Erik Hamrén, fráfarandi þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, hefur verið orðaður undanfarna daga við AaB í dönsku úrvalsdeildinni.
Eftir að ljóst var að Hamrén myndi ekki halda áfram með íslenska landsliðið fóru sögusagnir af stað um Álaborgarliðið sem leitar nú þjálfara.
Jacob Friis sagði starfi sínu lausu fyrir nokkrum vikum og nú er Íslandsvinurinn Peter Feher tímabundið þjálfari Álaborgarliðsins en hann var áður aðstoðarmaður Friis.
Hamrén gerði AaB að dönskum meisturum tímabilið 2007/2008 og hann er í miklum metum hjá stuðningsmönnum liðsins sem horfa hýru auga til þess spænska.
I Aalborg er man på jakt etter ny hovedtrener. Flere navn er nevnt, og en av de aktuelle trenerne befinner seg i Vestfold. Den danske storklubben, der Inge André Olsen er sportsdirektør, skal nemlig ha vist interesse for Martí Cifuentes #sandefjord #SuperAab #sldk
— Jonas Giæver (@CheGiaevara) November 18, 2020
Nú er hins vegar kominn annar Íslandsvinur í umræðuna; hinn spænski Marti Cifuentes. Hann er þjálfari Sandefjord í Noregi en hjá Sandefjord eru á mála Íslendingarnir Viðar Ari Jónsson og Emil Pálsson.
Marti Cifuentes hefur gefið það út að hann muni hætta með Sandefjord eftir yfirstandandi leiktíð en hann tók við liðinu 31. maí árið 2018. Þar áður hafði hann þjálfað í heimalandinu.
Það verður því fróðlegt að sjá hvað Álaborgarliðið gerir en þeir hafa unnið sína síðustu þrjá leiki.