Helena Ólafs um mál Jóns Þórs: Fyrst og fremst sorglegt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. desember 2020 19:46 Helena Ólafs ræddi við Rikka G um stöðu Jóns Þórs Haukssonar, landsliðsþjálfara kvenna. Stöð 2 Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi Pepsi Max Markanna á Stöð 2 Sport, sem og fyrrum leikmaður og þjálfari íslenska landsliðsins, segir stöðu íslenska kvennalandsliðsins í dag fyrst og fremst sorglega. Helena ræddi við Sportpakka Stöðvar 2 um stöðuna sem er komin upp hjá A-landsliði kvenna en það stefnir í að Jón Þor Hauksson verði látinn fara, skömmu eftir að hafa tryggt liðinu sæti á EM. Ísland vann 1-0 sigur gegn Ungverjum ytra og tryggði sér þar með sæti á EM í Englandi sumarið 2022. Jón Þór ku hafa farið yfir strikið í fagnaðarlátunum þar sem áfengi var við hönd og látið orð falla sem sæma ekki þjálfara. Er talið að leikmenn séu ekki lengur á hans bandi og staða hans sem landsliðsþjálfara hangir á bláþræði. Helena Ólafsdóttir er þáttastjórnandi Pepsi Max Markanna á Stöð 2 Sport, fyrrum leikmaður og þjálfari íslenska landsliðsins. „Í fyrsta lagi langar mig að segja að þetta er voðalega sorglegt mál, þegar liðið er komið í lokakeppni og við séum í rauninni að ræða þetta. Svona miðað við nýjustu fréttir í dag, að leikmenn ætli kannski ekki að gefa kost á sér í framhaldinu ef hann er við stjórn þá held ég að málið sé orðið svolítið þungt,“ sagði Helena um stöðuna. Hefði Jón Þór átt að segja af sér sjálfur? „Mögulega er það staðan. Það er erfitt að spá og spekúlera, við höfum heyrt ýmislegt og sögur breytast. Kannski er það þægilegra stundum - til að losna hreinlega við umtalið – að hætta bara sjálfur. Þetta er fyrst og fremst sorglegt en að sama skapi fróðlegt hvernig verður tekið á því.“ Getur Jón Þór náð „klefanum“ á sitt band að nýju? „Ég held að það fari alfarið eftir því hvað var sagt og hvernig það fór fram. Eins og ég segi, það er erfitt að geta í eyðurnar. Ef ekki er búið að skemma það mikið myndi ég telja að það væri möguleiki en þetta er erfitt, það er Covid og erfitt að hitta fólk.“ „Ég hreinlega veit það ekki, þetta snýst svo mikið um traust og skilning á milli manna. Vonandi er hægt að græða einhver sár. Svo verður bara KSÍ að meta þetta. Það var starfsmaður á þeirra vegum með í ferðinni og þau hafa þetta rétt, það er alveg öruggt.“ „Þetta er ekki skemmtilegt mál,“ sagði Helena að endingu. Klippa: Helena: Fyrst og fremst sorglegt Fótbolti Sportpakkinn KSÍ EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Segja að KSÍ sé búið að ákveða að reka Jón Þór Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ku hafa ákveðið að segja Jóni Þór Haukssyni upp störfum sem þjálfara kvennalandsliðsins í fótbolta. 7. desember 2020 14:46 Segja grænt ljós á drykkju í Búdapest algjöra undantekningu Ekki er venjan að áfengi sé leyfilegt í ferðum íslensku fótboltalandsliðanna. Gerð var undantekning eftir að kvennalandsliðið tryggði sér sæti á EM í síðustu viku. 7. desember 2020 12:42 Segja að nokkrar fastakonur í landsliðinu íhugi að gefa ekki kost á sér Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu mun vera tekin fyrir hjá stjórn Knattspyrnusambands Íslands í vikunni. 7. desember 2020 07:30 Jón Þór bíður eftir fundi með KSÍ og stelpunum Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara A-landsliðs kvenna er talin hanga á bláþræði í kjölfar framkomu þjálfarans gagnvart leikmönnum eftir frækinn sigur á Ungverjalandi í vikunni. Með sigrinum tryggði landsliðið sér sæti á Evrópumótinu 2022. 5. desember 2020 23:21 Ætlar ekki að tjá sig frekar um uppákomuna Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, vildi ekki tjá sig nánar um það sem fram fór í fagnaðarlátum liðsins eftir að EM sætið var tryggt í Ungverjalandi fyrr í vikunni. 4. desember 2020 19:05 Framkoma Jóns Þórs í fögnuði landsliðsins til skoðunar Framkoma Jóns Þórs Haukssonar landsliðsþjálfara í fögnuði íslenska kvennalandsliðsins eftir að þær tryggðu sér sæti á EM 2022 á þriðjudaginn er til skoðunar hjá KSÍ. Hann var undir áhrifum áfengis og þótti fara yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn. 4. desember 2020 16:51 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
Helena ræddi við Sportpakka Stöðvar 2 um stöðuna sem er komin upp hjá A-landsliði kvenna en það stefnir í að Jón Þor Hauksson verði látinn fara, skömmu eftir að hafa tryggt liðinu sæti á EM. Ísland vann 1-0 sigur gegn Ungverjum ytra og tryggði sér þar með sæti á EM í Englandi sumarið 2022. Jón Þór ku hafa farið yfir strikið í fagnaðarlátunum þar sem áfengi var við hönd og látið orð falla sem sæma ekki þjálfara. Er talið að leikmenn séu ekki lengur á hans bandi og staða hans sem landsliðsþjálfara hangir á bláþræði. Helena Ólafsdóttir er þáttastjórnandi Pepsi Max Markanna á Stöð 2 Sport, fyrrum leikmaður og þjálfari íslenska landsliðsins. „Í fyrsta lagi langar mig að segja að þetta er voðalega sorglegt mál, þegar liðið er komið í lokakeppni og við séum í rauninni að ræða þetta. Svona miðað við nýjustu fréttir í dag, að leikmenn ætli kannski ekki að gefa kost á sér í framhaldinu ef hann er við stjórn þá held ég að málið sé orðið svolítið þungt,“ sagði Helena um stöðuna. Hefði Jón Þór átt að segja af sér sjálfur? „Mögulega er það staðan. Það er erfitt að spá og spekúlera, við höfum heyrt ýmislegt og sögur breytast. Kannski er það þægilegra stundum - til að losna hreinlega við umtalið – að hætta bara sjálfur. Þetta er fyrst og fremst sorglegt en að sama skapi fróðlegt hvernig verður tekið á því.“ Getur Jón Þór náð „klefanum“ á sitt band að nýju? „Ég held að það fari alfarið eftir því hvað var sagt og hvernig það fór fram. Eins og ég segi, það er erfitt að geta í eyðurnar. Ef ekki er búið að skemma það mikið myndi ég telja að það væri möguleiki en þetta er erfitt, það er Covid og erfitt að hitta fólk.“ „Ég hreinlega veit það ekki, þetta snýst svo mikið um traust og skilning á milli manna. Vonandi er hægt að græða einhver sár. Svo verður bara KSÍ að meta þetta. Það var starfsmaður á þeirra vegum með í ferðinni og þau hafa þetta rétt, það er alveg öruggt.“ „Þetta er ekki skemmtilegt mál,“ sagði Helena að endingu. Klippa: Helena: Fyrst og fremst sorglegt
Fótbolti Sportpakkinn KSÍ EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Segja að KSÍ sé búið að ákveða að reka Jón Þór Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ku hafa ákveðið að segja Jóni Þór Haukssyni upp störfum sem þjálfara kvennalandsliðsins í fótbolta. 7. desember 2020 14:46 Segja grænt ljós á drykkju í Búdapest algjöra undantekningu Ekki er venjan að áfengi sé leyfilegt í ferðum íslensku fótboltalandsliðanna. Gerð var undantekning eftir að kvennalandsliðið tryggði sér sæti á EM í síðustu viku. 7. desember 2020 12:42 Segja að nokkrar fastakonur í landsliðinu íhugi að gefa ekki kost á sér Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu mun vera tekin fyrir hjá stjórn Knattspyrnusambands Íslands í vikunni. 7. desember 2020 07:30 Jón Þór bíður eftir fundi með KSÍ og stelpunum Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara A-landsliðs kvenna er talin hanga á bláþræði í kjölfar framkomu þjálfarans gagnvart leikmönnum eftir frækinn sigur á Ungverjalandi í vikunni. Með sigrinum tryggði landsliðið sér sæti á Evrópumótinu 2022. 5. desember 2020 23:21 Ætlar ekki að tjá sig frekar um uppákomuna Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, vildi ekki tjá sig nánar um það sem fram fór í fagnaðarlátum liðsins eftir að EM sætið var tryggt í Ungverjalandi fyrr í vikunni. 4. desember 2020 19:05 Framkoma Jóns Þórs í fögnuði landsliðsins til skoðunar Framkoma Jóns Þórs Haukssonar landsliðsþjálfara í fögnuði íslenska kvennalandsliðsins eftir að þær tryggðu sér sæti á EM 2022 á þriðjudaginn er til skoðunar hjá KSÍ. Hann var undir áhrifum áfengis og þótti fara yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn. 4. desember 2020 16:51 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
Segja að KSÍ sé búið að ákveða að reka Jón Þór Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ku hafa ákveðið að segja Jóni Þór Haukssyni upp störfum sem þjálfara kvennalandsliðsins í fótbolta. 7. desember 2020 14:46
Segja grænt ljós á drykkju í Búdapest algjöra undantekningu Ekki er venjan að áfengi sé leyfilegt í ferðum íslensku fótboltalandsliðanna. Gerð var undantekning eftir að kvennalandsliðið tryggði sér sæti á EM í síðustu viku. 7. desember 2020 12:42
Segja að nokkrar fastakonur í landsliðinu íhugi að gefa ekki kost á sér Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu mun vera tekin fyrir hjá stjórn Knattspyrnusambands Íslands í vikunni. 7. desember 2020 07:30
Jón Þór bíður eftir fundi með KSÍ og stelpunum Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara A-landsliðs kvenna er talin hanga á bláþræði í kjölfar framkomu þjálfarans gagnvart leikmönnum eftir frækinn sigur á Ungverjalandi í vikunni. Með sigrinum tryggði landsliðið sér sæti á Evrópumótinu 2022. 5. desember 2020 23:21
Ætlar ekki að tjá sig frekar um uppákomuna Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, vildi ekki tjá sig nánar um það sem fram fór í fagnaðarlátum liðsins eftir að EM sætið var tryggt í Ungverjalandi fyrr í vikunni. 4. desember 2020 19:05
Framkoma Jóns Þórs í fögnuði landsliðsins til skoðunar Framkoma Jóns Þórs Haukssonar landsliðsþjálfara í fögnuði íslenska kvennalandsliðsins eftir að þær tryggðu sér sæti á EM 2022 á þriðjudaginn er til skoðunar hjá KSÍ. Hann var undir áhrifum áfengis og þótti fara yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn. 4. desember 2020 16:51