Albanía nefnd sem mögulegur leikstaður Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. nóvember 2020 20:16 Úr leik Íslands og Englands á Laugardalsvelli. Vísir/Hulda Mögulegur leikstaður leiks Englands og Íslands í Þjóðadeildinni í knattspyrnu breytist með hverri mínútunni. Nú hefur Albanía verið nefnd sem möguleiki en fyrr í dag var talað um að leikurinn gæti farið fram í Grikklandi eða að enska liðið þyrfti einfaldlega að gefa leikinn og tapa honum þar með 3-0. Vegna kórónuveirusmita í minkum í Danmörku hafa verið settar nýjar sóttvarnareglur í Bretlandi. Komi fólk frá Danmörku þarf fólk að fara í sóttkví. Verða engar undanþágur gerðar. Ed Aarons hjá The Guardian segir að enska knattspyrnusambandið hafi fundað með ríkisstjórn Bretlands í nær allan dag. Ljóst er að leikurinn mun að öllum líkindum ekki fara fram á Wembley í Lundúnum þar sem íslenska landsliðið mætir Danmörku þremur dögum fyrir leik Englands og Íslands. England v Iceland could be played in Albania if Covid rules out Wembley https://t.co/o3WDHOR3DG— The Guardian (@guardian) November 9, 2020 Í ágúst tilkynnti UEFA að Pólland, Ungverjaland, Grikkland og Kýpur hefðu öll boðist til að halda leiki sem ekki gætu farið fram í öðrum löndum vegna kórónuveirunnar. Nú hefur smitum í áðurnefndum löndum fjölgað til muna og koma þau því í raun ekki lengur til greina. Því hefur Albanía verði nefnd til sögunnar sem mögulegur leikstaður fyrir leik Englands og Íslands. Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi hafa sagt að engar undanþágur verði gerðar á sóttkví ef fólk kemur frá Danmörku. Þetta setur ýmis lið ensku úrvalsdeildarinnar í erfiða stöðu en nokkrir af lykilmönnum danska liðsins leika í Englandi. Þar má helst nefna Kasper Schmeichel sem leikur með Leicester City og Pierre-Emile Højbjerg sem leikur með Tottenham Hotspur. Þá var greint frá því fyrr í dag að leikmenn enska landsliðsins þyrftu einnig að fara í sóttkví við heimkomuna þar sem þeir hefðu komist í kynni við fólk sem hefði verið í Danmörku. Ísland mætir Ungverjalandi í leik um sæti á EM næsta sumar á fimmtudaginn kemur. Í kjölfarið fylgja svo tveir leikir í Þjóðadeildinni. Fyrst gegn Danmörku og svo gegn Englandi. Hvort síðasti leikurinn muni fara fram verður að koma í ljós. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ísland gæti þurft að mæta Englandi á Grikklandi Enn ríkir óvissa um leik Englands og Íslands í Þjóðadeildinni í fótbolta í næstu viku, vegna nýrra sóttvarnareglna í Bretlandi. 9. nóvember 2020 14:31 Sky Sports: England gæti þurft að gefa leikinn gegn Íslandi Samkvæmt heimildum Sky Sports gæti enska landsliðið þurft að gefa leikinn gegn Íslandi fari svo að leikur Íslands og Danmerkur fari fram. 9. nóvember 2020 18:30 Arnór Ingvi ekki með gegn Ungverjum eftir allt Ákveðið hefur verið að Arnór Ingvi Traustason leiki ekki með íslenska landsliðinu gegn því ungverska. 9. nóvember 2020 10:43 „Best að halda öllum öruggum“ Arnór Ingvi Traustason segir það hundfúlt en rétta ákvörðun að hann skyldi vera tekinn út úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi á fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM. 9. nóvember 2020 13:32 Uppselt á Ungverjaleikinn en enginn mætir Þeir 20 þúsund miðar sem settir voru í sölu á úrslitaleik Ungverjalands og Íslands, um sæti á EM karla í fótbolta, seldust fjótt upp. Nú er hins vegar ljóst að engir áhorfendur verða á leiknum. 9. nóvember 2020 11:01 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Sjá meira
Mögulegur leikstaður leiks Englands og Íslands í Þjóðadeildinni í knattspyrnu breytist með hverri mínútunni. Nú hefur Albanía verið nefnd sem möguleiki en fyrr í dag var talað um að leikurinn gæti farið fram í Grikklandi eða að enska liðið þyrfti einfaldlega að gefa leikinn og tapa honum þar með 3-0. Vegna kórónuveirusmita í minkum í Danmörku hafa verið settar nýjar sóttvarnareglur í Bretlandi. Komi fólk frá Danmörku þarf fólk að fara í sóttkví. Verða engar undanþágur gerðar. Ed Aarons hjá The Guardian segir að enska knattspyrnusambandið hafi fundað með ríkisstjórn Bretlands í nær allan dag. Ljóst er að leikurinn mun að öllum líkindum ekki fara fram á Wembley í Lundúnum þar sem íslenska landsliðið mætir Danmörku þremur dögum fyrir leik Englands og Íslands. England v Iceland could be played in Albania if Covid rules out Wembley https://t.co/o3WDHOR3DG— The Guardian (@guardian) November 9, 2020 Í ágúst tilkynnti UEFA að Pólland, Ungverjaland, Grikkland og Kýpur hefðu öll boðist til að halda leiki sem ekki gætu farið fram í öðrum löndum vegna kórónuveirunnar. Nú hefur smitum í áðurnefndum löndum fjölgað til muna og koma þau því í raun ekki lengur til greina. Því hefur Albanía verði nefnd til sögunnar sem mögulegur leikstaður fyrir leik Englands og Íslands. Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi hafa sagt að engar undanþágur verði gerðar á sóttkví ef fólk kemur frá Danmörku. Þetta setur ýmis lið ensku úrvalsdeildarinnar í erfiða stöðu en nokkrir af lykilmönnum danska liðsins leika í Englandi. Þar má helst nefna Kasper Schmeichel sem leikur með Leicester City og Pierre-Emile Højbjerg sem leikur með Tottenham Hotspur. Þá var greint frá því fyrr í dag að leikmenn enska landsliðsins þyrftu einnig að fara í sóttkví við heimkomuna þar sem þeir hefðu komist í kynni við fólk sem hefði verið í Danmörku. Ísland mætir Ungverjalandi í leik um sæti á EM næsta sumar á fimmtudaginn kemur. Í kjölfarið fylgja svo tveir leikir í Þjóðadeildinni. Fyrst gegn Danmörku og svo gegn Englandi. Hvort síðasti leikurinn muni fara fram verður að koma í ljós. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ísland gæti þurft að mæta Englandi á Grikklandi Enn ríkir óvissa um leik Englands og Íslands í Þjóðadeildinni í fótbolta í næstu viku, vegna nýrra sóttvarnareglna í Bretlandi. 9. nóvember 2020 14:31 Sky Sports: England gæti þurft að gefa leikinn gegn Íslandi Samkvæmt heimildum Sky Sports gæti enska landsliðið þurft að gefa leikinn gegn Íslandi fari svo að leikur Íslands og Danmerkur fari fram. 9. nóvember 2020 18:30 Arnór Ingvi ekki með gegn Ungverjum eftir allt Ákveðið hefur verið að Arnór Ingvi Traustason leiki ekki með íslenska landsliðinu gegn því ungverska. 9. nóvember 2020 10:43 „Best að halda öllum öruggum“ Arnór Ingvi Traustason segir það hundfúlt en rétta ákvörðun að hann skyldi vera tekinn út úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi á fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM. 9. nóvember 2020 13:32 Uppselt á Ungverjaleikinn en enginn mætir Þeir 20 þúsund miðar sem settir voru í sölu á úrslitaleik Ungverjalands og Íslands, um sæti á EM karla í fótbolta, seldust fjótt upp. Nú er hins vegar ljóst að engir áhorfendur verða á leiknum. 9. nóvember 2020 11:01 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Sjá meira
Ísland gæti þurft að mæta Englandi á Grikklandi Enn ríkir óvissa um leik Englands og Íslands í Þjóðadeildinni í fótbolta í næstu viku, vegna nýrra sóttvarnareglna í Bretlandi. 9. nóvember 2020 14:31
Sky Sports: England gæti þurft að gefa leikinn gegn Íslandi Samkvæmt heimildum Sky Sports gæti enska landsliðið þurft að gefa leikinn gegn Íslandi fari svo að leikur Íslands og Danmerkur fari fram. 9. nóvember 2020 18:30
Arnór Ingvi ekki með gegn Ungverjum eftir allt Ákveðið hefur verið að Arnór Ingvi Traustason leiki ekki með íslenska landsliðinu gegn því ungverska. 9. nóvember 2020 10:43
„Best að halda öllum öruggum“ Arnór Ingvi Traustason segir það hundfúlt en rétta ákvörðun að hann skyldi vera tekinn út úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi á fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM. 9. nóvember 2020 13:32
Uppselt á Ungverjaleikinn en enginn mætir Þeir 20 þúsund miðar sem settir voru í sölu á úrslitaleik Ungverjalands og Íslands, um sæti á EM karla í fótbolta, seldust fjótt upp. Nú er hins vegar ljóst að engir áhorfendur verða á leiknum. 9. nóvember 2020 11:01