Ætla að banna sölu nýrra bensínbíla í Kaliforníu Samúel Karl Ólason skrifar 23. september 2020 23:50 Útblástur frá bílum hefur verið að aukast í Kaliforníu á undanförnum árum. AP/Mark J. Terrill Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, tilkynnti í dag áætlun um að banna sölu nýrra bensínbíla í ríkinu. Byrjað verður að draga úr sölu slíkra bíla og á sala þeirra að vera alfarið bönnuð árið 2035. Sambærilegar áætlanir eru skipulagðar varðandi sendibíla og stærri tæki. Sala þeirra, þar sem það er boðlegt, verður bönnuð árið 2045. Heildarmarkmið ríkisins er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 80 prósent frá magninu 1990, fyrir árið 2050. Losun gróðurhúsalofttegunda frá bílum hefur þó verið að aukast í Kaliforníu á undanförnum árum. Í frétt Reuters segir að um ellefu prósent allrar bílasölu fari fram í Kaliforníu og ríkið hafi mikil áhrif á reglugerðir annarra ríkja og starfsemi bílaframleiðenda í Bandaríkjunum. Newsom sagði í dag að breytingarnar fælu í sér mikil tækifæri fyrir bílaframleiðendur og þeir gætu skapað sér sérstöðu þegar komi að framleiðslu rafmagnsbíla. Talsmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sagði að hann myndi aldrei sætta sig við þessar ætlanir Kaliforníu. Þær ógnuðu störfum Bandaríkjamanna. Trump hefur fellt niður fjölmargar reglugerðir sem snúa að umhverfisvernd og reynt að koma í veg fyrir að Kalifornía geti sett eigin mengunarreglur. Samtök stærstu bílaframleiðenda Bandaríkjanna slógu á svipað strengi og segja að boð og bönn virki ekki á þennan hátt. Því til stuðnings vísuðu samtökin til þess að af þeim nýju bílum sem seldir eru í Kaliforníu eru rafmagnsbílar minna en tíu prósent. Það hlutfall er það hæsta í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Bandaríkin Umhverfismál Loftslagsmál Bílar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Sjá meira
Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, tilkynnti í dag áætlun um að banna sölu nýrra bensínbíla í ríkinu. Byrjað verður að draga úr sölu slíkra bíla og á sala þeirra að vera alfarið bönnuð árið 2035. Sambærilegar áætlanir eru skipulagðar varðandi sendibíla og stærri tæki. Sala þeirra, þar sem það er boðlegt, verður bönnuð árið 2045. Heildarmarkmið ríkisins er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 80 prósent frá magninu 1990, fyrir árið 2050. Losun gróðurhúsalofttegunda frá bílum hefur þó verið að aukast í Kaliforníu á undanförnum árum. Í frétt Reuters segir að um ellefu prósent allrar bílasölu fari fram í Kaliforníu og ríkið hafi mikil áhrif á reglugerðir annarra ríkja og starfsemi bílaframleiðenda í Bandaríkjunum. Newsom sagði í dag að breytingarnar fælu í sér mikil tækifæri fyrir bílaframleiðendur og þeir gætu skapað sér sérstöðu þegar komi að framleiðslu rafmagnsbíla. Talsmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sagði að hann myndi aldrei sætta sig við þessar ætlanir Kaliforníu. Þær ógnuðu störfum Bandaríkjamanna. Trump hefur fellt niður fjölmargar reglugerðir sem snúa að umhverfisvernd og reynt að koma í veg fyrir að Kalifornía geti sett eigin mengunarreglur. Samtök stærstu bílaframleiðenda Bandaríkjanna slógu á svipað strengi og segja að boð og bönn virki ekki á þennan hátt. Því til stuðnings vísuðu samtökin til þess að af þeim nýju bílum sem seldir eru í Kaliforníu eru rafmagnsbílar minna en tíu prósent. Það hlutfall er það hæsta í öllum ríkjum Bandaríkjanna.
Bandaríkin Umhverfismál Loftslagsmál Bílar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Sjá meira