Bjóða umbun í þeirri von að leysa morð á þýskum bakpokaferðalangi Atli Ísleifsson skrifar 15. október 2020 08:14 Simone Strobel var myrt í Ástralíu árið 2005. Þýski leikskólakennarinn Simone Strobel var myrt í Ástralíu árið 2005 og enn hefur enginn verið ákærður í málinu. Áströlsk yfirvöld hafa nú boðið eina milljón Ástralíudala til þess sem kemur fram með upplýsingar sem leiðir til þess að málið leysist. Upphæðin svarar til um 100 milljóna króna. ABC segir frá málinu, en síðast sást til Strobel, sem var frá Bæjaralandi, í hjólhýsagarði í smábænum Lismore á austurströnd Ástralíu eftir að hafa skemmt sér með kærasta sínum og vinum í febrúar 2005. Lík hinnar 25 ára Strobel fannst svo falið undir pálmalaufum á nálægum íþróttavelli sex dögum síðar. Saksóknarar og lögregla frá bæði Ástralíu og heimabæ hennar, Würzburg, hafa unnið saman að því að leysa málið, en enn hefur engin ákæra verið gefin út. Þurfa aðstoð Lögregla í Nýju Suður-Wales greindi frá því í dag að til stæði að bjóða þeim sem kæmi með upplýsingar sem leiddu til ákæru og sakfellingar í málinu umbun að upphæð einnar milljónar Ástralíudala. „Við höfum haldið áfram að rannsaka sönnunargögn og rætt við vitni síðustu fimmtán árin en við þurfum frekari hjálp frá almenningi til að komast endanlega að því hvað kom fyrir Simone,“ sagði Scott Tanner hjá lögreglunni í Richmond. Tobias Suckfuell var kærasti Strobel á þeim tíma er hún var myrt.Getty Fólk sem situr á upplýsingum Lögregla telur víst að fólk bæði í Ástralíu og Þýskalandi sitji enn á upplýsingum sem ekki hafi verið komið á framfæri. „Við beinum því til þessa fólks að stíga fram, þar sem það er einungis tímaspursmál þar sem lögregla mun banka á hurð ykkar og þú verður þá dregin til ábyrgðar vegna þinna gjörða.“ Umbun sem þessi hefur áður reynst áströlsku lögreglunni vel, en fyrr á árinu tókst lögreglu þar í landi að leysa þrjátíu ára gamalt morðmál þegar tveimur milljónum Ástralíudala var boðið þeim sem kæmi með upplýsingar sem myndu leiða til handtöku og sakfellingar vegna morðsins á Bandaríkjamanninum Scott Johnson árið 1988. Ástralía Þýskaland Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Þýski leikskólakennarinn Simone Strobel var myrt í Ástralíu árið 2005 og enn hefur enginn verið ákærður í málinu. Áströlsk yfirvöld hafa nú boðið eina milljón Ástralíudala til þess sem kemur fram með upplýsingar sem leiðir til þess að málið leysist. Upphæðin svarar til um 100 milljóna króna. ABC segir frá málinu, en síðast sást til Strobel, sem var frá Bæjaralandi, í hjólhýsagarði í smábænum Lismore á austurströnd Ástralíu eftir að hafa skemmt sér með kærasta sínum og vinum í febrúar 2005. Lík hinnar 25 ára Strobel fannst svo falið undir pálmalaufum á nálægum íþróttavelli sex dögum síðar. Saksóknarar og lögregla frá bæði Ástralíu og heimabæ hennar, Würzburg, hafa unnið saman að því að leysa málið, en enn hefur engin ákæra verið gefin út. Þurfa aðstoð Lögregla í Nýju Suður-Wales greindi frá því í dag að til stæði að bjóða þeim sem kæmi með upplýsingar sem leiddu til ákæru og sakfellingar í málinu umbun að upphæð einnar milljónar Ástralíudala. „Við höfum haldið áfram að rannsaka sönnunargögn og rætt við vitni síðustu fimmtán árin en við þurfum frekari hjálp frá almenningi til að komast endanlega að því hvað kom fyrir Simone,“ sagði Scott Tanner hjá lögreglunni í Richmond. Tobias Suckfuell var kærasti Strobel á þeim tíma er hún var myrt.Getty Fólk sem situr á upplýsingum Lögregla telur víst að fólk bæði í Ástralíu og Þýskalandi sitji enn á upplýsingum sem ekki hafi verið komið á framfæri. „Við beinum því til þessa fólks að stíga fram, þar sem það er einungis tímaspursmál þar sem lögregla mun banka á hurð ykkar og þú verður þá dregin til ábyrgðar vegna þinna gjörða.“ Umbun sem þessi hefur áður reynst áströlsku lögreglunni vel, en fyrr á árinu tókst lögreglu þar í landi að leysa þrjátíu ára gamalt morðmál þegar tveimur milljónum Ástralíudala var boðið þeim sem kæmi með upplýsingar sem myndu leiða til handtöku og sakfellingar vegna morðsins á Bandaríkjamanninum Scott Johnson árið 1988.
Ástralía Þýskaland Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira