Innlent

Prestur innflytjenda ekki lengur Vinstri grænn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Toshiki Toma, prestur innflytjenda, hefur látið sjá sig á mótmælaaðgerðum No borders undanfarin misseri.
Toshiki Toma, prestur innflytjenda, hefur látið sjá sig á mótmælaaðgerðum No borders undanfarin misseri. Vísir/Vilhelm

Toshiki Toma, prestur innflytjenda, er genginn úr Vinstri hreyfingunni grænu framboði. Presturinn greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Hann segist hafa verið í flokknum í 15-16 ár, ekki verið virkur en þó stuðningsmaður allan þann tíma.

Ástæðan segir Toshiki vera stöðuga bylgju kúgunar og óréttlætis dómsmálayfirvalda í garð hælisleitenda undanfarin ár. Þar segir hann áhugaleysi Vinstri grænna komið yfir mörk sín.

Toshiki segist styðja VG að mörgu leyti. Þá sé hann ekki hrifinn af því viðhorfi að segjast ekki styðja neinn flokk.

„En stundum verður maður að kjósa þá leið. Sú leið er einnig tjáning manns.“

Hann segir ekkert persónubundið vesen varðandi ákvörðun sína. Hann sé samt vonsvikinn. Þá þakkar hann VG fyrir gott verk hingað til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×