Segja Real ætla að næla í bæði Håland og Mbappé Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. nóvember 2020 23:00 Undrabörnin tvö heilsast fyrir leik Borussia Dortmund og Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu fyrr á þessu ári. Alex Grimm/Getty Images Spænska stórveldið Real Madrid vill festa kaup á bæði Erling Braut Håland og Kylian Mbappé á komandi misserum. Talið er að spænski risinn stefni á að báðir leikmenn verði komnar í hinar frægu hvítu treyjur félagsins sumarið 2022. Það er miðillinn FourFourTwo sem greinir frá. Samkvæmt heimildum miðilsins ætla Spánarmeistararnir að festa kaup á franska undrabarninu Mbappé þegar þessari leiktíð lýkur og sumarið 2022 er ætlunin að fá norska mannbarnið Håland sömuleiðis. Ástæðan er sú að það sumar verður klásúla virk í samningi Håland við Borussia Dortmund sem gerir Real kleift að kaupa leikmanninn á 75 milljónir evra. Mbappé hefur lengi verið orðaður við Real og var talið að Real gæti reynt að næla í kauða er hann gekk í raðir Paris Saint-Germain árið 2018. Zinedine Zidane, þjálfari Real, er að byggja upp nýtt lið og er Mbappé efstur á lista yfir leikmenn sem hann vill fá næsta sumar. Á listanum er einnig Eduardo Camavinga, 18 ára miðjumaður Rennes í Frakklandi. Hvort Zidane stefni á að næla í fleiri landa sína verður að koma í ljós en tveir Frakkar eru nú þegar í röðum liðsins. Það eru varnarmennirnir Ferland Mendy og Raphaël Varane. Erling Braut Håland er með eftirsóttari leikmönnum Evrópu og er talið að flest stórlið álfunnar reyni að næla í hann er klásúlan verður virk. Håland hefur verið magnaður í liði Dortmund það sem af er tímabili og er kominn með 17 mörk í aðeins 13 leikjum. Enginn hefur skorað 16 mörk í Meistaradeild Evrópu jafn hratt og Håland, það tók hann aðeins 12 leiki. Gengi Real hefur verið slakt það sem af er leiktíð og verður forvitnilegt að sjá hvort leikmenn á borð við Mbappé og Håland hafi áhuga á að færa sig til Madrídar-borgar ef Real er aðeins næst besta lið borgarinnar þegar tímabilinu lýkur. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Þriðji leikurinn í röð án sigurs hjá Real | Atletico jafnt Sociedad á toppnum Real Madrid tapaði í kvöld 1-2 fyrir Deportivo Alaves á heimavelli sínum í spænsku úrvalsdeildinni. Var þetta þriðji leikur Real án sigurs í spænsku deildinni. 28. nóvember 2020 22:00 Baskarnir, Januzaj og Silva í draumaheimi Byrjun Real Sociedad á leiktíðinni í spænska boltanum hefur verið draumi líkust og enn betri en þegar Xabi Alonso fór með liðinu í titilbaráttu fyrir 17 árum. 29. nóvember 2020 09:46 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Sjá meira
Talið er að spænski risinn stefni á að báðir leikmenn verði komnar í hinar frægu hvítu treyjur félagsins sumarið 2022. Það er miðillinn FourFourTwo sem greinir frá. Samkvæmt heimildum miðilsins ætla Spánarmeistararnir að festa kaup á franska undrabarninu Mbappé þegar þessari leiktíð lýkur og sumarið 2022 er ætlunin að fá norska mannbarnið Håland sömuleiðis. Ástæðan er sú að það sumar verður klásúla virk í samningi Håland við Borussia Dortmund sem gerir Real kleift að kaupa leikmanninn á 75 milljónir evra. Mbappé hefur lengi verið orðaður við Real og var talið að Real gæti reynt að næla í kauða er hann gekk í raðir Paris Saint-Germain árið 2018. Zinedine Zidane, þjálfari Real, er að byggja upp nýtt lið og er Mbappé efstur á lista yfir leikmenn sem hann vill fá næsta sumar. Á listanum er einnig Eduardo Camavinga, 18 ára miðjumaður Rennes í Frakklandi. Hvort Zidane stefni á að næla í fleiri landa sína verður að koma í ljós en tveir Frakkar eru nú þegar í röðum liðsins. Það eru varnarmennirnir Ferland Mendy og Raphaël Varane. Erling Braut Håland er með eftirsóttari leikmönnum Evrópu og er talið að flest stórlið álfunnar reyni að næla í hann er klásúlan verður virk. Håland hefur verið magnaður í liði Dortmund það sem af er tímabili og er kominn með 17 mörk í aðeins 13 leikjum. Enginn hefur skorað 16 mörk í Meistaradeild Evrópu jafn hratt og Håland, það tók hann aðeins 12 leiki. Gengi Real hefur verið slakt það sem af er leiktíð og verður forvitnilegt að sjá hvort leikmenn á borð við Mbappé og Håland hafi áhuga á að færa sig til Madrídar-borgar ef Real er aðeins næst besta lið borgarinnar þegar tímabilinu lýkur.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Þriðji leikurinn í röð án sigurs hjá Real | Atletico jafnt Sociedad á toppnum Real Madrid tapaði í kvöld 1-2 fyrir Deportivo Alaves á heimavelli sínum í spænsku úrvalsdeildinni. Var þetta þriðji leikur Real án sigurs í spænsku deildinni. 28. nóvember 2020 22:00 Baskarnir, Januzaj og Silva í draumaheimi Byrjun Real Sociedad á leiktíðinni í spænska boltanum hefur verið draumi líkust og enn betri en þegar Xabi Alonso fór með liðinu í titilbaráttu fyrir 17 árum. 29. nóvember 2020 09:46 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Sjá meira
Þriðji leikurinn í röð án sigurs hjá Real | Atletico jafnt Sociedad á toppnum Real Madrid tapaði í kvöld 1-2 fyrir Deportivo Alaves á heimavelli sínum í spænsku úrvalsdeildinni. Var þetta þriðji leikur Real án sigurs í spænsku deildinni. 28. nóvember 2020 22:00
Baskarnir, Januzaj og Silva í draumaheimi Byrjun Real Sociedad á leiktíðinni í spænska boltanum hefur verið draumi líkust og enn betri en þegar Xabi Alonso fór með liðinu í titilbaráttu fyrir 17 árum. 29. nóvember 2020 09:46