Breiðablikskonur með mögulega einn besta íslenska dúettinn í deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. september 2020 15:00 Isabella Ósk Sigurðardóttir og Sóllilja Bjarnadóttir spila nú saman á ný og eru bæði eldri og reyndari en þegar þær voru síðast hlið við hlið. Mynd/Breiðablik Domino´s Körfuboltakvöld fór í gær yfir liðin átta í Domino´s deild kvenna í sérstökum upphitunarþætti fyrir tímabilið sem hefst með heilli umferð í kvöld. Í umfjölluninni um Breiðablik veltu Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans, Pálína María Gunnlaugsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir, því fyrir sér hvort Breiðablik væri mögulega með einn besta íslenska dúettinn í deildinni í þeim Sóllilju Bjarnadóttur og Isabellu Ósk Sigurðardóttur. Kjartan Atli byrjaði á því að spyrja Pálínu hvað það þýddi fyrir Blikana að fá Sóllilju Bjarnadóttur aftur til sín. „Þær eru að fá þarna leikmann sem er uppalin í Breiðabliki og hún er að fara aftur heim. Það er alltaf gríðarlega mikilvægt fyrir liðin að hafa einhvern heimamann sem er uppalinn. Sóllilja er góður skotmaður og getur spilað vörn. Hún er ekki hávaxin en það þarf ekki að vera hávaxinn til að vera góður í körfubolta,“ sagði Pálína María Gunnlaugsdóttir. „Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir Blikana að fá Sóllilju til baka því hún hefur verið hjartað og lungað í Blikunum síðustu ár. Ég held að það hafi verið mikil blóðtaka fyrir Blikana í fyrra að missa hana til KR-inga,“ sagði Pálína. Sóllilja Bjarnadóttir yfir gaf Breiðablik þegar leit út fyrir að liðið myndi falla úr deildinni og var búin að semja við KR þegar Blikar fengu aftur sæti í Domino´s deildinni. Kjartan spurði Bryndísi Guðmundsdóttur út í Isabellu Ósk Sigurðardóttur sem spilar í kringum körfuna eins og Bryndís gerði á sínum tíma. „Það er alltaf vöntun á góðum stórum leikmönnum í íslensku deildina. Þetta virðist allt vera einhverjir litlir skotmenn fyrir utan. Það verður gaman að fylgjast með Ísabellu í vetur. Hún er að koma inn eftir meiðsli og virðist vera í hörku formi. Hún skilaði flottum tölum í æfingaleik um daginn en það mun mæða mikið á henni,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. „Ef allt gengur að óskum fyrir Blika þá gætu Sóllilja og Isabella verið ein betri íslensku tvennunum. Þetta er með því betra sem gerist,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta er ekki galið en það má ekki gleyma því að Isabella er að koma úr meiðslum. Hún sleit krossband og var lítið eða ekkert með í fyrra. Við vorum alltaf að bíða eftir henni í fyrra og svo kemur náttúrulega þetta ástand sem er enn í gangi í heimunum. Hún er í flottu formi og hefur nýtt tímann vel,“ sagði Pálína. Það má sjá þau ræða Blikadúettinn öfluga hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Sóllilja og Isabella í Breiðabliki Dominos-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Sjá meira
Domino´s Körfuboltakvöld fór í gær yfir liðin átta í Domino´s deild kvenna í sérstökum upphitunarþætti fyrir tímabilið sem hefst með heilli umferð í kvöld. Í umfjölluninni um Breiðablik veltu Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans, Pálína María Gunnlaugsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir, því fyrir sér hvort Breiðablik væri mögulega með einn besta íslenska dúettinn í deildinni í þeim Sóllilju Bjarnadóttur og Isabellu Ósk Sigurðardóttur. Kjartan Atli byrjaði á því að spyrja Pálínu hvað það þýddi fyrir Blikana að fá Sóllilju Bjarnadóttur aftur til sín. „Þær eru að fá þarna leikmann sem er uppalin í Breiðabliki og hún er að fara aftur heim. Það er alltaf gríðarlega mikilvægt fyrir liðin að hafa einhvern heimamann sem er uppalinn. Sóllilja er góður skotmaður og getur spilað vörn. Hún er ekki hávaxin en það þarf ekki að vera hávaxinn til að vera góður í körfubolta,“ sagði Pálína María Gunnlaugsdóttir. „Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir Blikana að fá Sóllilju til baka því hún hefur verið hjartað og lungað í Blikunum síðustu ár. Ég held að það hafi verið mikil blóðtaka fyrir Blikana í fyrra að missa hana til KR-inga,“ sagði Pálína. Sóllilja Bjarnadóttir yfir gaf Breiðablik þegar leit út fyrir að liðið myndi falla úr deildinni og var búin að semja við KR þegar Blikar fengu aftur sæti í Domino´s deildinni. Kjartan spurði Bryndísi Guðmundsdóttur út í Isabellu Ósk Sigurðardóttur sem spilar í kringum körfuna eins og Bryndís gerði á sínum tíma. „Það er alltaf vöntun á góðum stórum leikmönnum í íslensku deildina. Þetta virðist allt vera einhverjir litlir skotmenn fyrir utan. Það verður gaman að fylgjast með Ísabellu í vetur. Hún er að koma inn eftir meiðsli og virðist vera í hörku formi. Hún skilaði flottum tölum í æfingaleik um daginn en það mun mæða mikið á henni,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. „Ef allt gengur að óskum fyrir Blika þá gætu Sóllilja og Isabella verið ein betri íslensku tvennunum. Þetta er með því betra sem gerist,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta er ekki galið en það má ekki gleyma því að Isabella er að koma úr meiðslum. Hún sleit krossband og var lítið eða ekkert með í fyrra. Við vorum alltaf að bíða eftir henni í fyrra og svo kemur náttúrulega þetta ástand sem er enn í gangi í heimunum. Hún er í flottu formi og hefur nýtt tímann vel,“ sagði Pálína. Það má sjá þau ræða Blikadúettinn öfluga hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Sóllilja og Isabella í Breiðabliki
Dominos-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Sjá meira