Gylfi með fyrirliðabandið er Everton tapaði Anton Ingi Leifsson skrifar 25. október 2020 15:48 Gylfi í leiknum í dag en hann bar fyrrliðabandið Everton í fjarveru Seamus Coleman. Tony McArdle - Everton FC Everton tapaði 2-0 gegn Southampton á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var fyrsta tap Everton á leiktíðinni. Gylfi Þór Sigurðsson var með fyrirliðabandið og byrjaði á miðsvæðinu ásamt Allan og Abdoulaye Doucoure. TEAM NEWS! @jamesdrodriguez starts for #EFC! @BenG0dfrey replaces Seamus Coleman to make his first start. @alexiwobi and Gylfi Sigurdsson also included in the line-up.#SOUEVE #COYB pic.twitter.com/DnebEgemDw— Everton (@Everton) October 25, 2020 Íslenski landsliðsmaðurinn var nálægt því að skora fyrsta markið en tréverkið hélt boltanum frá markinu á 19. mínútu. Á 27. mínútu skoraði James Ward-Prowse fyrsta mark leiksins. Hann fékk boltann í teignum eftir sendingu Danny Ings og skoraði með góðu skoti. Einungis átta mínútum síðar tvöfölduðu heimamenn forystuna. Che Adams skoraði þá eftir fyrirgjöf en aftur var arkitektinn Danny Ings. Danny Ings has provided as many assists in this game as he managed in the entire 2019-20 Premier League campaign.Goalscorer turned creator. pic.twitter.com/paKIbHWQU2— Squawka Football (@Squawka) October 25, 2020 Staðan var 2-0 í hálfleik en Everton náði lítið að ógna heimamönnum. Gylfi var tekinn af velli eftir klukkutímaleik en á 72. mínútu fékk Lucas Digne rautt spjald. Fleiri urðu mörkin ekki og sanngjarn sigur Southampton. Everton er áfram á toppi deildarinar með þrettán stig en Southampton er í 5. sætinu með tíu stig. Enski boltinn
Everton tapaði 2-0 gegn Southampton á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var fyrsta tap Everton á leiktíðinni. Gylfi Þór Sigurðsson var með fyrirliðabandið og byrjaði á miðsvæðinu ásamt Allan og Abdoulaye Doucoure. TEAM NEWS! @jamesdrodriguez starts for #EFC! @BenG0dfrey replaces Seamus Coleman to make his first start. @alexiwobi and Gylfi Sigurdsson also included in the line-up.#SOUEVE #COYB pic.twitter.com/DnebEgemDw— Everton (@Everton) October 25, 2020 Íslenski landsliðsmaðurinn var nálægt því að skora fyrsta markið en tréverkið hélt boltanum frá markinu á 19. mínútu. Á 27. mínútu skoraði James Ward-Prowse fyrsta mark leiksins. Hann fékk boltann í teignum eftir sendingu Danny Ings og skoraði með góðu skoti. Einungis átta mínútum síðar tvöfölduðu heimamenn forystuna. Che Adams skoraði þá eftir fyrirgjöf en aftur var arkitektinn Danny Ings. Danny Ings has provided as many assists in this game as he managed in the entire 2019-20 Premier League campaign.Goalscorer turned creator. pic.twitter.com/paKIbHWQU2— Squawka Football (@Squawka) October 25, 2020 Staðan var 2-0 í hálfleik en Everton náði lítið að ógna heimamönnum. Gylfi var tekinn af velli eftir klukkutímaleik en á 72. mínútu fékk Lucas Digne rautt spjald. Fleiri urðu mörkin ekki og sanngjarn sigur Southampton. Everton er áfram á toppi deildarinar með þrettán stig en Southampton er í 5. sætinu með tíu stig.
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti