Formaður Samtakanna ´78 gagnrýnir „hringlandahátt“ Þjóðkirkjunnar vegna Trans-Jesú Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. september 2020 23:22 Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, gagnrýnir hringlandahátt kirkjunnar síðustu daga vegna myndarinnar af Trans-Jesú. Hún hefur óskað eftir fundi með Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup, vegna málsins. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, gagnrýnir það sem hún kallar „hringlandahátt“ Þjóðkirkjunnar vegna myndar af Jesú með brjóst sem birt var á dögunum sem hluti af kynningarefni Sunnudagaskólans. Hún spyr hvort að Þjóðkirkjan ætli að vera alvöru samherji hinsegin fólks eða ekki og hefur óskað eftir fundi með Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup, vegna málsins. Skiptar skoðanir voru um myndina af Trans-Jesú og gagnrýndu prestar hana meðal annars. Sjálf segir Þorbjörg, í færslu sem hún ritar á Facebook-síðu sína í kvöld, að hún hafi verið efins þegar hún sá myndina fyrst. Hún minnir á að rétt rúmur mánuður sé síðan biskup Íslands bað hinsegin fólk afsökunar fyrir hönd Þjóðkirkjunnar. Við sama tækifæri hafi verið sett af stað uppgjörsverkefnið „Ein saga – eitt skref“ sem kirkjan ætli að vinna í samstarfi við Samtökin ´78. Segir Þorbjörg að henni hafi þótt augljóst að myndin kæmi til með að stuða marga, bæði innan og utan kirkjunnar. „Á sama tíma fannst mér ekki tímabært að kirkjan kæmi fram með svona afgerandi hætti, þ.e. á meðan verkefnið ‘Ein saga - eitt skref’, þar sem sama kirkja kemur fram af auðmýkt og gerir upp og horfist í augu við erfiða sögu misréttis gagnvart hinsegin fólki, er rétt nýhafið. En jæja, ég ræð víst ekki öllu og þegar á leið fannst mér þetta bara hressandi allt saman. Það er líka fátt frábærara en kynusli, sérstaklega þegar hann stuðar fólk sem glímir við fordóma,“ segir Þorbjörg og heldur áfram: „En hér er lykilatriðið og ástæða þess að ég skrifa þetta: Þegar ákveðið hefur verið að koma með jafn mikið ‘statement’ og Jesúmyndin umrædda er, þá er lágmarkskrafa að Þjóðkirkjan standi í lappirnar og sýni að hún sé alvöru samherji hinsegin fólks, líka þegar á móti blæs. Í staðinn hefur Kirkjuþing nú ályktað og beðið fólk afsökunar á myndinni og er það, að mér skilst, í fyrsta sinn sem það biður nokkurn afsökunar með formlegum hætti. Biskup Íslands bakkaði síðan mjög harkalega í viðtali við Kastljós í gærkvöldi, þar sem hún sagði hreinlega að myndin hafi ekki átt að vera af Jesú og að hún hefði aldrei leyft slíka ‘afskræmingu’. Þar staðfesti hún einnig að myndin hefði verið tekin niður af síðu kirkjunnar vegna þess að hún særði svo marga. Eftir allan þennan hringlandahátt og öfgar fram og til baka spyr ég mig: Ætlar Þjóðkirkjan að vera alvöru samherji okkar eða ekki? Er nóg að fólk hneykslist og hringi á Biskupsstofu til þess að hún snúi við okkur baki? Af atburðarás síðustu daga er erfitt að ráða mikla staðfestu eða einlægni í stuðningi kirkjunnar við hinsegin fólk.“ Hún lýkur færslunni á að segja að henni finnist engu að síður mikilvægt að stærsta trúfélag landsins standi með hinsegin fólki og hún vilji gjarnan að sá stuðningur sé sannur. „Það er ekki síst mikilvægt fyrir trúað fólk innan hinsegin samfélagsins. Ég á þess vegna fund með biskupi á þriðjudaginn og ætlast til þess að ég fái þar betri skýringar á málunum,“ segir Þorbjörg í lok færslu sinnar sem sjá má hér fyrir neðan. Rétt rúmur mánuður er síðan biskup Íslands bað hinsegin fólk afsökunar fyrir hönd Þjóðkirkjunnar. Við sama tækifæri var...Posted by Þorbjörg Þorvaldsdóttir on Thursday, September 17, 2020 Þjóðkirkjan Hinsegin Trúmál Tengdar fréttir Jesú með brjóst kostaði Kirkjuna um tvær milljónir Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann þar sem Jesú var sýndur með brjóst kostaði um tvær milljónir króna. 13. september 2020 15:21 „Það eru aldrei mistök að upphefja fjölbreytileika samfélagsins“ Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann sem vakið hefur mikla athygli undanfarið þar sem á henni má sjá Jesú með brjóst hefur verið tekin út af heimasíðu Kirkjunnar. 12. september 2020 16:15 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, gagnrýnir það sem hún kallar „hringlandahátt“ Þjóðkirkjunnar vegna myndar af Jesú með brjóst sem birt var á dögunum sem hluti af kynningarefni Sunnudagaskólans. Hún spyr hvort að Þjóðkirkjan ætli að vera alvöru samherji hinsegin fólks eða ekki og hefur óskað eftir fundi með Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup, vegna málsins. Skiptar skoðanir voru um myndina af Trans-Jesú og gagnrýndu prestar hana meðal annars. Sjálf segir Þorbjörg, í færslu sem hún ritar á Facebook-síðu sína í kvöld, að hún hafi verið efins þegar hún sá myndina fyrst. Hún minnir á að rétt rúmur mánuður sé síðan biskup Íslands bað hinsegin fólk afsökunar fyrir hönd Þjóðkirkjunnar. Við sama tækifæri hafi verið sett af stað uppgjörsverkefnið „Ein saga – eitt skref“ sem kirkjan ætli að vinna í samstarfi við Samtökin ´78. Segir Þorbjörg að henni hafi þótt augljóst að myndin kæmi til með að stuða marga, bæði innan og utan kirkjunnar. „Á sama tíma fannst mér ekki tímabært að kirkjan kæmi fram með svona afgerandi hætti, þ.e. á meðan verkefnið ‘Ein saga - eitt skref’, þar sem sama kirkja kemur fram af auðmýkt og gerir upp og horfist í augu við erfiða sögu misréttis gagnvart hinsegin fólki, er rétt nýhafið. En jæja, ég ræð víst ekki öllu og þegar á leið fannst mér þetta bara hressandi allt saman. Það er líka fátt frábærara en kynusli, sérstaklega þegar hann stuðar fólk sem glímir við fordóma,“ segir Þorbjörg og heldur áfram: „En hér er lykilatriðið og ástæða þess að ég skrifa þetta: Þegar ákveðið hefur verið að koma með jafn mikið ‘statement’ og Jesúmyndin umrædda er, þá er lágmarkskrafa að Þjóðkirkjan standi í lappirnar og sýni að hún sé alvöru samherji hinsegin fólks, líka þegar á móti blæs. Í staðinn hefur Kirkjuþing nú ályktað og beðið fólk afsökunar á myndinni og er það, að mér skilst, í fyrsta sinn sem það biður nokkurn afsökunar með formlegum hætti. Biskup Íslands bakkaði síðan mjög harkalega í viðtali við Kastljós í gærkvöldi, þar sem hún sagði hreinlega að myndin hafi ekki átt að vera af Jesú og að hún hefði aldrei leyft slíka ‘afskræmingu’. Þar staðfesti hún einnig að myndin hefði verið tekin niður af síðu kirkjunnar vegna þess að hún særði svo marga. Eftir allan þennan hringlandahátt og öfgar fram og til baka spyr ég mig: Ætlar Þjóðkirkjan að vera alvöru samherji okkar eða ekki? Er nóg að fólk hneykslist og hringi á Biskupsstofu til þess að hún snúi við okkur baki? Af atburðarás síðustu daga er erfitt að ráða mikla staðfestu eða einlægni í stuðningi kirkjunnar við hinsegin fólk.“ Hún lýkur færslunni á að segja að henni finnist engu að síður mikilvægt að stærsta trúfélag landsins standi með hinsegin fólki og hún vilji gjarnan að sá stuðningur sé sannur. „Það er ekki síst mikilvægt fyrir trúað fólk innan hinsegin samfélagsins. Ég á þess vegna fund með biskupi á þriðjudaginn og ætlast til þess að ég fái þar betri skýringar á málunum,“ segir Þorbjörg í lok færslu sinnar sem sjá má hér fyrir neðan. Rétt rúmur mánuður er síðan biskup Íslands bað hinsegin fólk afsökunar fyrir hönd Þjóðkirkjunnar. Við sama tækifæri var...Posted by Þorbjörg Þorvaldsdóttir on Thursday, September 17, 2020
Þjóðkirkjan Hinsegin Trúmál Tengdar fréttir Jesú með brjóst kostaði Kirkjuna um tvær milljónir Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann þar sem Jesú var sýndur með brjóst kostaði um tvær milljónir króna. 13. september 2020 15:21 „Það eru aldrei mistök að upphefja fjölbreytileika samfélagsins“ Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann sem vakið hefur mikla athygli undanfarið þar sem á henni má sjá Jesú með brjóst hefur verið tekin út af heimasíðu Kirkjunnar. 12. september 2020 16:15 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Jesú með brjóst kostaði Kirkjuna um tvær milljónir Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann þar sem Jesú var sýndur með brjóst kostaði um tvær milljónir króna. 13. september 2020 15:21
„Það eru aldrei mistök að upphefja fjölbreytileika samfélagsins“ Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann sem vakið hefur mikla athygli undanfarið þar sem á henni má sjá Jesú með brjóst hefur verið tekin út af heimasíðu Kirkjunnar. 12. september 2020 16:15