Versta tap Tom Brady á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2020 11:30 Tom Brady gengur svekktur af velli í gær. Það gekk ekkert upp hjá honum í þessum leik á móti Saints. AP/Mark LoMoglio Tom Brady og félagar hans í Tampa Bay Buccaneers fengu mjög slæma útreið á heimavelli í NFL-deildinni í nótt þegar liðið steinlá á móti New Orleans Saints. New Orleans Saints vann nefnilega 38-3 sigur á Tampa Bay Buccaneers í NFL-deildinni í nótt í leik sem átti að vera uppgjör á milli goðsagnanna Tom Brady hjá Buccaneers og Drew Brees hjá Saints. Leikurinn var á besta sjónvarpstíma í Bandaríkjunum en hann var ekki góð auglýsing fyrir Tom Brady og öll vopnin hans í Tampa Bay Buccaneers liðinu. Tipped twice and it's a BIG MAN INT. #Saints : #NOvsTB on NBC : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/6yfKIAre48 pic.twitter.com/4szsJV0ixz— NFL (@NFL) November 9, 2020 Það fylgir líka sögunni að Buccaneers liðið var mun sigurstranglegra fyrir leikinn og liðið var nú komið með stjörnuútherjann Antonio Brown. Það dugði hins vegar skammt og niðurstaðan var hrein hörmungarframmistaða. Einu stigin hjá Buccaneers liðinu komu ekki fyrr en undir lok leiksins þegar staðan var orðin 38-0. Tom Brady hafði þá kastað boltanum þrisvar sinnum í hendur andstæðinganna. „Þetta var sjokkerandi. Að horfa á það hvernig við æfðum alla vikuna og allt sjálfstraustið sem við komum með inn í þennan leik. Við þurfum að fara til baka og horfa á okkur sjálfa í spegli og þá er ég að tala um þjálfarana, leikmennina og alla. Þetta rasskelltu okkur á öllum sviðum leiksins,“ sagði Bruce Arians, þjálfari Tampa Bay Buccaneers. .@DrewBrees' fourth TD adds to his all-time passing TD record (564). #Saints : #NOvsTB on NBC : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/6yfKIAre48 pic.twitter.com/tqItDSdFyo— NFL (@NFL) November 9, 2020 Þetta er versta tap Tom Brady á ferlinum en hann hafði mest áður tapað 31-0 á móti Buffalo Bills árið 2003. Það sem vekur sérstaklega athygli er að þetta er í þriðja sinn á tímabilinu sem Tom Brady og félagar spila illa í kvöldleik eða þegar mesta athyglin er á liðinu. Í öll skiptin hefur liðið spilað mjög illa. Drew Brees átti aftur á móti flottan leik með New Orleans Saints og sendi fjórar snertimarkssendingar án þess að kasta einu sinni frá sér. Hann var líka búinn að endurheimta útherjann snjalla Michael Thomas sem hefur verið meiddur allt tímabilið. FINAL: The @Saints make a statement on Sunday Night Football. #Saints #NOvsTB (by @Lexus) pic.twitter.com/hCbsAVSXrH— NFL (@NFL) November 9, 2020 NFL Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sjá meira
Tom Brady og félagar hans í Tampa Bay Buccaneers fengu mjög slæma útreið á heimavelli í NFL-deildinni í nótt þegar liðið steinlá á móti New Orleans Saints. New Orleans Saints vann nefnilega 38-3 sigur á Tampa Bay Buccaneers í NFL-deildinni í nótt í leik sem átti að vera uppgjör á milli goðsagnanna Tom Brady hjá Buccaneers og Drew Brees hjá Saints. Leikurinn var á besta sjónvarpstíma í Bandaríkjunum en hann var ekki góð auglýsing fyrir Tom Brady og öll vopnin hans í Tampa Bay Buccaneers liðinu. Tipped twice and it's a BIG MAN INT. #Saints : #NOvsTB on NBC : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/6yfKIAre48 pic.twitter.com/4szsJV0ixz— NFL (@NFL) November 9, 2020 Það fylgir líka sögunni að Buccaneers liðið var mun sigurstranglegra fyrir leikinn og liðið var nú komið með stjörnuútherjann Antonio Brown. Það dugði hins vegar skammt og niðurstaðan var hrein hörmungarframmistaða. Einu stigin hjá Buccaneers liðinu komu ekki fyrr en undir lok leiksins þegar staðan var orðin 38-0. Tom Brady hafði þá kastað boltanum þrisvar sinnum í hendur andstæðinganna. „Þetta var sjokkerandi. Að horfa á það hvernig við æfðum alla vikuna og allt sjálfstraustið sem við komum með inn í þennan leik. Við þurfum að fara til baka og horfa á okkur sjálfa í spegli og þá er ég að tala um þjálfarana, leikmennina og alla. Þetta rasskelltu okkur á öllum sviðum leiksins,“ sagði Bruce Arians, þjálfari Tampa Bay Buccaneers. .@DrewBrees' fourth TD adds to his all-time passing TD record (564). #Saints : #NOvsTB on NBC : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/6yfKIAre48 pic.twitter.com/tqItDSdFyo— NFL (@NFL) November 9, 2020 Þetta er versta tap Tom Brady á ferlinum en hann hafði mest áður tapað 31-0 á móti Buffalo Bills árið 2003. Það sem vekur sérstaklega athygli er að þetta er í þriðja sinn á tímabilinu sem Tom Brady og félagar spila illa í kvöldleik eða þegar mesta athyglin er á liðinu. Í öll skiptin hefur liðið spilað mjög illa. Drew Brees átti aftur á móti flottan leik með New Orleans Saints og sendi fjórar snertimarkssendingar án þess að kasta einu sinni frá sér. Hann var líka búinn að endurheimta útherjann snjalla Michael Thomas sem hefur verið meiddur allt tímabilið. FINAL: The @Saints make a statement on Sunday Night Football. #Saints #NOvsTB (by @Lexus) pic.twitter.com/hCbsAVSXrH— NFL (@NFL) November 9, 2020
NFL Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sjá meira