„Hryllilega slæmt fyrir okkar landsliðsfólk“ Sindri Sverrisson skrifar 30. október 2020 16:00 Hörður Axel Vilhjálmsson má ekki frekar en annað íþróttafólk æfa sína íþrótt á Íslandi fram til 17. nóvember. vísir/bára Landsliðsfólk Íslands í körfubolta, sem búsett er hér á landi, leikur í undankeppnum stórmóta í nóvember án þess að hafa getað æft íþrótt sína í drjúgan tíma. Hertar aðgerðir stjórnvalda, sem taka gildi á miðnætti, fela meðal annars í sér íþróttabann á öllu landinu til 17. nóvember. Það þýðir að landsliðsfólk í körfubolta þarf að búa sig undir komandi leiki með einstaklingsæfingum, utan körfuboltasalarins. Tólf af þrettán leikmönnum kvennalandsliðsins búa á Íslandi og munu því ekki geta æft fyrir komandi ferð til Krítar, þar sem liðið mætir Slóveníu 12. nóvember og Búlgaríu 15. nóvember, í undankeppni EM. Karlalandsliðið fer til Slóvakíu 21. nóvember. Það var ákvörðun FIBA, alþjóða körfuboltasambandsins, að landsleikir færu fram í nóvember þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn, og að þeir yrðu í svokölluðum „sóttvarnakúlum“ í ákveðnum löndum. Kvennalandsliðið átti að mæta til Krítar 7. nóvember en þar sem að flug til Lundúna féll niður þarf liðið að ferðast 8. nóvember og treysta á að FIBA sætti sig við það. Það þýðir að liðið fær örfáa daga til æfinga á Krít fyrir leikina. Geta ekki einu sinni farið í salinn og skotið á körfu „Þessar fréttir í dag breyta ekki formlegum undirbúningi landsliðsins, en auðvitað er þetta slæmt fyrir stelpurnar því núna geta þær ekkert æft. Þær geta ekki einu sinni farið og skotið á körfu, í rúma viku, í undirbúningi fyrir landsleiki. Þetta er mjög slæmt,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. „Við munum klárlega skoða möguleikann á undanþágum til æfinga, þó að ég sé ekki bjartsýnn á slíkt,“ segir Hannes. Hann fer með kvennalandsliðinu til Krítar og var nýbúinn í fyrsta Covid-prófinu af mörgum sem hópurinn þarf að fara í vegna landsleikjanna, þegar hann ræddi við Vísi. Sara Rún Hinriksdóttir er eini leikmaður kvennalandsliðsins sem spilar utan Íslands en hún er leikmaður Leicester Riders í Englandi.vísir/bára KKÍ barðist fyrir því að FIBA myndi hætta við landsleikina í nóvember vegna ástandsins, en talaði fyrir daufum eyrum. Það að staða íslensks landsliðsfólks hvað undirbúning varðar sé nú orðin enn verri breytir væntanlega engu þar um. Karlarnir út eftir enn lengri bið án æfinga Þó að nokkrir af helstu leikmönnum karlalandsliðs Íslands spili erlendis mun íþróttabannið hér á landi einnig bitna á því liði fyrir ferðina til Slóvakíu 21. nóvember. Ísland mætir þar Lúxemborg og Kósóvó í forkeppni HM. „Ef reglurnar gilda til 17. nóvember þá geta þeir leikmenn sem spila hér heima nánast ekkert gert fram að ferðinni út. Í karlalandsliðinu eru þó vissulega færri sem spila hér heima en í kvennalandsliðinu,“ segir Hannes sem eins og fyrr segir hyggst kanna möguleikann á undanþágu frá æfingabanni fyrir landsliðin. Formaðurinn vildi þó ítreka að enginn gerði lítið úr þeirri stöðu sem væri á landinu í baráttunni við kórónuveiruna: „Veiran er andstæðingurinn, enginn annar, og við verðum óháð öllu öðru að standa saman næstu 2-3 vikurnar svo við fáum eins eðlilegt líf og hægt er eftir 17. nóvember. Það skiptir mestu máli. Að sama skapi er samt hryllilega slæmt fyrir okkar landsliðsfólk að geta ekki komist inn í íþróttahús til að æfa.“ Ljóst er að tíðindi dagsins hafa einnig í för með sér að keppni frestast í íslensku körfuboltadeildunum. Ráðgert hafði verið að hefja keppni þar að nýju um miðjan nóvember en nú er unnið að nýrri áætlun. Körfubolti Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ísland í ruslflokk og bann ef KKÍ neitaði að spila landsleikina í nóvember Landslið Íslands í körfubolta verða ekki í sínu besta ástandi þegar þau leika í undankeppnum stórmóta í nóvember. FIBA neitaði að fresta leikjunum. 19. október 2020 15:30 Þrír nýliðar í hópnum sem fer til Krítar Benedikt Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið þrettán leikmenn í Grikklandsför kvennalandsliðsins í körfubolta í nóvember. 26. október 2020 11:54 Íþróttastarf leggst af Heilbrigðisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi í dag að íþróttastarf verði lagt af næstu tvær til þrjár vikurnar. 30. október 2020 13:13 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Landsliðsfólk Íslands í körfubolta, sem búsett er hér á landi, leikur í undankeppnum stórmóta í nóvember án þess að hafa getað æft íþrótt sína í drjúgan tíma. Hertar aðgerðir stjórnvalda, sem taka gildi á miðnætti, fela meðal annars í sér íþróttabann á öllu landinu til 17. nóvember. Það þýðir að landsliðsfólk í körfubolta þarf að búa sig undir komandi leiki með einstaklingsæfingum, utan körfuboltasalarins. Tólf af þrettán leikmönnum kvennalandsliðsins búa á Íslandi og munu því ekki geta æft fyrir komandi ferð til Krítar, þar sem liðið mætir Slóveníu 12. nóvember og Búlgaríu 15. nóvember, í undankeppni EM. Karlalandsliðið fer til Slóvakíu 21. nóvember. Það var ákvörðun FIBA, alþjóða körfuboltasambandsins, að landsleikir færu fram í nóvember þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn, og að þeir yrðu í svokölluðum „sóttvarnakúlum“ í ákveðnum löndum. Kvennalandsliðið átti að mæta til Krítar 7. nóvember en þar sem að flug til Lundúna féll niður þarf liðið að ferðast 8. nóvember og treysta á að FIBA sætti sig við það. Það þýðir að liðið fær örfáa daga til æfinga á Krít fyrir leikina. Geta ekki einu sinni farið í salinn og skotið á körfu „Þessar fréttir í dag breyta ekki formlegum undirbúningi landsliðsins, en auðvitað er þetta slæmt fyrir stelpurnar því núna geta þær ekkert æft. Þær geta ekki einu sinni farið og skotið á körfu, í rúma viku, í undirbúningi fyrir landsleiki. Þetta er mjög slæmt,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. „Við munum klárlega skoða möguleikann á undanþágum til æfinga, þó að ég sé ekki bjartsýnn á slíkt,“ segir Hannes. Hann fer með kvennalandsliðinu til Krítar og var nýbúinn í fyrsta Covid-prófinu af mörgum sem hópurinn þarf að fara í vegna landsleikjanna, þegar hann ræddi við Vísi. Sara Rún Hinriksdóttir er eini leikmaður kvennalandsliðsins sem spilar utan Íslands en hún er leikmaður Leicester Riders í Englandi.vísir/bára KKÍ barðist fyrir því að FIBA myndi hætta við landsleikina í nóvember vegna ástandsins, en talaði fyrir daufum eyrum. Það að staða íslensks landsliðsfólks hvað undirbúning varðar sé nú orðin enn verri breytir væntanlega engu þar um. Karlarnir út eftir enn lengri bið án æfinga Þó að nokkrir af helstu leikmönnum karlalandsliðs Íslands spili erlendis mun íþróttabannið hér á landi einnig bitna á því liði fyrir ferðina til Slóvakíu 21. nóvember. Ísland mætir þar Lúxemborg og Kósóvó í forkeppni HM. „Ef reglurnar gilda til 17. nóvember þá geta þeir leikmenn sem spila hér heima nánast ekkert gert fram að ferðinni út. Í karlalandsliðinu eru þó vissulega færri sem spila hér heima en í kvennalandsliðinu,“ segir Hannes sem eins og fyrr segir hyggst kanna möguleikann á undanþágu frá æfingabanni fyrir landsliðin. Formaðurinn vildi þó ítreka að enginn gerði lítið úr þeirri stöðu sem væri á landinu í baráttunni við kórónuveiruna: „Veiran er andstæðingurinn, enginn annar, og við verðum óháð öllu öðru að standa saman næstu 2-3 vikurnar svo við fáum eins eðlilegt líf og hægt er eftir 17. nóvember. Það skiptir mestu máli. Að sama skapi er samt hryllilega slæmt fyrir okkar landsliðsfólk að geta ekki komist inn í íþróttahús til að æfa.“ Ljóst er að tíðindi dagsins hafa einnig í för með sér að keppni frestast í íslensku körfuboltadeildunum. Ráðgert hafði verið að hefja keppni þar að nýju um miðjan nóvember en nú er unnið að nýrri áætlun.
Körfubolti Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ísland í ruslflokk og bann ef KKÍ neitaði að spila landsleikina í nóvember Landslið Íslands í körfubolta verða ekki í sínu besta ástandi þegar þau leika í undankeppnum stórmóta í nóvember. FIBA neitaði að fresta leikjunum. 19. október 2020 15:30 Þrír nýliðar í hópnum sem fer til Krítar Benedikt Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið þrettán leikmenn í Grikklandsför kvennalandsliðsins í körfubolta í nóvember. 26. október 2020 11:54 Íþróttastarf leggst af Heilbrigðisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi í dag að íþróttastarf verði lagt af næstu tvær til þrjár vikurnar. 30. október 2020 13:13 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Ísland í ruslflokk og bann ef KKÍ neitaði að spila landsleikina í nóvember Landslið Íslands í körfubolta verða ekki í sínu besta ástandi þegar þau leika í undankeppnum stórmóta í nóvember. FIBA neitaði að fresta leikjunum. 19. október 2020 15:30
Þrír nýliðar í hópnum sem fer til Krítar Benedikt Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið þrettán leikmenn í Grikklandsför kvennalandsliðsins í körfubolta í nóvember. 26. október 2020 11:54
Íþróttastarf leggst af Heilbrigðisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi í dag að íþróttastarf verði lagt af næstu tvær til þrjár vikurnar. 30. október 2020 13:13
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti