Innlent

Rúðubrot í miðbæ og í Breiðholti

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Maðurinn sem braut rúðu í miðbænum var á rafskútu og með hund í eftirdragi. 
Maðurinn sem braut rúðu í miðbænum var á rafskútu og með hund í eftirdragi.  Vísir/Vilhelm

Lögreglan var kölluð til rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi þar sem maður var að brjóta rúðu í miðbænum. Lögregla fann manninn skömmu síðar og fékk hann að gista fangageymslu í nótt. Að sögn lögreglu var hann á rafskútu og með hund. Hann er grunaður um eignaspjöll, þjófnað, vörslu fíkniefna og brot á lögum um velferð dýra.

Um svipað leyti var tilkynnt um eignaspjöll í fjölbýlishúsi í Breiðholti þar sem rúða var brotin og tveir menn höfðu komist inn í þvottahús. Þar höfðu þeir skrúfað fyrir vatnið, líklega til að aftengja þvottavélar en stálu þó engu. Ekki er ljóst í skeyti lögreglu hvort þeir hafi verið handteknir.

Rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi braust þjófur síðan inn á skrifstofu verslunar í Grafarvogi og náði að hafa á brott með sér lausafé. Ekki er þó ljóst hve miklu var stolið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×