Liverpool goðsögn vill ekki að Diogo Jota byrji gegn Man City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2020 10:31 Diogo Jota kemur inn fyrir Roberto Firmino á meðan knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp fylgist vel með. Getty/Andrew Powell Liverpool mætir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina og nú er ekki lengur á hreinu hver á að spila frammi með þeim Mohamed Salah og Sadio Mané. Þrenna Diogo Jota í Meistaradeildinni ætti að flestra mati að tryggja honum sæti í byrjunarliði Liverpool í risaleiknum á móti City á sunnudaginn en Liverpool goðsögnin John Barnes yrði ekki sáttur við það. John Barnes er harður á því að Jürgen Klopp eigi að taka Roberto Firmino aftur inn í byrjunarliðið fyrir þennan mikilvæga leik sem er í margra augum einn af úrslitaleiknum tímabilsins. John Barnes explains why Firmino is a better bet than hat-trick hero Jota against Man City... https://t.co/xRx49j8H8l— TEAMtalk (@TEAMtalk) November 5, 2020 Diogo Jota hefur nú skorað í fjórum leikjum í röð og setti þrennu á móti Atalanta í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið. Hann er nú kominn með sjö mörk í fyrstu tíu leikjum sínum með Liverpool. Heilaga framherjaþrenningin hjá Klopp; Mohamed Salah, Sadio Mané og Roberto Firmino, er því ekki lengur svo heilög. Roberto Firmino hefur ekki verið alltof sannfærandi og margir vilja sjá Diogo Jota komast fram fyrir hann í goggunarröðinni. Byrjuanrliðið á móti Manchester City mun segja mikið enda byrja þar væntanlega þrír bestu framherjar Liverpool liðsins í dag. „Jota skoraði þrennu en það þýðir ekki að hann fari sjálfkrafa inn í byrjunarliðið á móti Manchester City,“ sagði John Barnes við talkSPORT. Who should start for #LFC against #MCFC this weekend? — Sky Sports (@SkySports) November 5, 2020 „Ég held að gerð leiksins ráði því hverjir byrja og á móti hverjum er verið að spila og hvernig það lið spilar. Á móti liði eins og Manchester City, þegar þú verður ekki eins mikið með boltann, þá væri betra að vera með mann eins og Firmino,“ sagði Barnes. „Þú þarf leikmann eins og Bobby Firmino, ekki bara til að halda boltanum heldur einnig til að vinna varnarvinnuna. Ef þú ert að spila á móti Atalanta og Leeds, lið sem opna sig meira, þá sér maður Jota koma frekar inn,“ sagði Barnes. John Barnes er einnig á því að Thiago Alcantara ætti ekki að spila á móti Manchester City því það væri betra fyrir varnarleik liðsins að tefla fram mönnum eins og þeim Georginio Wijnaldum, Jordan Henderson og Fabinho. This is different class from Jurgen Klopp Making sure to praise Diogo Jota AND Roberto Firmino... pic.twitter.com/I0SxJeVUYm— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) November 4, 2020 Liverpool getur náð átta stiga forskoti á Manchetser City með því að vinna leikinn á sunnudaginn en hann fer fram á heimavelli Manchester City. John Barnes spilaði með Liverpool frá 1987 til 1997. Hann varð enskur meistari með félaginu bæði 1988 og 1990 og svo enskur bikarmeistari 1989 og 1992. Barnes skoraði 106 mörk í 403 leikjum fyrir félagið af miðjunni og lagði upp ófá mörkin. Blaðamenn kusu Barnes besta leikmann deildarinnar á báðum titiltímabilunum eða 1987-88 og 1989-90. Enski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira
Liverpool mætir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina og nú er ekki lengur á hreinu hver á að spila frammi með þeim Mohamed Salah og Sadio Mané. Þrenna Diogo Jota í Meistaradeildinni ætti að flestra mati að tryggja honum sæti í byrjunarliði Liverpool í risaleiknum á móti City á sunnudaginn en Liverpool goðsögnin John Barnes yrði ekki sáttur við það. John Barnes er harður á því að Jürgen Klopp eigi að taka Roberto Firmino aftur inn í byrjunarliðið fyrir þennan mikilvæga leik sem er í margra augum einn af úrslitaleiknum tímabilsins. John Barnes explains why Firmino is a better bet than hat-trick hero Jota against Man City... https://t.co/xRx49j8H8l— TEAMtalk (@TEAMtalk) November 5, 2020 Diogo Jota hefur nú skorað í fjórum leikjum í röð og setti þrennu á móti Atalanta í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið. Hann er nú kominn með sjö mörk í fyrstu tíu leikjum sínum með Liverpool. Heilaga framherjaþrenningin hjá Klopp; Mohamed Salah, Sadio Mané og Roberto Firmino, er því ekki lengur svo heilög. Roberto Firmino hefur ekki verið alltof sannfærandi og margir vilja sjá Diogo Jota komast fram fyrir hann í goggunarröðinni. Byrjuanrliðið á móti Manchester City mun segja mikið enda byrja þar væntanlega þrír bestu framherjar Liverpool liðsins í dag. „Jota skoraði þrennu en það þýðir ekki að hann fari sjálfkrafa inn í byrjunarliðið á móti Manchester City,“ sagði John Barnes við talkSPORT. Who should start for #LFC against #MCFC this weekend? — Sky Sports (@SkySports) November 5, 2020 „Ég held að gerð leiksins ráði því hverjir byrja og á móti hverjum er verið að spila og hvernig það lið spilar. Á móti liði eins og Manchester City, þegar þú verður ekki eins mikið með boltann, þá væri betra að vera með mann eins og Firmino,“ sagði Barnes. „Þú þarf leikmann eins og Bobby Firmino, ekki bara til að halda boltanum heldur einnig til að vinna varnarvinnuna. Ef þú ert að spila á móti Atalanta og Leeds, lið sem opna sig meira, þá sér maður Jota koma frekar inn,“ sagði Barnes. John Barnes er einnig á því að Thiago Alcantara ætti ekki að spila á móti Manchester City því það væri betra fyrir varnarleik liðsins að tefla fram mönnum eins og þeim Georginio Wijnaldum, Jordan Henderson og Fabinho. This is different class from Jurgen Klopp Making sure to praise Diogo Jota AND Roberto Firmino... pic.twitter.com/I0SxJeVUYm— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) November 4, 2020 Liverpool getur náð átta stiga forskoti á Manchetser City með því að vinna leikinn á sunnudaginn en hann fer fram á heimavelli Manchester City. John Barnes spilaði með Liverpool frá 1987 til 1997. Hann varð enskur meistari með félaginu bæði 1988 og 1990 og svo enskur bikarmeistari 1989 og 1992. Barnes skoraði 106 mörk í 403 leikjum fyrir félagið af miðjunni og lagði upp ófá mörkin. Blaðamenn kusu Barnes besta leikmann deildarinnar á báðum titiltímabilunum eða 1987-88 og 1989-90.
Enski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira