Frændi eiganda Man. City að eignast enska félagið Derby County Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2020 15:51 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, ræðir hér við eignandann Sheikh Mansour bin Zayed Al Nahyan og stjórnarformanninn Khaldoon Al Mubarak. Getty/Victoria Haydn Sheikh Khaled er að eignast enska b-deildarfélagið Derby County fyrir sextíu milljónir punda en forráðamenn Derby hafa staðfest að enska b-deildin hafi samþykkt kaupin. Sheikh Khaled kaupir félagið af Mel Morris sem hefur samþykkt að selja félagið sem hann hefur átt í sex ár. Morris mun þó líklegast halda áfram afskiptum sínum af félaginu sem sérlegur ráðgjafi nýja eigandans. Derby County owner Mel Morris has agreed a deal in principle to sell the Championship club to a cousin of Manchester City owner Sheikh Mansour. https://t.co/9tiVb1VFK6 pic.twitter.com/PTAe9wYoMW— BBC Sport (@BBCSport) November 6, 2020 Það er hefð fyrir því í fjölskyldu Sheikh Khaled að eignast erlend knattspyrnufélög en hann er í hinni frægu konungsfjölskyldu í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sheikh Khaled er nefnilega frændi Sheikh Mansour, eiganda Manchester City. Sheikh Mansour og félagið City Football Group eiga knattspyrnufélög út um allan heim eins og New York City FC í Bandaríkjunum, Montevideo City Torque í Úrúgvæ Melbourne City í Ástralíu og Lommel í Belgíu. Morris ákvað að reyna að setja félagið eftir að Derby County mistókst að komast upp í ensku úrvalsdeildina á síðustu árum en liðið tapaði meðal annars í úrslitaleik umspilsins vorið 2019 þegar knattspyrnustjóri þess var Frank Lmapard. Derby County confirm Abu Dhabi royal Sheikh Khaled - cousin of Man City's Sheikh Mansour - is on verge of £60m takeover https://t.co/u4OVaI6r3B— MailOnline Sport (@MailSport) November 6, 2020 Hollendingurinn Phillip Cocu er knattspyrnustjóri Derby í dag en það er ekki búist við því að hann haldi þeirri stöðu mikið lengur og leikur helgarinnar gæti orðið sá síðasti hjá honum. Derby liðið hefur aðeins unnið einn af fyrstu tíu leikjum sínum í ensku b-deildinni á þessu tímabili og situr liðið eins og er í 23. sæti deildarinnar. Liðið væri á botninum ef að stigin hefðu ekki verið tekin af Sheffield Wednesday. Phillip Cocu, Morris og stjórnarformaðurinn Stephen Pearce eru allir í sóttkví eftir að Pearce fékk kórónuveiruna. Þeir höfðu funduð rétt áður, væntanlega um framtíð Cocu hjá liðunu. Enski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira
Sheikh Khaled er að eignast enska b-deildarfélagið Derby County fyrir sextíu milljónir punda en forráðamenn Derby hafa staðfest að enska b-deildin hafi samþykkt kaupin. Sheikh Khaled kaupir félagið af Mel Morris sem hefur samþykkt að selja félagið sem hann hefur átt í sex ár. Morris mun þó líklegast halda áfram afskiptum sínum af félaginu sem sérlegur ráðgjafi nýja eigandans. Derby County owner Mel Morris has agreed a deal in principle to sell the Championship club to a cousin of Manchester City owner Sheikh Mansour. https://t.co/9tiVb1VFK6 pic.twitter.com/PTAe9wYoMW— BBC Sport (@BBCSport) November 6, 2020 Það er hefð fyrir því í fjölskyldu Sheikh Khaled að eignast erlend knattspyrnufélög en hann er í hinni frægu konungsfjölskyldu í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sheikh Khaled er nefnilega frændi Sheikh Mansour, eiganda Manchester City. Sheikh Mansour og félagið City Football Group eiga knattspyrnufélög út um allan heim eins og New York City FC í Bandaríkjunum, Montevideo City Torque í Úrúgvæ Melbourne City í Ástralíu og Lommel í Belgíu. Morris ákvað að reyna að setja félagið eftir að Derby County mistókst að komast upp í ensku úrvalsdeildina á síðustu árum en liðið tapaði meðal annars í úrslitaleik umspilsins vorið 2019 þegar knattspyrnustjóri þess var Frank Lmapard. Derby County confirm Abu Dhabi royal Sheikh Khaled - cousin of Man City's Sheikh Mansour - is on verge of £60m takeover https://t.co/u4OVaI6r3B— MailOnline Sport (@MailSport) November 6, 2020 Hollendingurinn Phillip Cocu er knattspyrnustjóri Derby í dag en það er ekki búist við því að hann haldi þeirri stöðu mikið lengur og leikur helgarinnar gæti orðið sá síðasti hjá honum. Derby liðið hefur aðeins unnið einn af fyrstu tíu leikjum sínum í ensku b-deildinni á þessu tímabili og situr liðið eins og er í 23. sæti deildarinnar. Liðið væri á botninum ef að stigin hefðu ekki verið tekin af Sheffield Wednesday. Phillip Cocu, Morris og stjórnarformaðurinn Stephen Pearce eru allir í sóttkví eftir að Pearce fékk kórónuveiruna. Þeir höfðu funduð rétt áður, væntanlega um framtíð Cocu hjá liðunu.
Enski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira