Innlent

Mökum og að­stand­endum ó­heimilt að fylgja konum í óm­skoðun

Atli Ísleifsson skrifar
Landspítalinn er nú á neyðarstigi.
Landspítalinn er nú á neyðarstigi. Getty

Hvorki mökum né aðstandendum verður heimilt að fylgja konum í ómskoðun á fósturgreiningu 21B á Landspítalanum frá morgundeginum. 

Þetta kemur fram á vef Landspítalans en ákvörðunin er tekin vegna hertra reglna í samfélaginu í tengslum við Covid-19 og þeirri staðreynd að Landspítali er á neyðarstigi.

„Makar/aðstandendur eru beðnir um að bíða úti í bíl en ekki á biðstofum.

Óskað er eftir því að fólk sýni starfsfólki deildarinnar skilning vegna þessarar ákvörðunar,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×