Formaður Fjölskylduhjálparinnar sögð hafa mismunað skjólstæðingum og sýnt virðingarleysi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. desember 2020 18:37 Ásgerður Jóna Flosadóttir og Gyða Dröfn Hannesdóttir sem var skjólstæðingur og sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálpinni þar til í fyrra þegar hún segist hafa orðið vitni að mismunun. Vísir Fyrrverandi sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands segist hafa ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hún hafi orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar saka formanninn um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. Gyða Dröfn Hannesdóttir sem var skjólstæðingur og sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands segist hafa ákveðið að hætta þar á síðasta ári eftir að hafa heyrt formann samtakanna mismuna fólki á grundvelli trúarbragða. „Ég var að vinna þarna þegar ég heyrði formanninn segja. „Ekki setja svona mikinn mat í pokanna hjá konunum með slæðurnar.“ Þetta er svo mikill dónaskapur, þarna var verið að gera upp á milli fólks. Af því þetta voru ekki Íslendingar fannst henni í lagi að gera þetta og ég hef orðið vitni af samtölum þarna um að það eigi að setja meira í pokanna hjá Íslendingum,“ segir Gyða Dröfn. Aðspurð um hvort að sjálfboðaliðarnir hafi farið að þessum tilmælum svarar Gyða: „Já já, annars áttirðu á hættu að það væri öskrað á þig. Ég held að múslima konurnar hafi ekki vitað af þessari mismunun,“ segir Gyða. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ásgerður er sögð hygla einum hópi fram yfir annan. Í Fréttablaðinu fyrir tíu árum þar sem vitnað var í Ásgerði kemur fram að Íslendingar hafi haft forgang fram yfir útlendinga í mataraðstoð. Fjölskylduhjálpin neitaði síðar að það væri rétt en Fréttablaðið stóð við fréttina. Karim Askari framkvæmdastjóri stofnunar múslima á Íslandi vegna málsins. Hann sagðist aldrei hafa heyrt neinn í sínum hópi kvarta yfir aðstoðinni frá Fjölskylduhjálp. Fólk sé aðeins þakklátt. Ekki heyrt neinar kvartanir, aðeins þakklæti Fréttastofa hafði samband við Karim Askari framkvæmdastjóra stofnunar múslima á Íslandi vegna málsins. Hann sagðist aldrei hafa heyrt neinn í sínum hópi kvarta yfir aðstoðinni frá Fjölskylduhjálp. Fólk sé aðeins þakklátt. Skjólstæðingar segjast hafa orðið fyrir virðingarleysi Fréttastofa hefur rætt við núverandi og fyrrverandi skjólstæðinga Fjölskylduhjálparinnar sem vilja vegna stöðu sinnar ekki koma fram undir nafni en segjast hafa orðið fyrir virðingarleysi þar. Núverandi skjólstæðingur segir óþægilegt að leita hjálpar þar. „Ég hef alveg heyrt að það er mikill dónaskapur þarna og ég sé það í röðunum að það er voða mikil öskur þarna, allir í háu röddunum,“ segir kona sem vill ekki koma fram undir nafni vegna stöðu sinnar. Miklar umræður sköpuðust um Fjölskylduhjálpina í dag á Mæðra tips á Facebook. Nokkrir gagnrýndu formanninn þar harðlega.Vísir Mikil umræða hefur verið um Fjölskylduhjálpina á Facebook síðunni Mæðra- tips síðasta sólarhring. Þar stíga nokkrar konur stíga fram og lýsa svipaðri reynslu. Skjólstæðingur á sínum tíma segist hafa verið niðurlægð og rekin úr röð af því hún kom frá Hafnarfirði sem á þeim tíma hafi ekki styrkt samtökin, önnur segist hafa farið þaðan grátandi á sínum tíma. Segist hafa tekið á móti niðurbrotnu fólki Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir formaður Pepp sem eru samtök fólks um fátækt segist hafa fengið niðurbrotna skjólstæðinga Fjölskylduhjálparinnar til sín. „Fólk hefur komið til mín og verið þá mjög brotið af því að eitthvað ónærgætið verið sagt við það eða komið þannig fram að því hefur liðið illa og jafnvel verið grátandi. Fólk sem er brotið má við litlu þannig að ef það fær ónot þá getur það auðveldlega brotnað niður. Það þarf að gæta sín í öllu hjálparstarfi, alveg sama hvað það heitir. Það verður að sýna fólki virðingu því þannig erum við að byggja fólkið upp. Það er svo stórt skref fyrir marga að sækja um aðstoð eins og Fjölskylduhjálpin býður og eitt ónotalegt orð getur orðið til þess að buga fólk. Það er bara um þetta eins og allt, aðgát skal höfð í nærveru sálar. Mig langar að beina þeim orðum til Fjölskylduhjálparinnar, af því við erum rödd fátækra, að betur má ef duga skal. Við getum öll reynt að vanda okkur örlítið meira,“ segir Ásta. Ásgerður Jón Flosadóttir neitaði fréttastofu um viðtal vegna málsins þegar eftir því var leitað. Félagsmál Hjálparstarf Félagasamtök Tengdar fréttir Fordæmir að fátækir þurfi að híma í biðröðum eftir mat Samhæfingarstjóri samtaka fólks í fátækt segir niðurlægjandi að þurfa að bíða í röð eftir aðstoð hjálparsamtaka og óskar eftir að fyrirkomulaginu verði breytt. Fjórfalt fleiri glími við fátækt nú en í upphafi árs. Meiri örvænting einkenni þá sem nái ekki endum saman. 26. nóvember 2020 19:00 Þörfin fyrir mataraðstoð sjaldan verið eins mikil „Fólk er áhyggjufullt og sorgmætt og í raun og veru veit ekki sitt rjúkandi ráð," segir formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. 17. nóvember 2020 18:56 Kaupfélag Skagfirðinga gefur fjörutíu þúsund máltíðir fyrir jólin Kaupfélag Skagfirðinga og dótturfélög þess í matvælaframleiðslu hafa ákveðið að gefa fólki í neyð hér á landi matvöru fram til jóla sem samsvarar 40 þúsund máltíðum. 30. október 2020 07:49 Staðan slæm á Suðurnesjum þar sem raðir hafi myndast eftir fjárhags- og mataraðstoð Atvinnuleysið á Suðurnesjum er slæmt og á bara eftir að versna segir formaður verkalýðsfélags. Margir nái ekki endum saman og raðir hafi myndast eftir fjárhags- og mataraðstoð. 29. ágúst 2020 18:30 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira
Gyða Dröfn Hannesdóttir sem var skjólstæðingur og sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands segist hafa ákveðið að hætta þar á síðasta ári eftir að hafa heyrt formann samtakanna mismuna fólki á grundvelli trúarbragða. „Ég var að vinna þarna þegar ég heyrði formanninn segja. „Ekki setja svona mikinn mat í pokanna hjá konunum með slæðurnar.“ Þetta er svo mikill dónaskapur, þarna var verið að gera upp á milli fólks. Af því þetta voru ekki Íslendingar fannst henni í lagi að gera þetta og ég hef orðið vitni af samtölum þarna um að það eigi að setja meira í pokanna hjá Íslendingum,“ segir Gyða Dröfn. Aðspurð um hvort að sjálfboðaliðarnir hafi farið að þessum tilmælum svarar Gyða: „Já já, annars áttirðu á hættu að það væri öskrað á þig. Ég held að múslima konurnar hafi ekki vitað af þessari mismunun,“ segir Gyða. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ásgerður er sögð hygla einum hópi fram yfir annan. Í Fréttablaðinu fyrir tíu árum þar sem vitnað var í Ásgerði kemur fram að Íslendingar hafi haft forgang fram yfir útlendinga í mataraðstoð. Fjölskylduhjálpin neitaði síðar að það væri rétt en Fréttablaðið stóð við fréttina. Karim Askari framkvæmdastjóri stofnunar múslima á Íslandi vegna málsins. Hann sagðist aldrei hafa heyrt neinn í sínum hópi kvarta yfir aðstoðinni frá Fjölskylduhjálp. Fólk sé aðeins þakklátt. Ekki heyrt neinar kvartanir, aðeins þakklæti Fréttastofa hafði samband við Karim Askari framkvæmdastjóra stofnunar múslima á Íslandi vegna málsins. Hann sagðist aldrei hafa heyrt neinn í sínum hópi kvarta yfir aðstoðinni frá Fjölskylduhjálp. Fólk sé aðeins þakklátt. Skjólstæðingar segjast hafa orðið fyrir virðingarleysi Fréttastofa hefur rætt við núverandi og fyrrverandi skjólstæðinga Fjölskylduhjálparinnar sem vilja vegna stöðu sinnar ekki koma fram undir nafni en segjast hafa orðið fyrir virðingarleysi þar. Núverandi skjólstæðingur segir óþægilegt að leita hjálpar þar. „Ég hef alveg heyrt að það er mikill dónaskapur þarna og ég sé það í röðunum að það er voða mikil öskur þarna, allir í háu röddunum,“ segir kona sem vill ekki koma fram undir nafni vegna stöðu sinnar. Miklar umræður sköpuðust um Fjölskylduhjálpina í dag á Mæðra tips á Facebook. Nokkrir gagnrýndu formanninn þar harðlega.Vísir Mikil umræða hefur verið um Fjölskylduhjálpina á Facebook síðunni Mæðra- tips síðasta sólarhring. Þar stíga nokkrar konur stíga fram og lýsa svipaðri reynslu. Skjólstæðingur á sínum tíma segist hafa verið niðurlægð og rekin úr röð af því hún kom frá Hafnarfirði sem á þeim tíma hafi ekki styrkt samtökin, önnur segist hafa farið þaðan grátandi á sínum tíma. Segist hafa tekið á móti niðurbrotnu fólki Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir formaður Pepp sem eru samtök fólks um fátækt segist hafa fengið niðurbrotna skjólstæðinga Fjölskylduhjálparinnar til sín. „Fólk hefur komið til mín og verið þá mjög brotið af því að eitthvað ónærgætið verið sagt við það eða komið þannig fram að því hefur liðið illa og jafnvel verið grátandi. Fólk sem er brotið má við litlu þannig að ef það fær ónot þá getur það auðveldlega brotnað niður. Það þarf að gæta sín í öllu hjálparstarfi, alveg sama hvað það heitir. Það verður að sýna fólki virðingu því þannig erum við að byggja fólkið upp. Það er svo stórt skref fyrir marga að sækja um aðstoð eins og Fjölskylduhjálpin býður og eitt ónotalegt orð getur orðið til þess að buga fólk. Það er bara um þetta eins og allt, aðgát skal höfð í nærveru sálar. Mig langar að beina þeim orðum til Fjölskylduhjálparinnar, af því við erum rödd fátækra, að betur má ef duga skal. Við getum öll reynt að vanda okkur örlítið meira,“ segir Ásta. Ásgerður Jón Flosadóttir neitaði fréttastofu um viðtal vegna málsins þegar eftir því var leitað.
Félagsmál Hjálparstarf Félagasamtök Tengdar fréttir Fordæmir að fátækir þurfi að híma í biðröðum eftir mat Samhæfingarstjóri samtaka fólks í fátækt segir niðurlægjandi að þurfa að bíða í röð eftir aðstoð hjálparsamtaka og óskar eftir að fyrirkomulaginu verði breytt. Fjórfalt fleiri glími við fátækt nú en í upphafi árs. Meiri örvænting einkenni þá sem nái ekki endum saman. 26. nóvember 2020 19:00 Þörfin fyrir mataraðstoð sjaldan verið eins mikil „Fólk er áhyggjufullt og sorgmætt og í raun og veru veit ekki sitt rjúkandi ráð," segir formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. 17. nóvember 2020 18:56 Kaupfélag Skagfirðinga gefur fjörutíu þúsund máltíðir fyrir jólin Kaupfélag Skagfirðinga og dótturfélög þess í matvælaframleiðslu hafa ákveðið að gefa fólki í neyð hér á landi matvöru fram til jóla sem samsvarar 40 þúsund máltíðum. 30. október 2020 07:49 Staðan slæm á Suðurnesjum þar sem raðir hafi myndast eftir fjárhags- og mataraðstoð Atvinnuleysið á Suðurnesjum er slæmt og á bara eftir að versna segir formaður verkalýðsfélags. Margir nái ekki endum saman og raðir hafi myndast eftir fjárhags- og mataraðstoð. 29. ágúst 2020 18:30 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira
Fordæmir að fátækir þurfi að híma í biðröðum eftir mat Samhæfingarstjóri samtaka fólks í fátækt segir niðurlægjandi að þurfa að bíða í röð eftir aðstoð hjálparsamtaka og óskar eftir að fyrirkomulaginu verði breytt. Fjórfalt fleiri glími við fátækt nú en í upphafi árs. Meiri örvænting einkenni þá sem nái ekki endum saman. 26. nóvember 2020 19:00
Þörfin fyrir mataraðstoð sjaldan verið eins mikil „Fólk er áhyggjufullt og sorgmætt og í raun og veru veit ekki sitt rjúkandi ráð," segir formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. 17. nóvember 2020 18:56
Kaupfélag Skagfirðinga gefur fjörutíu þúsund máltíðir fyrir jólin Kaupfélag Skagfirðinga og dótturfélög þess í matvælaframleiðslu hafa ákveðið að gefa fólki í neyð hér á landi matvöru fram til jóla sem samsvarar 40 þúsund máltíðum. 30. október 2020 07:49
Staðan slæm á Suðurnesjum þar sem raðir hafi myndast eftir fjárhags- og mataraðstoð Atvinnuleysið á Suðurnesjum er slæmt og á bara eftir að versna segir formaður verkalýðsfélags. Margir nái ekki endum saman og raðir hafi myndast eftir fjárhags- og mataraðstoð. 29. ágúst 2020 18:30