Heimurinn er að breytast – neytendur vilja val um annað en plast Plastlaus september 30. september 2020 08:49 Þóra Þórisdóttir, eigandi Matarbúðarinnar Nándin hlaut Bláskelina í ár. Hún flytur erindin á málþinginu Frá upphafi til enda. Helga Hauksdóttir skipuleggur málþingið sem hefst klukkan 17 í dag. Vilhelm Frá upphafi til enda er yfirskrift málþings sem bindur endahnútinn á Plastlausan september þetta árið. Málþingið hefst klukkan 17 í dag og er haldið í Veröld – húsi Vigdísar, í Auðarsal málþinginu verður streymt á Vísi. Fjallað verður um virðiskeðju vöru allt frá framleiðanda til neytenda og loks endurvinnslu og verða örerindi flutt af fulltrúum allra þessara liða. Hlutu Bláskelina fyrir hringrásarkerfi með gler Þóra Þórisdóttir, einn eigenda Matarbúðarinnar Nándin flytur erindi á málþinginu en hún hlaut á dögunum Bláskelina, viðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytis fyrir framúrskarandi plastlausar lausnir. Í versluninni eru allar matvörur í umhvrfisvænum og endurvinnanlegum umbúðum.Vilhelm „Við erum að byggja upp plastlausa Matarbúð hér á horninu á Austurgötu í Hafnarfirði. Við seljum allar helstu matvörur í glerflöskum og -krukkum og eins seljum við kjötvöru og fisk í sérstökum vakúm-pokum sem vottað er að brotna niður í heima-moltu. Við notum moltuvænt sellófan og matvælabréf utan um grænmeti og ávexti og reynum að finna nýjar leiðir til að auka endingartíma matvælanna,“ útskýrir Þóra. Verðlaunin fengu þau fyrir hringrásarkerfi glerumbúða í versluninni og endurnýtingu þeirra. „Allt gler sem við seljum geta viðskiptavinir skilað aftur til okkar, við þvoum það og sótthreinsum og komum því aftur í notkun. Við erum að setja upp sérhannaða þvottastöð í framleiðslustöðinni okkar á Básvegi í Keflavík þar sem við áætlum að opna aðra plastlausa verslun í október. Viðskiptavinir okkar hafa verið alveg frábærir og duglegir að skila notuðu gleri aftur í hringrásina.“ Neytendur verða að eiga kost á að velja annað en plast segir Þóra.Vilhelm Verðum að geta valið annað en plast Þóra segir plast fyrirferðamikið efni í allri matvælaframleiðslu og pökkun og ekki einfalt að skipta því út. Einhversstaðar þurfi þó að byrja og gefa neytendum kost á að hafa val. „Við neytendur fáum stöðugt að heyra að það séum við sem fyllum höfin af plasti en svo er hvergi hægt að kaupa almennar matvörur nema í plasti. Þetta getur verið flókið, það er ástæða fyrir því að plast er notað til dæmis til að pakka ávöxtum og grænmeti, plastið heldur ferskleikanum lengur og það virðist ódýrara og einfaldara að nota plast. Hins vegar er heimurinn að breytast og ýmislegt sem ekki var hægt að gera fyrir nokkrum árum er orðið mögulegt í dag. Það er verið að búa til lausnir. Að okkar mati eru tvær stórar ástæður fyrir því að við ættum öll að hætta að nota plast, annars vegar út af umhverfinu og hafinu og hins vegar út af heilsufarsástæðum. Það er búið að sýna fram á það að plast af flestöllum gerðum lekur efnum frá sér við ákveðnar aðstæður. Með því að bjóða sjálfum okkur og neytendum upp á raunverulegan valmöguleika að versla plastlausar ferskar matvörur tökum við fyrsta skrefið í átt að breytingum,“ segir Þóra. Vilhelm Auk Þóru halda fulltrúar frá frá Mjólkursamsölunni, Sölufélagi garðyrkjumanna, neytenda og SORPU erindi á málþinginu. Eftir það taka við pallborðsumræður. Fundarstjóri er Gréta María Grétarsdóttir, stjórnarformaður Matvælasjóðs. Málþingið hefst klukkan 17 í dag og er haldið í Veröld – húsi Vigdísar, í Auðarsal. Hlekkur á streymið er hér fyrir neðan. Umhverfismál Viðskipti Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Gæðadýnur á frábæru verði! Heilsan væri ekki sú sama án mjólkursýrugerlanna frá Probi Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lada Sport okkar tíma Skráning hafin í Íslandsmeistaramótið í Ólsen ólsen Frumsýning nálgast og Minecraft og Oreo bregða á leik Eldabuskan græjar þriðju vaktina Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Sýning sem breytir upplifun okkar á heiminum „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land Óþægindi frá álagsmeiðslum minnkuð til muna með tilkomu Nutrilenk Stefnan sett á Ólympíuleikana 2028 „Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt“ Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Sjá meira
Frá upphafi til enda er yfirskrift málþings sem bindur endahnútinn á Plastlausan september þetta árið. Málþingið hefst klukkan 17 í dag og er haldið í Veröld – húsi Vigdísar, í Auðarsal málþinginu verður streymt á Vísi. Fjallað verður um virðiskeðju vöru allt frá framleiðanda til neytenda og loks endurvinnslu og verða örerindi flutt af fulltrúum allra þessara liða. Hlutu Bláskelina fyrir hringrásarkerfi með gler Þóra Þórisdóttir, einn eigenda Matarbúðarinnar Nándin flytur erindi á málþinginu en hún hlaut á dögunum Bláskelina, viðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytis fyrir framúrskarandi plastlausar lausnir. Í versluninni eru allar matvörur í umhvrfisvænum og endurvinnanlegum umbúðum.Vilhelm „Við erum að byggja upp plastlausa Matarbúð hér á horninu á Austurgötu í Hafnarfirði. Við seljum allar helstu matvörur í glerflöskum og -krukkum og eins seljum við kjötvöru og fisk í sérstökum vakúm-pokum sem vottað er að brotna niður í heima-moltu. Við notum moltuvænt sellófan og matvælabréf utan um grænmeti og ávexti og reynum að finna nýjar leiðir til að auka endingartíma matvælanna,“ útskýrir Þóra. Verðlaunin fengu þau fyrir hringrásarkerfi glerumbúða í versluninni og endurnýtingu þeirra. „Allt gler sem við seljum geta viðskiptavinir skilað aftur til okkar, við þvoum það og sótthreinsum og komum því aftur í notkun. Við erum að setja upp sérhannaða þvottastöð í framleiðslustöðinni okkar á Básvegi í Keflavík þar sem við áætlum að opna aðra plastlausa verslun í október. Viðskiptavinir okkar hafa verið alveg frábærir og duglegir að skila notuðu gleri aftur í hringrásina.“ Neytendur verða að eiga kost á að velja annað en plast segir Þóra.Vilhelm Verðum að geta valið annað en plast Þóra segir plast fyrirferðamikið efni í allri matvælaframleiðslu og pökkun og ekki einfalt að skipta því út. Einhversstaðar þurfi þó að byrja og gefa neytendum kost á að hafa val. „Við neytendur fáum stöðugt að heyra að það séum við sem fyllum höfin af plasti en svo er hvergi hægt að kaupa almennar matvörur nema í plasti. Þetta getur verið flókið, það er ástæða fyrir því að plast er notað til dæmis til að pakka ávöxtum og grænmeti, plastið heldur ferskleikanum lengur og það virðist ódýrara og einfaldara að nota plast. Hins vegar er heimurinn að breytast og ýmislegt sem ekki var hægt að gera fyrir nokkrum árum er orðið mögulegt í dag. Það er verið að búa til lausnir. Að okkar mati eru tvær stórar ástæður fyrir því að við ættum öll að hætta að nota plast, annars vegar út af umhverfinu og hafinu og hins vegar út af heilsufarsástæðum. Það er búið að sýna fram á það að plast af flestöllum gerðum lekur efnum frá sér við ákveðnar aðstæður. Með því að bjóða sjálfum okkur og neytendum upp á raunverulegan valmöguleika að versla plastlausar ferskar matvörur tökum við fyrsta skrefið í átt að breytingum,“ segir Þóra. Vilhelm Auk Þóru halda fulltrúar frá frá Mjólkursamsölunni, Sölufélagi garðyrkjumanna, neytenda og SORPU erindi á málþinginu. Eftir það taka við pallborðsumræður. Fundarstjóri er Gréta María Grétarsdóttir, stjórnarformaður Matvælasjóðs. Málþingið hefst klukkan 17 í dag og er haldið í Veröld – húsi Vigdísar, í Auðarsal. Hlekkur á streymið er hér fyrir neðan.
Auk Þóru halda fulltrúar frá frá Mjólkursamsölunni, Sölufélagi garðyrkjumanna, neytenda og SORPU erindi á málþinginu. Eftir það taka við pallborðsumræður. Fundarstjóri er Gréta María Grétarsdóttir, stjórnarformaður Matvælasjóðs. Málþingið hefst klukkan 17 í dag og er haldið í Veröld – húsi Vigdísar, í Auðarsal. Hlekkur á streymið er hér fyrir neðan.
Umhverfismál Viðskipti Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Gæðadýnur á frábæru verði! Heilsan væri ekki sú sama án mjólkursýrugerlanna frá Probi Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lada Sport okkar tíma Skráning hafin í Íslandsmeistaramótið í Ólsen ólsen Frumsýning nálgast og Minecraft og Oreo bregða á leik Eldabuskan græjar þriðju vaktina Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Sýning sem breytir upplifun okkar á heiminum „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land Óþægindi frá álagsmeiðslum minnkuð til muna með tilkomu Nutrilenk Stefnan sett á Ólympíuleikana 2028 „Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt“ Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Sjá meira