Innlent

Metfjöldi sjúkraflutninga síðasta sólarhringinn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Enn eykst álagið á slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og spilar þriðja bylgja Covid-19 þar stóran þátt en farið var í metfjölda sjúkraflutninga vegna sjúkdómsins síðasta sólarhring.
Enn eykst álagið á slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og spilar þriðja bylgja Covid-19 þar stóran þátt en farið var í metfjölda sjúkraflutninga vegna sjúkdómsins síðasta sólarhring. Vísir/Vilhelm

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór í 49 sjúkraflutninga vegna Covid-19 síðastliðinn sólarhring.

Í færslunni segir að enn aukist álagið hjá slökkviliðinu. Alls var farið í 149 sjúkraflutninga síðasta sólarhringinn og er það metfjöldi að því er segir í Facebook-færslu slökkviliðsins í morgun. Þar af voru þrettán með forgangi sem sé frekar lágt hlutfall.

„Þess má geta að við höfum tvöfalda fararæki sem við notum í þessi verkefni eða 9 bíla alls, en á sam tíma var slökkvibíll aðeins einu sinni kallaður út en það var vegna vatnsleka í heimahúsi,“ segir í færslu slökkviliðsins sem sjá má hér fyrir neðan.

Góðan dag. Enn eykst álagið hér á bæ, síðasta sólarhringinn voru 149 sjúkraflutningar framkæmdir hjá okkur þar af 13 með...

Posted by Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs. on Thursday, October 8, 2020

Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegu fréttinni var talað um metfjölda sjúkraflutninga vegna Covid-19 en rétt er að um er að ræða metfjölda sjúkraflutninga almennt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×