Kári hefði viljað taka landsbyggðina með Birgir Olgeirsson skrifar 6. október 2020 12:17 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. „Ég held að það sé lífsnauðsynlegt að fara í hertar aðgerðir og vildi að okkur hefði borið gæfa til að fara í hertar aðgerðir fyrir tveimur vikum síðan,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, spurður álits vegna frétta af tillögum sóttvarnalæknis um harðari aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu sem hann hyggst senda ráðherra í dag. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 15 í dag. Aðgerðastjórn höfuðborgarsvæðisins fundaði í morgun vegna ástandsins. Er íbúar höfuðborgarsvæðisins hvattir til að halda sig eins mikið heima og þeir geta og öllum ráðlagt frá ferðum til og frá höfuðborgarsvæðisins nema brýna nauðsyn beri til. Hægt er að lesa nánar um tilmælin hér. Staðan á Landspítalanum er orðin mjög slæm og sagði Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, að sterklega komi til álita að grípa til enn harðari aðgerða en tóku gildi í gær. Kári segist sáttur við að tökin séu hert á höfuðborgarsvæðinu en telur ákveðna áhættu fólgna í því að undanskilja landsbyggðina. „Þó svo að það hafi verið minna um smit utan höfuðborgarinnar held ég að við séum á það ógnvekjandi stað að kannski sé skynsamlegra að láta þetta gilda um land allt,“ segir Kári. Hann segir tillögurnar skynsamlegar en ekki hafnar yfir gagnrýni. Aðgerðirnar hefðu að hans mati átt að gilda um allt land. Veiran sé búin að dreifa sér víða um höfuðborgarsvæðið. Miðað við hversu mikil umferðin er á milli höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar sé ekki ólíklegt að smituðum fari fjölgandi úti á landi. „Ég hefði tekið landsbyggðina með.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir fulla ástæðu til að óttast veldisvöxt útbreiðslunnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir verulegt áhyggjuefni hvað kórónuveiran hafi náð að dreifa sér víða í samfélaginu. Nauðsynlegt sé að grípa strax til hertari sóttvarnaaðgerða. 6. október 2020 12:06 Hyggst leggja til hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að aðgerðir vegna kórónuveirufarldursins verði hertar á höfuðborgarsvæðinu frá því sem nú er. 6. október 2020 11:19 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
„Ég held að það sé lífsnauðsynlegt að fara í hertar aðgerðir og vildi að okkur hefði borið gæfa til að fara í hertar aðgerðir fyrir tveimur vikum síðan,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, spurður álits vegna frétta af tillögum sóttvarnalæknis um harðari aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu sem hann hyggst senda ráðherra í dag. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 15 í dag. Aðgerðastjórn höfuðborgarsvæðisins fundaði í morgun vegna ástandsins. Er íbúar höfuðborgarsvæðisins hvattir til að halda sig eins mikið heima og þeir geta og öllum ráðlagt frá ferðum til og frá höfuðborgarsvæðisins nema brýna nauðsyn beri til. Hægt er að lesa nánar um tilmælin hér. Staðan á Landspítalanum er orðin mjög slæm og sagði Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, að sterklega komi til álita að grípa til enn harðari aðgerða en tóku gildi í gær. Kári segist sáttur við að tökin séu hert á höfuðborgarsvæðinu en telur ákveðna áhættu fólgna í því að undanskilja landsbyggðina. „Þó svo að það hafi verið minna um smit utan höfuðborgarinnar held ég að við séum á það ógnvekjandi stað að kannski sé skynsamlegra að láta þetta gilda um land allt,“ segir Kári. Hann segir tillögurnar skynsamlegar en ekki hafnar yfir gagnrýni. Aðgerðirnar hefðu að hans mati átt að gilda um allt land. Veiran sé búin að dreifa sér víða um höfuðborgarsvæðið. Miðað við hversu mikil umferðin er á milli höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar sé ekki ólíklegt að smituðum fari fjölgandi úti á landi. „Ég hefði tekið landsbyggðina með.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir fulla ástæðu til að óttast veldisvöxt útbreiðslunnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir verulegt áhyggjuefni hvað kórónuveiran hafi náð að dreifa sér víða í samfélaginu. Nauðsynlegt sé að grípa strax til hertari sóttvarnaaðgerða. 6. október 2020 12:06 Hyggst leggja til hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að aðgerðir vegna kórónuveirufarldursins verði hertar á höfuðborgarsvæðinu frá því sem nú er. 6. október 2020 11:19 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Forsætisráðherra segir fulla ástæðu til að óttast veldisvöxt útbreiðslunnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir verulegt áhyggjuefni hvað kórónuveiran hafi náð að dreifa sér víða í samfélaginu. Nauðsynlegt sé að grípa strax til hertari sóttvarnaaðgerða. 6. október 2020 12:06
Hyggst leggja til hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að aðgerðir vegna kórónuveirufarldursins verði hertar á höfuðborgarsvæðinu frá því sem nú er. 6. október 2020 11:19