rannsóknunum 2009 sem hafa síðan farið fram á Selfossi. Með nýja samningnum, sem hljóðar upp á fimm milljóna króna styrk úr ráðuneytum samgöngumála og dómsmála, verður keyptur nauðsynlegur búnaður og verkfæri til rannsóknanna. Oddur Árnason og Sigurður Ingi spjalla saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Starfið á Selfossi er gríðarlega mikilvægt og hefur gefið okkur fullt af upplýsingum úr rannsóknum inn í rannsóknarnefnd umferðarslysa og líka inn í forgang og forgangsröðun framkvæmda í vegamálum,” segir Sigurður Ingi. Hann bætir við. „Við eigum að setja okkur það markmið eins og við gerðum á sjónum fyrir nokkrum árum með frábærum árangri að ekkert banaslys verði í umferðinni, svo kallaða núll sýn í samgöngum, samhliða því að við erum að bæta samgöngumannvirkin.” Skrifað undir samninginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Þetta er mjög góður dagur í dag og mikilvægt að fá þennan stuðning til að vinna þessar rannsóknir á ökutækjum úr slysum hér hjá okkur. Þetta þýðir að við förum núna í það að uppfæra búnaðinn, sem við höfum til rannsókna, til nútímans. Það eru kröfur um meiri tölvurannsóknir og þess háttar og í þá átt þurfum við að halla okkur,” segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. 20 til 40 tæki á ári eru til rannsóknar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Öll ökutæki úr alvarlegum slysum alls staðar af landinu eru rannsökuð hjá hjá bíltæknirannsóknarsetrinu á Selfossi eða um tuttugu til fjörutíu tæki á ári. Rannsóknir ökutækja eru mikilvægur þáttur í að leiða í ljós orsakir slysa. Annars vegar sem hluti af opinberri rannsókn og hins vegar sem innlegg í úrvinnslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Nefndin hefur aðgang að allri vinnu sem unnin er í setrinu og getur unnið þar sjálfstætt, með það að markmiði að koma í veg fyrir slys í framtíðinni.
Árborg Umferðaröryggi Samgönguslys Samgöngur Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Sjá meira