Manchester United og Manchester City áttust við í úrvalsdeild kvenna á Englandi í dag. Lokatölur 2-2 eftir að gestirnir frá bláa hluta borgarinnar komust 2-0 yfir í fyrri hálfleik.
Chloe Kelly kom Man City yfir strax á 9. mínútu leiksins og stefndi í að það yrði eina mark fyrri hálfleiksins.
What a finish, @lauracoombs91!@ManCityWomen are 0-2 up in the derby. #WomensFootballWeekend pic.twitter.com/0C4RyyrJlm
— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) November 14, 2020
Allt kom fyrir ekki en í uppbótartíma hans tvöfaldaði Laura Coombs forystu City-kvenna og gestirnir því 2-0 yfir er liðin gengu til búningsherbergja.
Hin bandaríska Tobin Heath – sem skaut létt á City fyrir leik – minnkaði muninn á 54. mínútu leiksins með þessu líka rosalega marki.
FAO: @NASA
— Manchester United Women (@ManUtdWomen) November 14, 2020
Now we push on for another!
#MUWomen
#BarclaysFAWSL
#WomensFootballWeekend pic.twitter.com/AbcXgXda86
Tuttugu mínútum síðar jafnað Kirsty Hanson svo metin eftir klafs í teignum. Staðan orðin 2-2 og reyndust það lokatölur þó svo að Man Utd hafi fengið tækifæir til að fullkomna endurkomuna undir lok leiks en Demi Stokes bjargaði þá á línu fyrir gestina.
Man United heldur þar með toppsæti deildarinnar en liðið hefur unnið fimm af fyrstu sjö leikjum sínum í deildinni og gert tvö jafntefli til þessa. Liðin fyrir neðan eiga þó leik og leiki til góða.
City er í 5. sæti með 12 stig eftir sjö umferðir.
Mörkin ásamt fleiri atvikum úr leiknum má sjá á Twitter-síðu ensku úrvalsdeildarinnar.