Mikael stóð sig frábærlega í nýju hlutverki: Líkt við Makélélé Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. desember 2020 07:30 Mikael Anderson átti góðan leik á miðri miðju Midtjylland er liðið sótti Atalanta heim i Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. FC Midtjylland Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson byrjaði sinn fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu er lið hans Midtjylland gerði 1-1 jafntefli við Atalanta í gærkvöld. Íslenskt áhugafólk um knattspyrnu þekkir Mikael Neville nær eingöngu sem vængmann enda er það staðan sem hann leikur alla jafna með Danmerkurmeisturunum sem og íslenska landsliðinu. Í gærkvöld lék hann hins vegar á miðri miðjunni er liðið stillti upp í 5-4-1 leikkerfi. Segja má að leikkerfið hafi skilað sínu en gestirnir frá Danmörku komust óvænt yfir þökk sé þrumufleyg Alexander Scholz - fyrrum leikmanns Stjörnunnar - og fór það svo að Midtjylland náði í sitt fyrsta stig í Meistaradeildinni á leiktíðinni. Hinn 22 ára gamli Mikael lék allan leikinn á miðjunni og fékk hrós fyrir frammistöðu sína. Fékk hann 7 í einkunn á vefsíðunni WhoScored. Hann studdi vel við sóknarleik Midtjylland og átti þrjú skot í leiknum. Þá vann hann þrjár af þeim fimm tæklingum sem hann fór í, hreinsaði þrívegis ásamt því að komast þrisvar inn í sendingar Atalanta [e. interception]. Á Twitter-síðu danska félagsins má finna mynd af Mikael þar sem hann er kallaður Mikaelélé. Lasse Vibe – framherji Midtjylland – líkti frammistöðu Mikael við hinn goðsagnakennda franska landsliðsmann Claude Makélélé sem gerði garðinn frægan með Chelsea og Real Madrid á sínum tíma. Mikaelélé (Credit: @LasseVibe )#ATAFCM | #UCL pic.twitter.com/RJhK5JFiEY— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) December 1, 2020 Eftir að hafa verið vængmaður framan af ferli sínum var Makélélé færður neðar á völlinn í stöðu djúps miðjumanns. Þar blómstraði hann undir stjórn José Mourinho og á endanum var ekki lengur talað um stöðu djúps miðjumanns heldur Makélélé-stöðuna. Hvort Mikael fylgi í fótspor Makélélé hvað varðar breytingar á leikstíl sínum verður einfaldlega að koma í ljós. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Danski boltinn Tengdar fréttir Lukaku heldur Inter á lífi og fyrrum Stjörnumaður skoraði gegn Atalanta Það var líf og fjör í Meistaradeildinni í kvöld. Atletico Madrid náði í stig gegn Evrópumeisturunum í Bayern Munchen og Man. City marði sigur í Portúgal. 1. desember 2020 21:58 Curtis skaut Liverpool í 16-liða úrslitin eftir skógarhlaup Onana Liverpool er komið áfram en Ajax og Atalanta mætast í úrslitaleik um síðasta lausa sætið úr D-riðlinum. 1. desember 2020 21:53 Real Madrid í vandræðum Spænski risinn, Real Madrid, er ekki bara í vandræðum í deildinni heima fyrir því ekki gengur heldur vel í Meistaradeild Evrópu. 1. desember 2020 19:47 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Sjá meira
Íslenskt áhugafólk um knattspyrnu þekkir Mikael Neville nær eingöngu sem vængmann enda er það staðan sem hann leikur alla jafna með Danmerkurmeisturunum sem og íslenska landsliðinu. Í gærkvöld lék hann hins vegar á miðri miðjunni er liðið stillti upp í 5-4-1 leikkerfi. Segja má að leikkerfið hafi skilað sínu en gestirnir frá Danmörku komust óvænt yfir þökk sé þrumufleyg Alexander Scholz - fyrrum leikmanns Stjörnunnar - og fór það svo að Midtjylland náði í sitt fyrsta stig í Meistaradeildinni á leiktíðinni. Hinn 22 ára gamli Mikael lék allan leikinn á miðjunni og fékk hrós fyrir frammistöðu sína. Fékk hann 7 í einkunn á vefsíðunni WhoScored. Hann studdi vel við sóknarleik Midtjylland og átti þrjú skot í leiknum. Þá vann hann þrjár af þeim fimm tæklingum sem hann fór í, hreinsaði þrívegis ásamt því að komast þrisvar inn í sendingar Atalanta [e. interception]. Á Twitter-síðu danska félagsins má finna mynd af Mikael þar sem hann er kallaður Mikaelélé. Lasse Vibe – framherji Midtjylland – líkti frammistöðu Mikael við hinn goðsagnakennda franska landsliðsmann Claude Makélélé sem gerði garðinn frægan með Chelsea og Real Madrid á sínum tíma. Mikaelélé (Credit: @LasseVibe )#ATAFCM | #UCL pic.twitter.com/RJhK5JFiEY— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) December 1, 2020 Eftir að hafa verið vængmaður framan af ferli sínum var Makélélé færður neðar á völlinn í stöðu djúps miðjumanns. Þar blómstraði hann undir stjórn José Mourinho og á endanum var ekki lengur talað um stöðu djúps miðjumanns heldur Makélélé-stöðuna. Hvort Mikael fylgi í fótspor Makélélé hvað varðar breytingar á leikstíl sínum verður einfaldlega að koma í ljós. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Danski boltinn Tengdar fréttir Lukaku heldur Inter á lífi og fyrrum Stjörnumaður skoraði gegn Atalanta Það var líf og fjör í Meistaradeildinni í kvöld. Atletico Madrid náði í stig gegn Evrópumeisturunum í Bayern Munchen og Man. City marði sigur í Portúgal. 1. desember 2020 21:58 Curtis skaut Liverpool í 16-liða úrslitin eftir skógarhlaup Onana Liverpool er komið áfram en Ajax og Atalanta mætast í úrslitaleik um síðasta lausa sætið úr D-riðlinum. 1. desember 2020 21:53 Real Madrid í vandræðum Spænski risinn, Real Madrid, er ekki bara í vandræðum í deildinni heima fyrir því ekki gengur heldur vel í Meistaradeild Evrópu. 1. desember 2020 19:47 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Sjá meira
Lukaku heldur Inter á lífi og fyrrum Stjörnumaður skoraði gegn Atalanta Það var líf og fjör í Meistaradeildinni í kvöld. Atletico Madrid náði í stig gegn Evrópumeisturunum í Bayern Munchen og Man. City marði sigur í Portúgal. 1. desember 2020 21:58
Curtis skaut Liverpool í 16-liða úrslitin eftir skógarhlaup Onana Liverpool er komið áfram en Ajax og Atalanta mætast í úrslitaleik um síðasta lausa sætið úr D-riðlinum. 1. desember 2020 21:53
Real Madrid í vandræðum Spænski risinn, Real Madrid, er ekki bara í vandræðum í deildinni heima fyrir því ekki gengur heldur vel í Meistaradeild Evrópu. 1. desember 2020 19:47