Styttra síðan að Hannes varði víti Messi en síðan Messi og Ronaldo mættust Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2020 12:30 Cristiano Ronaldo og Lionel Messi verða á sama velli í kvöld í fyrsta sinn síðan í maí 2018. Getty/Angel Martinez Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í kvöld í Meistaradeildinni í fyrsta sinn fyrir jól og í fyrsta sinn síðan 2018. „Metingurinn“ á milli Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hefur heltekið knattspyrnuheiminn í meira en áratug og í kvöld gæti mögulega verið spilaður einn af síðustu leikjunum þar sem þeir mætast inn á knattspyrnuvellinum. Lið Juventus og Barcelona eru búin að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum Meistaradeildarinnar en það breytir því ekki að margra augu verða örugglega á leik liðanna í kvöld. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mættust að minnsta kosti tvisvar á ári þegar Ronaldo lék á Spáni en það eru meira en 31 mánuður síðan þeir mættust síðast inn á knattspyrnuvellinum. Það er styttra síðan að Hannes Þór Halldórsson varði víti frá Lionel Messi á HM en frá því að Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mættust síðast sem var í maí 2018. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa verið tveir bestu knattspyrnumenn heims síðan að Cristiano Ronaldi var undan að fá Gullboltann árið 2008. Næstu níu ár skiptust þeir á því að vinna Gullboltann og Messi komst upp fyrir Ronaldo með því að vinna hann í sjötta sinn árið 2019. Messi and Ronaldo meet again on Tuesday pic.twitter.com/7oSQxhXuVJ— FOX Soccer (@FOXSoccer) December 7, 2020 Þeir félagar áttu að mætast í fyrri leiknum en Cristiano Ronaldo fékk kórónuveiruna og missti af þeim leik. Lionel Messi skoraði þá úr víti í 2-0 sigri Barcelona. Þessi úrslit þýða að Juventus þarf þriggja marka sigur til að vinna riðilinn. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa alls mæst 35 sinnum á knattspyrnuvellinum og hefur Messi haft betur bæði hvað varðar sigra (16 á móti 10) og mörkum skoruðu (22 á móti 19). Þeir voru reyndar með jafnmörg mörk eftir 31. innbyrðis leik sinn en Lionel Messi hefur skoraði fjórum leikjum þeirra í röð, samtals fimm mörk, á móti aðeins tveimur frá Ronaldo. Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Barcelona, hefur hvílt Lionel Messi í síðustu tveimur leikjum liðsins í Meistaradeildinni eða eftir að liðið hafði unnið fyrstu þrjá leikina, Koeman lofaði því að Messi fengi að spila leikinn í kvöld. „Leo og Ronaldo eru tveir frábærir leikmenn sem hafa verið svo gaman að fylgjast með í langan tíma,“ sagði Ronald Koeman á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Þeir hafa verið bestu knattspyrnumenn heims undanfarin fimmtán ár og hafa á þeim tíma náð svo miklum árangri. Þetta er mjög ólíkir leikmenn en ég dáist af þeim báðum. Þeir hafa gefið okkur svo mörg frábær kvöld og ég vona að við fáum að sjá þá báða í þessum leik,“ sagði Ronald Koeman. This time tomorrow: Messi vs. Ronaldo pic.twitter.com/MOyWOTbsEh— B/R Football (@brfootball) December 7, 2020 Leikur Barcelona og Juventus verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 í kvöld frá klukkan 19.50. Leikir Zenit-Dortmund (klukkan 17.45 á Stöð 2 Sport), RB Leipzig-Manchester United (klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport 4) og Chelsea-Krasnodar (klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport 5) verða einnig sýndir beint í kvöld. Meistaradeildarmessan hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.30 en þar verður fylgst með öllum leikjunum samtímis. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í 4-liða úrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Sjá meira
„Metingurinn“ á milli Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hefur heltekið knattspyrnuheiminn í meira en áratug og í kvöld gæti mögulega verið spilaður einn af síðustu leikjunum þar sem þeir mætast inn á knattspyrnuvellinum. Lið Juventus og Barcelona eru búin að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum Meistaradeildarinnar en það breytir því ekki að margra augu verða örugglega á leik liðanna í kvöld. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mættust að minnsta kosti tvisvar á ári þegar Ronaldo lék á Spáni en það eru meira en 31 mánuður síðan þeir mættust síðast inn á knattspyrnuvellinum. Það er styttra síðan að Hannes Þór Halldórsson varði víti frá Lionel Messi á HM en frá því að Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mættust síðast sem var í maí 2018. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa verið tveir bestu knattspyrnumenn heims síðan að Cristiano Ronaldi var undan að fá Gullboltann árið 2008. Næstu níu ár skiptust þeir á því að vinna Gullboltann og Messi komst upp fyrir Ronaldo með því að vinna hann í sjötta sinn árið 2019. Messi and Ronaldo meet again on Tuesday pic.twitter.com/7oSQxhXuVJ— FOX Soccer (@FOXSoccer) December 7, 2020 Þeir félagar áttu að mætast í fyrri leiknum en Cristiano Ronaldo fékk kórónuveiruna og missti af þeim leik. Lionel Messi skoraði þá úr víti í 2-0 sigri Barcelona. Þessi úrslit þýða að Juventus þarf þriggja marka sigur til að vinna riðilinn. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa alls mæst 35 sinnum á knattspyrnuvellinum og hefur Messi haft betur bæði hvað varðar sigra (16 á móti 10) og mörkum skoruðu (22 á móti 19). Þeir voru reyndar með jafnmörg mörk eftir 31. innbyrðis leik sinn en Lionel Messi hefur skoraði fjórum leikjum þeirra í röð, samtals fimm mörk, á móti aðeins tveimur frá Ronaldo. Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Barcelona, hefur hvílt Lionel Messi í síðustu tveimur leikjum liðsins í Meistaradeildinni eða eftir að liðið hafði unnið fyrstu þrjá leikina, Koeman lofaði því að Messi fengi að spila leikinn í kvöld. „Leo og Ronaldo eru tveir frábærir leikmenn sem hafa verið svo gaman að fylgjast með í langan tíma,“ sagði Ronald Koeman á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Þeir hafa verið bestu knattspyrnumenn heims undanfarin fimmtán ár og hafa á þeim tíma náð svo miklum árangri. Þetta er mjög ólíkir leikmenn en ég dáist af þeim báðum. Þeir hafa gefið okkur svo mörg frábær kvöld og ég vona að við fáum að sjá þá báða í þessum leik,“ sagði Ronald Koeman. This time tomorrow: Messi vs. Ronaldo pic.twitter.com/MOyWOTbsEh— B/R Football (@brfootball) December 7, 2020 Leikur Barcelona og Juventus verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 í kvöld frá klukkan 19.50. Leikir Zenit-Dortmund (klukkan 17.45 á Stöð 2 Sport), RB Leipzig-Manchester United (klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport 4) og Chelsea-Krasnodar (klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport 5) verða einnig sýndir beint í kvöld. Meistaradeildarmessan hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.30 en þar verður fylgst með öllum leikjunum samtímis. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í 4-liða úrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Sjá meira