„Stundum eru bara engin önnur úrræði“ Sylvía Hall skrifar 27. nóvember 2020 19:09 Katrín Jakobsdóttir. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir samstöðu hafa verið innan ríkisstjórnarinnar um að setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar. Það sé þó alltaf algjört neyðarúrræði að grípa til lagasetningar vegna vinnudeilna. Að mati Katrínar hafi verið reynt til þrautar að ná saman við samningaborðið en það hafi ekki tekist. Það hafi verið ljóst þegar flugvirkjar höfnuðu innanhússtillögu ríkissáttasemjara í gærkvöldi að ekki yrði lengra komist að svo stöddu. Flugvirkjar höfnuðu sáttatillögu ríkissáttasemjara í gær sem fól í sér að núgildandi kjarasamningur flugvirkja yrði framlengdur til 31. desember 2021, til loka næsta árs. „Síðan er það hitt sjónarmiðið, sem réttlætir þessa lagasetningu, og það er í raun sú staða sem uppi er gagnvart öryggi sjófarenda og ferðalanga á landi með þyrlur Landhelgisgæslunnar lamaðar vegna vinnudeilu.“ Katrín segir aldrei ánægjulegt að þurfa að setja lög á verkföll. Hún hafi þó áður tekið þátt í slíkri lagasetningu og miðað við stöðu mála nú hafi ekkert annað verið í boði. „Það er auðvitað þannig að stundum eru bara engin önnur úrræði í stöðunni. Ég tel að þessi deila hafi verið á þeim stað, og hún hafi það alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir öryggi almennings, að það réttlæti þetta.“ Stefnt er að því að klára umræður um frumvarpið á Alþingi í kvöld, en það er nú til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd. Kjaramál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Segja ríkið ætla sér það eitt að rjúfa tenginguna Stjórn Flugvirkjafélags Ísland segir ljóst að það eina sem vaki fyrir íslenska ríkinu sé að slíta tengingu samnings flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni vi. Formaður félagsins telur litlar líkur á því að samninganefndir flugvirkja og ríkisins nái saman fyrir 4. janúar. 27. nóvember 2020 12:51 Setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands. 27. nóvember 2020 11:09 Gæslan segir flugvirkja ekki hafa mætt til vinnu sem hafi átt að mæta Landhelgisgæslan segir að viðhald á TF-GRO, þyrlu Gæslunnar, hafi gengið mun hægar en vonir voru bundnar við vegna þess að ekki hafi allir flugvirkjar, sem Gæslan telur að eigi að vera við vinnu, mætt til að sinna því. 27. nóvember 2020 08:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sjá meira
Að mati Katrínar hafi verið reynt til þrautar að ná saman við samningaborðið en það hafi ekki tekist. Það hafi verið ljóst þegar flugvirkjar höfnuðu innanhússtillögu ríkissáttasemjara í gærkvöldi að ekki yrði lengra komist að svo stöddu. Flugvirkjar höfnuðu sáttatillögu ríkissáttasemjara í gær sem fól í sér að núgildandi kjarasamningur flugvirkja yrði framlengdur til 31. desember 2021, til loka næsta árs. „Síðan er það hitt sjónarmiðið, sem réttlætir þessa lagasetningu, og það er í raun sú staða sem uppi er gagnvart öryggi sjófarenda og ferðalanga á landi með þyrlur Landhelgisgæslunnar lamaðar vegna vinnudeilu.“ Katrín segir aldrei ánægjulegt að þurfa að setja lög á verkföll. Hún hafi þó áður tekið þátt í slíkri lagasetningu og miðað við stöðu mála nú hafi ekkert annað verið í boði. „Það er auðvitað þannig að stundum eru bara engin önnur úrræði í stöðunni. Ég tel að þessi deila hafi verið á þeim stað, og hún hafi það alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir öryggi almennings, að það réttlæti þetta.“ Stefnt er að því að klára umræður um frumvarpið á Alþingi í kvöld, en það er nú til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd.
Kjaramál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Segja ríkið ætla sér það eitt að rjúfa tenginguna Stjórn Flugvirkjafélags Ísland segir ljóst að það eina sem vaki fyrir íslenska ríkinu sé að slíta tengingu samnings flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni vi. Formaður félagsins telur litlar líkur á því að samninganefndir flugvirkja og ríkisins nái saman fyrir 4. janúar. 27. nóvember 2020 12:51 Setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands. 27. nóvember 2020 11:09 Gæslan segir flugvirkja ekki hafa mætt til vinnu sem hafi átt að mæta Landhelgisgæslan segir að viðhald á TF-GRO, þyrlu Gæslunnar, hafi gengið mun hægar en vonir voru bundnar við vegna þess að ekki hafi allir flugvirkjar, sem Gæslan telur að eigi að vera við vinnu, mætt til að sinna því. 27. nóvember 2020 08:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sjá meira
Segja ríkið ætla sér það eitt að rjúfa tenginguna Stjórn Flugvirkjafélags Ísland segir ljóst að það eina sem vaki fyrir íslenska ríkinu sé að slíta tengingu samnings flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni vi. Formaður félagsins telur litlar líkur á því að samninganefndir flugvirkja og ríkisins nái saman fyrir 4. janúar. 27. nóvember 2020 12:51
Setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands. 27. nóvember 2020 11:09
Gæslan segir flugvirkja ekki hafa mætt til vinnu sem hafi átt að mæta Landhelgisgæslan segir að viðhald á TF-GRO, þyrlu Gæslunnar, hafi gengið mun hægar en vonir voru bundnar við vegna þess að ekki hafi allir flugvirkjar, sem Gæslan telur að eigi að vera við vinnu, mætt til að sinna því. 27. nóvember 2020 08:00