Laun Katrínar Jakobsdóttur hækka um 73 þúsund krónur Jakob Bjarnar skrifar 14. desember 2020 15:07 Katrín og fleiri ráðherrar á góðri stundu. Um áramótin fá þau svo öll dágóða launahækkun, þingmenn og ráðherrar. vísir/vilhelm Laun þingmanna og ráðherra hækka um 3,4 prósent um áramótin. Það þýðir hækkun um fjörutíu þúsund krónur á grunnþingafararkaup sem segir þó ekki nema hálfa söguna því um er að ræða prósentuhækkun sem leggst ofan á viðbætur sem þingmenn eru vegna formennsku í nefndum og þess háttar, sem er álag ofan á grunnþingfararkaupið. Svo dæmi sé tekið þá hækka laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í 2.222.272 krónur úr 2.149.200 krónum sem er um 73 þúsund króna launahækkun. Ráðherrar hækka um 66 þúsund krónur. Hækkunin núna er hækkun sem var frestað í vor. Henni var frestað vegna Covid-ástandsins. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata lagði fram fyrirspurn um hvernig þessu máli liði og var nú fyrst að fá svar við henni. Björn Leví og Smári McCarthy. Píratar lögðu það til að þessari tilteknu launahækkun yrði einfaldlega sleppt en þingheimur hafði lítinn sem engan áhuga á þeirri hugmynd.vísir/vilhelm „Það tók rúma viku fyrir fjármálaráðuneytið að svara þessari fyrirspurn, merkilegt nokk því þetta hefur væntanlega legið fyrir frá því um mitt þetta ár því Hagstofan á að reikna þetta út,“ segir Björn Leví í samtali við Vísi. En hann hefur gert þetta að umfjöllunarefni á Facebooksíðu sinni. Þar höfum við það. Laun þingmanna og ráðherra hækka um 3,4% um áramótin (~40 þúsund kr). Hækkun sem átti að gerast 1....Posted by Björn Leví Gunnarsson on Mánudagur, 14. desember 2020 Björn Leví telur að róið hafi verið að því öllum árum að þessi hækkun færi ekki hátt. Og svo stendur til að hækka laun þingheims aftur 1. júlí miðað við launaþróun ríkisins árið 2020. „Það er núll gagnsæi í þessu. Við höfum ekki hugmynd um forsendur þessara útreikninga. Við sjáum ekkert hvað liggur að baki þeirra og Hagstofan gefur útreikningana ekki út opinberlega svo ég sjái, að minnsta kosti.“ Píratar gerðu tillögu um að þessar launahækkanir yrðu slegnar af, ekki frestað, vegna ástandsins í þjóðfélaginu. En þingheimur var ekki spenntur fyrir þeirri tillögu. Alþingi Stjórnsýsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Tengdar fréttir Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00 Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Svo dæmi sé tekið þá hækka laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í 2.222.272 krónur úr 2.149.200 krónum sem er um 73 þúsund króna launahækkun. Ráðherrar hækka um 66 þúsund krónur. Hækkunin núna er hækkun sem var frestað í vor. Henni var frestað vegna Covid-ástandsins. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata lagði fram fyrirspurn um hvernig þessu máli liði og var nú fyrst að fá svar við henni. Björn Leví og Smári McCarthy. Píratar lögðu það til að þessari tilteknu launahækkun yrði einfaldlega sleppt en þingheimur hafði lítinn sem engan áhuga á þeirri hugmynd.vísir/vilhelm „Það tók rúma viku fyrir fjármálaráðuneytið að svara þessari fyrirspurn, merkilegt nokk því þetta hefur væntanlega legið fyrir frá því um mitt þetta ár því Hagstofan á að reikna þetta út,“ segir Björn Leví í samtali við Vísi. En hann hefur gert þetta að umfjöllunarefni á Facebooksíðu sinni. Þar höfum við það. Laun þingmanna og ráðherra hækka um 3,4% um áramótin (~40 þúsund kr). Hækkun sem átti að gerast 1....Posted by Björn Leví Gunnarsson on Mánudagur, 14. desember 2020 Björn Leví telur að róið hafi verið að því öllum árum að þessi hækkun færi ekki hátt. Og svo stendur til að hækka laun þingheims aftur 1. júlí miðað við launaþróun ríkisins árið 2020. „Það er núll gagnsæi í þessu. Við höfum ekki hugmynd um forsendur þessara útreikninga. Við sjáum ekkert hvað liggur að baki þeirra og Hagstofan gefur útreikningana ekki út opinberlega svo ég sjái, að minnsta kosti.“ Píratar gerðu tillögu um að þessar launahækkanir yrðu slegnar af, ekki frestað, vegna ástandsins í þjóðfélaginu. En þingheimur var ekki spenntur fyrir þeirri tillögu.
Alþingi Stjórnsýsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Tengdar fréttir Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00 Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00
Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00