Erlent

Lista­verk af sporði hvals kom í veg fyrir að lest hrapaði til jarðar

Atli Ísleifsson skrifar
Spijkenisse er að finna í suðurhluta Rotterdam.
Spijkenisse er að finna í suðurhluta Rotterdam. AP

Listaverk af sporðum hvala í hollenska bænum Spijkenisse kom í veg fyrir að lest, sem hafði farið í gegnum hindrun á upphækkaðri lestarstöð, hrapaði til jarðar í gærkvöldi.

Ótrúlegar myndir hafa birst af vettvangi þar sem sjá má lestina hvíla á einum sporðinum.

Ótrúleg sena í Spijkenisse.AP

AP segir frá því að lestarstjórinn hafi sloppið ómeiddur og að engir farþegar hafi verið um borð þegar slysið varð, en um endastöð á umræddri neðanjarðarlestarleið er að ræða.

Spijkenisse er að finna í suðurhluta Rotterdam.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×