„Í dag er fallinn tímamótadómur“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. desember 2020 18:30 Þórir Skarphéðinsson segir dóminn hafa ótvírætt fordæmisgildi. Vísir/Sigurjón Ríkissjóður gæti þurft að greiða lántakendum hjá Íbúðalánasjóði (nú ÍL-sjóðs) á annan tug milljarða eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi uppgreiðsluþóknun sjóðsins ólögmæta í dag. Lögmaður segir þetta tímamótadóm og mikinn sigur fyrir lántakendur. Um er að ræða lán sem veitt voru árin 2005 til 2013. Heimild sjóðsins til uppgreiðsluþóknunar var byggð á neyðarheimild sem átti að vera hugsuð til að forða áhlaupi og koma í veg fyrir að stórkostlegar uppgreiðslur gætu leitt til fjárþrots hans, en að mati dómsins var heimildin ekki geta verið grundvöllur að löglegri álagningu slíkra gjalda. „Í dag er fallinn tímamótadómur. Þetta er í rauninni sigur, ekki bara fyrir umbjóðendur mína heldur fyrir alla lántaka Íbúðalánasjóðs,“ segir Þórir Skarphéðinsson, lögmaður hjóna sem stefndu sjóðnum vegna gjaldtökunnar. Uppgreiðsluþóknun í þessu máli var sextán prósent, sem Þórir segir hafa verið byggða á ógagnsærri og flókinni reikniformúlu sem hafi gert fólki nánast ómögulegt að endurfjármagna lán sín. Þá feli niðurstaða dómsins enn fremur í sér að óheimilt hafi verið að krefjast þóknunar vegna innborgunar á lán hjá sjóðnum. „Það er þrennt sem þessi niðurstaða felur í sér. Í fyrsta lagi var Íbúðalánasjóði óheimilt að krefja lántaka sína um uppgreiðsluþóknun við uppgreiðslu lána hjá sjóðnum, í öðru lagi er óheimilt að krefjast þóknunar vegna innborgunar á lán hjá sjóðnum. Í þriðja og síðasta lagi þá er öllum þeim einstaklingum sem hafa ekki getað endurfjármagnað lán sín á hagstæðari kjörum vegna áskilnaðar Íbúðalánasjóðs um þóknun, nú á þeim að vera frjálst að gera það án greiðslu einhverra gjalda,“ segir Þórir. Samkvæmt svari við fyrirspurn sem Ólafur Ísleifsson lagði fram á Alþingi árið 2018 tóku tæplega 6.400 manns lán með uppgreiðsluþóknun árin 2008 til 2018. Þá tóku hátt í fjórtán þúsund manns húsnæðislán með skilmálum um uppgreiðslugjöld frá árinu 2005. Tugir milljarða hagsmunir eru því undir. „Það er viðbúið að þeir séu allverulegir,“ segir Þórir. „Það er ljóst að um verulega hagsmuni er að tefla, þannig að ef þetta verður niðurstaðan verður þetta væntanlega verulegt högg fyrir sjóðinn.“ Lögmaður Íbúðalánasjóðs sagði í samtali við fréttastofu að tekin verði ákvörðun eftir helgi um hvort málinu verði áfrýjað. Dómsmál Neytendur Húsnæðismál Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Um er að ræða lán sem veitt voru árin 2005 til 2013. Heimild sjóðsins til uppgreiðsluþóknunar var byggð á neyðarheimild sem átti að vera hugsuð til að forða áhlaupi og koma í veg fyrir að stórkostlegar uppgreiðslur gætu leitt til fjárþrots hans, en að mati dómsins var heimildin ekki geta verið grundvöllur að löglegri álagningu slíkra gjalda. „Í dag er fallinn tímamótadómur. Þetta er í rauninni sigur, ekki bara fyrir umbjóðendur mína heldur fyrir alla lántaka Íbúðalánasjóðs,“ segir Þórir Skarphéðinsson, lögmaður hjóna sem stefndu sjóðnum vegna gjaldtökunnar. Uppgreiðsluþóknun í þessu máli var sextán prósent, sem Þórir segir hafa verið byggða á ógagnsærri og flókinni reikniformúlu sem hafi gert fólki nánast ómögulegt að endurfjármagna lán sín. Þá feli niðurstaða dómsins enn fremur í sér að óheimilt hafi verið að krefjast þóknunar vegna innborgunar á lán hjá sjóðnum. „Það er þrennt sem þessi niðurstaða felur í sér. Í fyrsta lagi var Íbúðalánasjóði óheimilt að krefja lántaka sína um uppgreiðsluþóknun við uppgreiðslu lána hjá sjóðnum, í öðru lagi er óheimilt að krefjast þóknunar vegna innborgunar á lán hjá sjóðnum. Í þriðja og síðasta lagi þá er öllum þeim einstaklingum sem hafa ekki getað endurfjármagnað lán sín á hagstæðari kjörum vegna áskilnaðar Íbúðalánasjóðs um þóknun, nú á þeim að vera frjálst að gera það án greiðslu einhverra gjalda,“ segir Þórir. Samkvæmt svari við fyrirspurn sem Ólafur Ísleifsson lagði fram á Alþingi árið 2018 tóku tæplega 6.400 manns lán með uppgreiðsluþóknun árin 2008 til 2018. Þá tóku hátt í fjórtán þúsund manns húsnæðislán með skilmálum um uppgreiðslugjöld frá árinu 2005. Tugir milljarða hagsmunir eru því undir. „Það er viðbúið að þeir séu allverulegir,“ segir Þórir. „Það er ljóst að um verulega hagsmuni er að tefla, þannig að ef þetta verður niðurstaðan verður þetta væntanlega verulegt högg fyrir sjóðinn.“ Lögmaður Íbúðalánasjóðs sagði í samtali við fréttastofu að tekin verði ákvörðun eftir helgi um hvort málinu verði áfrýjað.
Dómsmál Neytendur Húsnæðismál Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira