Enski boltinn

Svona væri staðan í ensku úr­vals­deildinni ef miðað væri við xG

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jota, Firmino og Klopp væru með eini stigi minna en enn á toppi deildarinnar. 
Jota, Firmino og Klopp væru með eini stigi minna en enn á toppi deildarinnar.  Andrew Powell/Liverpool FC

Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með sextán stig, einu meira en þeir ættu að vera með miðað við „Expected points“. Manchester United er einnig með einu stigi meira en þeir ættu að vera með.

Twitter-síðan The xG Philosophy setti inn áhugaverða færslu í gær þar sem farið er yfir stöðuna í enska boltanum. Þar er einnig farið ofan í þaulana á xG-stöðu liðanna.

„Expected points“ eða áætluð stig eru reiknð þannig að reiknað er hversu mörg mörk liðin hafa átt að skora í áætluðum leik (e. expected scored goals) og hversu mörg mörk liðin „hefðu“ átt að fá á sig (e. expected conceded goals).

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley eru á botni deildarinnar með eitt stig. Ef horft er á stöðuna í „Expected points“ töflunni ætti Burnley að vera með sjö stig.

Manchester United er með sex stig í xG-töflunni en eru með sjö stig í alvöru töflunni. Sömu sögu má segja af Liverpool. Þeir eru með einu stigi meira en þeir „ættu“ að vera með.

Alla „xG“ töfluna má sjá hér að neðan en stöðuna í ensku úrvalsdeildinni má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×