Bandaríkjamenn hefja bólusetningar á mánudaginn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. desember 2020 20:21 Gert er ráð fyrir að fyrstu bólusetningar vð covid-19 fari fram í Bandaríkjunum á mánudag. EPA/BIONTECH SE Bóluefni Pfizer og BioNTech var í gær veitt neyðarleyfi í Bandaríkjunum og hefst bólusetning með því á mánudag. Skammtar fyrir þrjár milljónir verða fluttar til Bandaríkjanna nú um helgina. Bóluefnið veitir allt að 95 prósent vörn gegn covid-19 og leiddi úttekt Lyfja- og matvælastofnunnar Bandaríkjanna það í ljós að bóluefnið sé bæði öruggt og árangursríkt. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í dag að fyrsta bólusetningin myndi fara fram „innan sólarhrings.“ Það virðist þó of metnaðarfull áætlun hjá Bandaríkjaforseta en Gustave Perna, sem sér um dreifingu efnisins fyrir Bandaríkjastjórn, sagði í dag á blaðamannafundi að fyrstu skammtar efnisins yrðu fluttir vestur um haf næsta sólarhringinn. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Efnið fer í dreifingu á 145 stöðum í Bandaríkjunum á mánudag, 425 stöðum á þriðjudag og á síðustu 66 staðina á miðvikudag sagði Perna í dag. Bóluefni Pfizer er þegar í notkun á Bretlandi, Kanada, Barein og Sádi-Arabíu. Líkt og þar munu fyrstu skammtar efnisins vera gefnir heilbrigðisstarfsfólki og fólki sem býr á hjúkrunarheimilum. Þá er talið að bóluefnið fari í almenna dreifingu vestanhafs í apríl. Kórónuveirufaraldurinn hefur herjað hart á Bandaríkin og hefur dauðsföllum farið fjölgandi dag hvern frá því í nóvember. Á miðvikudag létust meira en 3000 einstaklingar af völdum veirunnar, en dánartíðni hefur hvergi verið hærri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Tengdar fréttir Bóluefni Pfizer og BioNTech fær neyðarleyfi í Bandaríkjunum Lyfja- og matvælastofnun Bandaríkjanna hefur samþykkt neyðarleyfi fyrir bóluefni Pfizer og BioNTech gegn covid-19. Stofnunin segir leyfið marka stórt skref í baráttunni við heimsfaraldurinn sem hefur kostað um 295 þúsund mannslíf í Bandaríkjunum. 12. desember 2020 09:47 Fyrstu skammtar til heilbrigðisstarfsfólks Um tíu þúsund manns munu að óbreyttu fá bóluefni við kórónuveirunni um áramót eftir samkomulag heilbrigðisráðuneytisins og lyfjaframleiðandans Pfizer í dag. Stærstur hluti þessarar fyrstu sendingar verður nýttur í að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk. 11. desember 2020 19:36 Pfizer-skammtar fyrir tíu þúsund manns væntanlegir um áramótin Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa undirritað samning við bóluefnaframleiðandann Pfizer. Samningurinn kveður á um 170 þúsund skammta til Íslands sem dugir fyrir 85 þúsund manns. Áætlað er að fyrstu skammtarnir frá Pfizer berist um áramót, alls rúmlega 21 þúsund skammtar sem duga fyrir 10.600 manns. 11. desember 2020 13:48 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Bóluefnið veitir allt að 95 prósent vörn gegn covid-19 og leiddi úttekt Lyfja- og matvælastofnunnar Bandaríkjanna það í ljós að bóluefnið sé bæði öruggt og árangursríkt. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í dag að fyrsta bólusetningin myndi fara fram „innan sólarhrings.“ Það virðist þó of metnaðarfull áætlun hjá Bandaríkjaforseta en Gustave Perna, sem sér um dreifingu efnisins fyrir Bandaríkjastjórn, sagði í dag á blaðamannafundi að fyrstu skammtar efnisins yrðu fluttir vestur um haf næsta sólarhringinn. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Efnið fer í dreifingu á 145 stöðum í Bandaríkjunum á mánudag, 425 stöðum á þriðjudag og á síðustu 66 staðina á miðvikudag sagði Perna í dag. Bóluefni Pfizer er þegar í notkun á Bretlandi, Kanada, Barein og Sádi-Arabíu. Líkt og þar munu fyrstu skammtar efnisins vera gefnir heilbrigðisstarfsfólki og fólki sem býr á hjúkrunarheimilum. Þá er talið að bóluefnið fari í almenna dreifingu vestanhafs í apríl. Kórónuveirufaraldurinn hefur herjað hart á Bandaríkin og hefur dauðsföllum farið fjölgandi dag hvern frá því í nóvember. Á miðvikudag létust meira en 3000 einstaklingar af völdum veirunnar, en dánartíðni hefur hvergi verið hærri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Tengdar fréttir Bóluefni Pfizer og BioNTech fær neyðarleyfi í Bandaríkjunum Lyfja- og matvælastofnun Bandaríkjanna hefur samþykkt neyðarleyfi fyrir bóluefni Pfizer og BioNTech gegn covid-19. Stofnunin segir leyfið marka stórt skref í baráttunni við heimsfaraldurinn sem hefur kostað um 295 þúsund mannslíf í Bandaríkjunum. 12. desember 2020 09:47 Fyrstu skammtar til heilbrigðisstarfsfólks Um tíu þúsund manns munu að óbreyttu fá bóluefni við kórónuveirunni um áramót eftir samkomulag heilbrigðisráðuneytisins og lyfjaframleiðandans Pfizer í dag. Stærstur hluti þessarar fyrstu sendingar verður nýttur í að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk. 11. desember 2020 19:36 Pfizer-skammtar fyrir tíu þúsund manns væntanlegir um áramótin Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa undirritað samning við bóluefnaframleiðandann Pfizer. Samningurinn kveður á um 170 þúsund skammta til Íslands sem dugir fyrir 85 þúsund manns. Áætlað er að fyrstu skammtarnir frá Pfizer berist um áramót, alls rúmlega 21 þúsund skammtar sem duga fyrir 10.600 manns. 11. desember 2020 13:48 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Bóluefni Pfizer og BioNTech fær neyðarleyfi í Bandaríkjunum Lyfja- og matvælastofnun Bandaríkjanna hefur samþykkt neyðarleyfi fyrir bóluefni Pfizer og BioNTech gegn covid-19. Stofnunin segir leyfið marka stórt skref í baráttunni við heimsfaraldurinn sem hefur kostað um 295 þúsund mannslíf í Bandaríkjunum. 12. desember 2020 09:47
Fyrstu skammtar til heilbrigðisstarfsfólks Um tíu þúsund manns munu að óbreyttu fá bóluefni við kórónuveirunni um áramót eftir samkomulag heilbrigðisráðuneytisins og lyfjaframleiðandans Pfizer í dag. Stærstur hluti þessarar fyrstu sendingar verður nýttur í að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk. 11. desember 2020 19:36
Pfizer-skammtar fyrir tíu þúsund manns væntanlegir um áramótin Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa undirritað samning við bóluefnaframleiðandann Pfizer. Samningurinn kveður á um 170 þúsund skammta til Íslands sem dugir fyrir 85 þúsund manns. Áætlað er að fyrstu skammtarnir frá Pfizer berist um áramót, alls rúmlega 21 þúsund skammtar sem duga fyrir 10.600 manns. 11. desember 2020 13:48