„Eitthvað sem er ekki mér að kenna“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. október 2020 19:13 Birna og Kristófer eiga von á dreng í næstu viku. Þeim þykir ákvörðun um að neita þeim um lengingu fæðingarorlofsgreiðslna óskiljanlega, enda sé neitunin tilkomin vegna aðgerða stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum. Vísir/Sigurjón Þunguð kona gagnrýnir Fæðingarorlofssjóð fyrir að neita sér um veikindagreiðslur á grundvelli þess að hún hafi ekki verið í vinnu í apríl. Ástæðan fyrir því að hún fékk ekki tekjur í apríl var fyrirskipun stjórnvalda um að loka hárgreiðslustofum, hvar hún starfaði þar til hertar sóttvarnarreglur tóku gildi. Hún hefði fengið greitt úr sjóðnum ef stofunni hefði ekki verið gert að loka. Birna Bergsdóttir er gengin þrjátíu og níu vikur af öðru barni sínu. Hún starfaði á hárgreiðslustofu með fram námi, eða allt þar til hárgreiðslustofum var fyrirskipað að loka í kórónuveirufaraldrinum. Eftir það fór grindargliðnun að gera vart við sig og Birna gat því ekki snúið aftur til starfa. Hún óskaði því eftir lengingu greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði en var hafnað á grundvelli þess að hún fékk ekki laun í apríl. Ástæðan fyrir því að hún fékk ekki laun í apríl var fyrirskipuð lokun hárgreiðslustofa. „Þetta er óréttlátt af því að ástæðan fyrir því að ég fékk neitun var af því að stofunum var lokað, þannig að ef Covid hefði ekki verið þá hefðu stofurnar verið opnar, ég verið að vinna og líklegast hefði ég fengið þennan styrk frá Fæðingarorlofssjóði,“ segir Birna. „En þau neituðu af því að það voru engar tekjur hjá mér. Sem er eitthvað sem er ekki mér að kenna.“ Auður Harðardóttir, móðir Birnu, hefur verið henni innan handar í samskiptum við Vinnumálastofnun og Fæðingarorlofssjóð. Hún hefur sent inn fjölda gagna, veikindavottorð, staðfestingu á hvers vegna Birna var ekki störf og svo mætti lengi telja. „Okkur var bara sagt að þrátt fyrir þessar skýringar þá hafi hún ekki verið með laun í apríl. Computer says no,“ segir Auður. Birna hefur reynt að fá ákvörðuninni hnekkt, en fær alltaf sama svarið: Viðbótargögnin breyta ekki fyrri afgreiðslu. Til að eiga rétt á lengingu þarf viðkomandi að vera í að minnsta kosti 25 prósent starfi síðustu sex mánuði áður en lenging getur hafist. Hún lét einnig reyna á hlutabótaleiðina en starfshlutfallið dugði ekki til að hún ætti rétt á bótum. Birna og barnsfaðir hennar, Kristófer Svavarsson, hafa þar af leiðandi verið tekjulaus undanfarna tvo mánuði, en Kristófer er sjálfur námsmaður. „Það er bara óþægilegt að vera tekjulaus. Það veldur manni áhyggjum og stressi. Óþarfa stressi. Þetta er bara eins og þetta sé leikur hjá þeim. Þangað til þú gefst upp. Og þá eru þau í rauninni búin að vinna,“ segir Kristófer. Bæði eru þau þó afar þakklát fyrir sitt bakland. „Þetta væri ekkert hægt nema því við erum með gott stuðningsnet en fullt af fólki hefur það náttúrlega ekki. Ég veit ekki hvað við myndum gera ef við hefðum ekki hjálp. Þá hefðum við ekkert,“ segir Birna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fæðingarorlof Vinnumarkaður Félagsmál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí Sjá meira
Þunguð kona gagnrýnir Fæðingarorlofssjóð fyrir að neita sér um veikindagreiðslur á grundvelli þess að hún hafi ekki verið í vinnu í apríl. Ástæðan fyrir því að hún fékk ekki tekjur í apríl var fyrirskipun stjórnvalda um að loka hárgreiðslustofum, hvar hún starfaði þar til hertar sóttvarnarreglur tóku gildi. Hún hefði fengið greitt úr sjóðnum ef stofunni hefði ekki verið gert að loka. Birna Bergsdóttir er gengin þrjátíu og níu vikur af öðru barni sínu. Hún starfaði á hárgreiðslustofu með fram námi, eða allt þar til hárgreiðslustofum var fyrirskipað að loka í kórónuveirufaraldrinum. Eftir það fór grindargliðnun að gera vart við sig og Birna gat því ekki snúið aftur til starfa. Hún óskaði því eftir lengingu greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði en var hafnað á grundvelli þess að hún fékk ekki laun í apríl. Ástæðan fyrir því að hún fékk ekki laun í apríl var fyrirskipuð lokun hárgreiðslustofa. „Þetta er óréttlátt af því að ástæðan fyrir því að ég fékk neitun var af því að stofunum var lokað, þannig að ef Covid hefði ekki verið þá hefðu stofurnar verið opnar, ég verið að vinna og líklegast hefði ég fengið þennan styrk frá Fæðingarorlofssjóði,“ segir Birna. „En þau neituðu af því að það voru engar tekjur hjá mér. Sem er eitthvað sem er ekki mér að kenna.“ Auður Harðardóttir, móðir Birnu, hefur verið henni innan handar í samskiptum við Vinnumálastofnun og Fæðingarorlofssjóð. Hún hefur sent inn fjölda gagna, veikindavottorð, staðfestingu á hvers vegna Birna var ekki störf og svo mætti lengi telja. „Okkur var bara sagt að þrátt fyrir þessar skýringar þá hafi hún ekki verið með laun í apríl. Computer says no,“ segir Auður. Birna hefur reynt að fá ákvörðuninni hnekkt, en fær alltaf sama svarið: Viðbótargögnin breyta ekki fyrri afgreiðslu. Til að eiga rétt á lengingu þarf viðkomandi að vera í að minnsta kosti 25 prósent starfi síðustu sex mánuði áður en lenging getur hafist. Hún lét einnig reyna á hlutabótaleiðina en starfshlutfallið dugði ekki til að hún ætti rétt á bótum. Birna og barnsfaðir hennar, Kristófer Svavarsson, hafa þar af leiðandi verið tekjulaus undanfarna tvo mánuði, en Kristófer er sjálfur námsmaður. „Það er bara óþægilegt að vera tekjulaus. Það veldur manni áhyggjum og stressi. Óþarfa stressi. Þetta er bara eins og þetta sé leikur hjá þeim. Þangað til þú gefst upp. Og þá eru þau í rauninni búin að vinna,“ segir Kristófer. Bæði eru þau þó afar þakklát fyrir sitt bakland. „Þetta væri ekkert hægt nema því við erum með gott stuðningsnet en fullt af fólki hefur það náttúrlega ekki. Ég veit ekki hvað við myndum gera ef við hefðum ekki hjálp. Þá hefðum við ekkert,“ segir Birna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fæðingarorlof Vinnumarkaður Félagsmál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí Sjá meira