Fjórir íbúar og tveir starfsmenn smitaðir á Eir Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. september 2020 10:03 Hjúkrunarheimilið Eir. Vísir/Vilhelm Fjórir íbúar og tveir starfsmenn hjúkrunarheimilisins Eirar í Grafarvogi hafa nú greinst með kórónuveiruna. Þegar hafði verið tilkynnt að þrír íbúar væru smitaðir en sá fjórði greindist með veiruna í gær. Gripið hefur verið til umfangsmikilla aðgerða á hjúkrunarheimilinu vegna smitanna. Starfsmaður á Eir greindist með veiruna í síðustu viku og voru íbúar og starfsmenn á 2. hæð suður í A-húsi þá sendir í skimun. Þórdís Hulda Tómasdóttir, verkefnastjóri hjúkrunar – og gæðamála hjá Eir, greindi fyrst frá stöðu mála í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun en hún segir í samtali við Vísi að öll deildin sé nú í sóttkví. Allir íbúar sem greinst hafa með veiruna dvelja jafnframt í einangrun á sérstakri Covid-deild sem sett var upp vegna smitanna. Enginn þeirra hefur fundið fyrir miklum einkennum enn sem komið er, að sögn Þórdísar. Hún segir að allir hlutaðeigandi hafi tekist á við stöðuna af mikilli yfirvegun. „Ég held að íbúar, aðstandendur og allir starfsmenn hafi áttað sig á því í nokkrar vikur að þetta væri tímaspursmál, veiran er alls staðar í samfélaginu, einkennalaus og lævís hjá mörgum. Fólk var búið að undirbúa sig andlega án þess að það væri talað um það,“ segir Þórdís. „Allir eru tiltölulega einkennalitlir. Enginn er með einkenni í sóttkví og það fyllir fólk ákveðnu öryggi en auðvitað er fólk hrætt. Þetta er erfitt, að vera í einangrun og að geta ekki fengið fólk í heimsókn.“ Hjúkrunarheimilinu var lokað fyrir heimsóknum fyrir helgi vegna stöðunnar sem þá var komin upp. Þórdís segir að stefnan sé að reyna að opna aftur eins fljótt og hægt er, vonandi næsta mánudag. Íbúar losna úr sóttkví eftir skimun þann dag, að því gefnu að þeir reynist allir neikvæðir fyrir veirunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Reykjavík Tengdar fréttir Eir lokað eftir að tveir íbúar greindust til viðbótar Tveir íbúar á hjúkrunarheimilinu Eir greindust í gærkvöldi með kórónuveiruna. 28. september 2020 16:11 Íbúi á Eir með kórónuveiruna Íbúi á hjúkrunarheimilinu Eir hefur greinst með kórónuveiruna. 25. september 2020 15:10 Ellefu í sóttkví eftir smit starfsmanns Eirar Ellefu eru í sóttkví eftir að starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Eir greindist með kórónuveiruna í gærkvöldi. 24. september 2020 12:26 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Fjórir íbúar og tveir starfsmenn hjúkrunarheimilisins Eirar í Grafarvogi hafa nú greinst með kórónuveiruna. Þegar hafði verið tilkynnt að þrír íbúar væru smitaðir en sá fjórði greindist með veiruna í gær. Gripið hefur verið til umfangsmikilla aðgerða á hjúkrunarheimilinu vegna smitanna. Starfsmaður á Eir greindist með veiruna í síðustu viku og voru íbúar og starfsmenn á 2. hæð suður í A-húsi þá sendir í skimun. Þórdís Hulda Tómasdóttir, verkefnastjóri hjúkrunar – og gæðamála hjá Eir, greindi fyrst frá stöðu mála í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun en hún segir í samtali við Vísi að öll deildin sé nú í sóttkví. Allir íbúar sem greinst hafa með veiruna dvelja jafnframt í einangrun á sérstakri Covid-deild sem sett var upp vegna smitanna. Enginn þeirra hefur fundið fyrir miklum einkennum enn sem komið er, að sögn Þórdísar. Hún segir að allir hlutaðeigandi hafi tekist á við stöðuna af mikilli yfirvegun. „Ég held að íbúar, aðstandendur og allir starfsmenn hafi áttað sig á því í nokkrar vikur að þetta væri tímaspursmál, veiran er alls staðar í samfélaginu, einkennalaus og lævís hjá mörgum. Fólk var búið að undirbúa sig andlega án þess að það væri talað um það,“ segir Þórdís. „Allir eru tiltölulega einkennalitlir. Enginn er með einkenni í sóttkví og það fyllir fólk ákveðnu öryggi en auðvitað er fólk hrætt. Þetta er erfitt, að vera í einangrun og að geta ekki fengið fólk í heimsókn.“ Hjúkrunarheimilinu var lokað fyrir heimsóknum fyrir helgi vegna stöðunnar sem þá var komin upp. Þórdís segir að stefnan sé að reyna að opna aftur eins fljótt og hægt er, vonandi næsta mánudag. Íbúar losna úr sóttkví eftir skimun þann dag, að því gefnu að þeir reynist allir neikvæðir fyrir veirunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Reykjavík Tengdar fréttir Eir lokað eftir að tveir íbúar greindust til viðbótar Tveir íbúar á hjúkrunarheimilinu Eir greindust í gærkvöldi með kórónuveiruna. 28. september 2020 16:11 Íbúi á Eir með kórónuveiruna Íbúi á hjúkrunarheimilinu Eir hefur greinst með kórónuveiruna. 25. september 2020 15:10 Ellefu í sóttkví eftir smit starfsmanns Eirar Ellefu eru í sóttkví eftir að starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Eir greindist með kórónuveiruna í gærkvöldi. 24. september 2020 12:26 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Eir lokað eftir að tveir íbúar greindust til viðbótar Tveir íbúar á hjúkrunarheimilinu Eir greindust í gærkvöldi með kórónuveiruna. 28. september 2020 16:11
Íbúi á Eir með kórónuveiruna Íbúi á hjúkrunarheimilinu Eir hefur greinst með kórónuveiruna. 25. september 2020 15:10
Ellefu í sóttkví eftir smit starfsmanns Eirar Ellefu eru í sóttkví eftir að starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Eir greindist með kórónuveiruna í gærkvöldi. 24. september 2020 12:26