Árið 2020 í myndum Hólmfríður Gísladóttir og Vilhelm Gunnarsson skrifa 25. desember 2020 16:03 Það er óhætt að segja að af myndefni hafi verið nóg á árinu. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á þönum ásamt kvikmyndatökumönnum fréttastofunnar. Ársins 2020 verður vafalítið minnst sem árs Covid-19 en þó gerðist margt annað markvert. Veður var oft vont, kjaradeilur harðar og mikið rætt um nýja stjórnarskrá. Jörð skalf á Reykjanesskaga og þá létu náttúruöflinn finna fyrir sér á Flateyri, Suðureyri og Seyðisfirði.Þegar eitthvað var að frétta voru ljósmyndarar og tökumenn Vísis og Stöðvar 2 á staðnum og fönguðu meðal annars þá stemningu sem myndaðist í samfélaginu þegar götur voru mannlausar, raðir langar og þjóðin á varðbergi gegn nýrri vá.Hér má sjá sýnishorn af myndunum sem prýddu umfjöllun okkar á árinu. Fréttaannáll Stöðvar 2 verður svo á dagskrá að loknum kvöldfréttum 30. desember, bæði á Stöð 2 og Vísi. Veðurguðirnir voru oft í illum ham á árinu. Strax í janúar raskaðist flug vegna ofsaveðurs og Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð í Keflavík.Vísir/Friðrik Þór Kvöldið 14. janúar féllu snjóflóð á Flateyri og Suðureyri. Flóðin voru umfangsmikil og bæði fóru í sjóinn. Smábátabryggjan á Flateyri gjöreyðilagðist og á Suðureyri skall flóðbylgja á bænum. Unglingsstúlka varð fyrir snjóflóðinu á Flateyri en komst lífs af.Vísir/Egill Vísir sagði frá því daginn eftir að um þrjú snjóflóð hefði verið að ræða; úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili og eitt í Norðureyrarhlíð gegnt Suðureyri. Flóðin voru sögð „mjög stór“ og talað um talsvert eignatjón en engin alvarleg slys urðu á fólki.Vísir/Egill Snjóflóðin vöktu að vonum miklar og sterkar tilfinningar hjá þeim sem upplifðu hamfarirnar 1995, þegar tuttugu létu lífið. Þá urðu þau kveikjan að umræðu um svokallaðan Ofanflóðasjóð en nú í desember var nýtt hættumat Veðurstofu Íslands fyrir Flateyri birt og samkvæmt því eru hátt í þrjátíu hús á efsta hættustigi og sjötíu á ítrasta rýmingarstigi.Vísir/Jóhann K Á vormánuðum vöktu miklar jarðhræringar við Þorbjörn nokkurn ugg en ekki varð vart við gosóróa.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir voru kallaðar til þegar snjóflóð féll í Esjunni. Einn lést.Vísir/Egill Það gekk oft mikið á þegar óveður geisaði í Reykjavík og á landinu öllu.Vísir/Vilhelm Einn daginn gengu öldurnar yfir ferðamenn við bryggjuna hjá Hörpu.Vísir/Vilhelm Og sumum reyndist erfitt að fóta sig þar sem vindstrengirnir voru mestir.Vísir/Vilhelm Loftslagsmálin voru að sjálfsögðu í deiglunni á árinu og unga fólkið markaði eins árs afmæli loftslagsmótmæla Gretu Thunberg á Austurvelli. Vísir/Vilhelm Kjaramálin voru einnig fyrirferðamikil en þessi mynd var tekin á baráttufundi Eflingar í Iðnó.Vísir/Vilhelm Vísir greindi frá því 28. febrúar að íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefði greinst með SARS-CoV-2. Í kjölfarið var hættustig almannavarna virkjað og boðað til blaðamannafundar, sem áttu eftir að setja mark sitt á hversdagsleika þjóðarinnar út árið.Vísir/Vilhelm Þegar fleiri smit fóru að greinast var gripið til samkomubanns til að hamla útbreiðslu veirunnar. Vísir/Vilhelm Nokkuð bar á því að fólk færi að hamstra, ekki síst salernispappír. Engar sögur bárust þó af því að fólk hefði orðið uppiskroppa með hina bráðnauðsynjavöru.Vísir/Einar Árnason Tekin var upp skipulögð skimun hjá heilsugæslunni en heilbrigðisyfirvöld nutu stuðnings Íslenskrar erfðagreiningar við vinnuna, sem lagði til ómetanlega þekkingu, mannskap og tækjabúnað.Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson forseti leyfði ljósmyndurum að fanga augnablikið þegar hann gekkst undir skimun í Turninum í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, sölustjóri sjónvarpssviðs Sýnar, var ein þeirra sem sættu einangrun vegna Covid-19.Vísir/Vilhelm Hjálparsveit skáta lét ekki sitt eftir liggja og dreifði matvælum fyrir Fjölskylduhjálpina í samkomubanni. Vísir/Vilhelm Um tíma var Leifsstöð eins og sviðsmynd fyrir uppsetningu á Palli var einn í heiminum.Vísir/Vilhelm Það var fátt um ferðamenn á annars vinsælustu ferðamannastöðum landsins eftir að ferðabann var sett á víðsvegar um heim.Vísir/Vilhelm Guðlaug Edda Hannesdóttir þríþrautarkona æfði fyrir Ólympíuleikana í Tókýó í bílskúrnum heima.Vísir/Vilhelm Skimanirnar urðu umfangsmeira verkefni eftir því sem á leið og um tíma fóru þær meðal annars fram í bílakjallara Hörpu. Öllum með einkenni var beint í skimun en þegar fyrsta bylgja leið hjá höfuð tíu látið lífið hérlendis af völdum Covid-19.Vísir/Egill Lögð var áhersla á að vernda viðkvæma hópa, til dæmis aldraða og einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma. Því voru heimsóknir takmarkaðar á hjúkrunar- og dvalarheimilum. Guðmundur Magnússon og Gunnhildur Skaftadóttir heilsast hér í gegnum rúðuna.Vísir/Vilhelm Íbúar og ástvinir máttu láta sér nægja að senda kveðjur úr fjarlægð, til dæmis á hjúkrunarheimilinu Hömrum í Mosfellsbæ.Vísir/Vilhelm Nýir tímar kölluðu á öðruvísi samverustundir.Vísir/Vilhelm Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, íþróttamaður ársins 2019, æfði heima þegar æfingastöðvar lokuðu.Vísir/Vilhelm Það gilti sama um miðbæinn eins og ferðamannastaðina þegar samkomubönn stóðu sem hæst. Veitingastaðir og öldurhús lokuð og fáir á ferli.Vísir/Vilhelm Þegar takmörkunum var aflétt var ýmsum þjónustufyrirtækjum heimilt að opna aftur. Víðir „okkar“ Reynisson var einn af fyrstu kúnnum Herramanna og lét snyrta Covid-lubbann.Vísir/Vilhelm Icelandair var eitt þeirra ferðaþjónustufyrirtækja sem átti erfitt ár en í haust var greint frá því að félagið hefði fellt niður um 75% allra flugferða það sem af var september.Vísir/Vilhelm Meðal þeirra fáu fyrirtækja sem komu vel út úr Covid-kreppunni voru samfélagsmiðlar, framleiðendur fjarfundaforrita og tölvuverslanir. Í heimavinnu neyddust allir til að tileinka sér Zoom og Teams til að eiga í samskiptum og menn veltu vöngum yfir því hvort sú breyting væri ef til vill komin til að vera.Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson var áberandi á árinu, enda fróður um margt og Íslensk erfðagreining í forystuhlutverki við raðgreiningu veirunnar. Hann átaldi stjórnvöld fyrir að koma ekki á fót farsóttastofnun og gagnrýndi vangaveltur um afléttingu strangra aðgerða á landamærunum. Þá tryggði hann aðkomu DeCode að skimuninni fyrir Covid-19 á Íslandi, sem reyndist mikil blessun í ljósi þess hversu illa opinbera heilbrigðiskerfið var tækjum búið.Vísir/Vilhelm Síðasta sumar komu mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít til Vestmannaeyja eftir langt ferðalag frá sædýragarðinum Changfeng Ocean World í Sjanghæ í Kína. Í ágúst var þeim komið fyrir í Klettsvík, framtíðarheimkynnum þeirra.Vísir/Vilhelm Reykjarmökk lagði yfir vesturborgina þegar hús við Bræðraborgarstíg brann í júní. Þrír létust og harmleikurinn vakti mikla umfjöllun um aðbúnað verkafólks og eftirlit með brunavörnum. Rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu að líklega hefði verið kveikt í á tveimur stöðum. Fjöldi herbergja hefði verið meiri en teikningar gerðu ráð fyrir og húseigandi átt að sækja um byggingaleyfi fyrir breyttri notkun.Vísir/Vilhelm Lögregla handtók Marek Moszczynski í tengslum við brunann. Hann var ákærður fyrir íkveikju og manndráp. Verjendur Marek fóru fram á að þinghald yrði lokað þegar hann og geðlæknar gæfu skýrslu en því var hafnað. Marek hefur neitað sök.Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson vann yfirburðasigur í forsetakosningunum sem fram fóru í júní. Hlaut hann 92,2% atkvæða en Guðmundur Franklín Jónsson 7,8%. Hér hjólar forsetinn á kjörstað.Vísir/Vilhelm Guðni og betri helmingurinn Eliza Reid þegar fyrstu tölur lágu fyrir.Vísir/Vilhelm Sniglarnir mótmæltu ástandi vega eftir banaslys á Kjalarnesi í sumar.Vísir/Vilhelm Í lok sumars skall á önnur bylgja Covid-19 faraldursins og sú þriðja um haustið. Aftur mynduðust raðir í skimun.Vísir/Vilhelm Þegar smitum fjölgaði var ungmennum gert að mæta með grímu í skólann. Víða fór öll kennsla fram á netinu.Vísir/Vilhelm Eftir ruglingslega umræðu um grímunotkun í almenningssamgöngum var tekin upp grímuskylda hjá Strætó.Vísir/Vilhelm Upplýsingafundir þríeykisins svokallaða voru fastur punktur í haust. Mörgum brá þegar fregnir bárust þess efnis að Víðir Reynisson hefði greinst með Covid-19 en hann átti stuðning þjóðarinnar og fjölmargir sendu honum baráttu- og batakveðjur.Vísir/Vilhelm Ársins 2020 verður minnst sem árs kórónuveirunnar en ef til vill líka sem ársins sem Íslendingar lærðu að bíða í röð.Vísir/Vilhelm Veirufaraldurinn hafði áhrif á allt íþróttastarf og gripið var til ýmissa ráðstafana fyrir leik karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Belgíu. Þó fór svo að eftir eina æfinguna neyddist starfsfólk liðsins að fara í sóttkví. Vísir/Vilhelm Erik Hamrén og Freyr Alexandersson voru í sóttkví en engu að síður á Laugardalsvelli þegar landsleikur Íslands og Belgíu fór fram. Félagarnir voru með grímu og á bak við gler. Vísir/Vilhelm Í október tók Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við undirskriftum 42 þúsund Íslendinga sem kröfðust lögfestingar nýrrar stjórnarskrár. Vísir/Vilhelm Þessi stórkostlega mynd náðist þegar Helgi Seljan og Þorsteinn Már Baldvinsson fundu hvorn annan í dómsal í september. Til umfjöllunar var mál Samherja gegn Seðlabankanum en bankinn gerði eins og frægt er orðið húsleitir á skrifstofum fyrirtækisins árið 2012. RÚV fjallaði um málið og síðar um meintar mútugreiðslur Samherja til ráðamanna í Namibíu, Samherjamönnum til mikils ama. Síðarnefndu gripu til vopna á YouTube á árinu.Vísir/Egill Að minnsta kosti tólf létust eftir að hópsýking braust út á Landakoti í október. Í skýrslu um málið var talað um „fullkominn storm“ aðstæðna sem leiddu til úbreiðslu sýkingarinnar og meðal annars vísað til þess að engin loftræsting væri til staðar í byggingunni.Vísir/Vilhelm Á haustmánuðum kom að því að grípa þurfti til harðra aðgerða vegna útbreiðslu Covid-19, meðal annars samkomubanns sem miðaði við tíu manns. Aðgerðirnar voru umdeildar, enda farið að gæta þreytu vegna ástandsins, en menn voru einna óhressastir með að komast ekki í ræktina og sund.Vísir/Vilhelm Stjórnvöld og sóttvarnayfirvöld voru lengst framan af samstíga en ríkisstjórnin féllst þó ekki á að skylda fólk í sóttkví við komuna til landsins.Vísir/Vilhelm Þegar leið á veturinn fóru umræður að skapast um fyrirkomulag prófa við erfiðar aðstæður.Vísir/Vilhelm Í nóvember brast á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir lagði í kjölfarið fram lagafrumvarp til að binda enda á verkfallið og sagði almannaöryggi í húfi.Vísir/Sigurjón Sprenging varð í netverslun og stóru netútsöludagarnir fjórir; Singles Day, Black Friday og Cyber Monday, hafa aldrei verið stærri að sögn verslunareigenda. Formaður Samtaka verslunar og þjónustu sagði kórónuveirufaraldurinn hafa flýtt þeirri þróun að fyrirtæki nýttu netið til að selja vörur og þjónustu.Vísir/Vilhelm Í byrjun desember hlaut Íslensk erfðagreining Útflutningsverðlaun forseta Íslands, sem var sagt hafa gengt afar þýðingarmiklu hlutverki við að ná tökum á heimsfaraldrinum og stuðlað að því að halda efnahagslega og þjóðhagslega mikilvægri starfsemi gangandi á Íslandi. Þá fékk Hildur Guðnadóttir tónskáld heiðursviðurkenningu fyrir að hafa aukið hróður landsins á erlendri grundu. Hildur vann til fjölda verðlauna á árinu, til dæmis Óskarsverðlauna, Grammy-verðlauna og BAFTA-verðlauna. Vísir/Arnar Halldórsson Gríðarmiklar aurskriður fóru gegnum Seyðisfjarðarbæ í desember. Tvær skriður féllu úr Botnum 15. desember og í kjölfarið voru nokkur hús rýmd vegna ofanflóðahættu. Fljótlega var ljóst að um yfirstandandi ástand var að ræða, enda mikil rigning, og hættustigi var lýst yfir. Hinn 18. desember féll gríðarstór skrifða á bæinn og litlu mátti muna að illa færi. Vísir/Egill Einbýlishúsið Breiðablik færðist um fimmtíu metra í einni skriðunni og snérist. Unnið var að því á Þorláksmessu að styrkja húsið til að hægt væri að bjarga þaðan munum. Greint var frá því að fjórtán hús væru hrunin eða alveg horfin eftir hamfarirnar. Til mikillar mildi urðu engin alvarleg slys á fólki.Vísir/Egill Hugur landsmanna var hjá Seyðfirðingum og margir buðu fram húsaskjól yfir jólin. „Maður er bara klökkur,“ sagði Berglind Sveinsdóttir, formaður Múlasýsludeildar Rauða krossins um stuðninginn. Ráðherrar heimsóttu Seyðisfjörð 22. desember og hétu því að standa að baki íbúum.Vísir/Vilhelm Veður Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Eldgos og jarðhræringar Loftslagsmál Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Íslensk erfðagreining Mjaldrar í Eyjum Bruni á Bræðraborgarstíg Forsetakosningar 2020 Umferðaröryggi Stjórnarskrá Landhelgisgæslan Verslun Fréttir ársins 2020 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Veðurguðirnir voru oft í illum ham á árinu. Strax í janúar raskaðist flug vegna ofsaveðurs og Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð í Keflavík.Vísir/Friðrik Þór Kvöldið 14. janúar féllu snjóflóð á Flateyri og Suðureyri. Flóðin voru umfangsmikil og bæði fóru í sjóinn. Smábátabryggjan á Flateyri gjöreyðilagðist og á Suðureyri skall flóðbylgja á bænum. Unglingsstúlka varð fyrir snjóflóðinu á Flateyri en komst lífs af.Vísir/Egill Vísir sagði frá því daginn eftir að um þrjú snjóflóð hefði verið að ræða; úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili og eitt í Norðureyrarhlíð gegnt Suðureyri. Flóðin voru sögð „mjög stór“ og talað um talsvert eignatjón en engin alvarleg slys urðu á fólki.Vísir/Egill Snjóflóðin vöktu að vonum miklar og sterkar tilfinningar hjá þeim sem upplifðu hamfarirnar 1995, þegar tuttugu létu lífið. Þá urðu þau kveikjan að umræðu um svokallaðan Ofanflóðasjóð en nú í desember var nýtt hættumat Veðurstofu Íslands fyrir Flateyri birt og samkvæmt því eru hátt í þrjátíu hús á efsta hættustigi og sjötíu á ítrasta rýmingarstigi.Vísir/Jóhann K Á vormánuðum vöktu miklar jarðhræringar við Þorbjörn nokkurn ugg en ekki varð vart við gosóróa.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir voru kallaðar til þegar snjóflóð féll í Esjunni. Einn lést.Vísir/Egill Það gekk oft mikið á þegar óveður geisaði í Reykjavík og á landinu öllu.Vísir/Vilhelm Einn daginn gengu öldurnar yfir ferðamenn við bryggjuna hjá Hörpu.Vísir/Vilhelm Og sumum reyndist erfitt að fóta sig þar sem vindstrengirnir voru mestir.Vísir/Vilhelm Loftslagsmálin voru að sjálfsögðu í deiglunni á árinu og unga fólkið markaði eins árs afmæli loftslagsmótmæla Gretu Thunberg á Austurvelli. Vísir/Vilhelm Kjaramálin voru einnig fyrirferðamikil en þessi mynd var tekin á baráttufundi Eflingar í Iðnó.Vísir/Vilhelm Vísir greindi frá því 28. febrúar að íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefði greinst með SARS-CoV-2. Í kjölfarið var hættustig almannavarna virkjað og boðað til blaðamannafundar, sem áttu eftir að setja mark sitt á hversdagsleika þjóðarinnar út árið.Vísir/Vilhelm Þegar fleiri smit fóru að greinast var gripið til samkomubanns til að hamla útbreiðslu veirunnar. Vísir/Vilhelm Nokkuð bar á því að fólk færi að hamstra, ekki síst salernispappír. Engar sögur bárust þó af því að fólk hefði orðið uppiskroppa með hina bráðnauðsynjavöru.Vísir/Einar Árnason Tekin var upp skipulögð skimun hjá heilsugæslunni en heilbrigðisyfirvöld nutu stuðnings Íslenskrar erfðagreiningar við vinnuna, sem lagði til ómetanlega þekkingu, mannskap og tækjabúnað.Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson forseti leyfði ljósmyndurum að fanga augnablikið þegar hann gekkst undir skimun í Turninum í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, sölustjóri sjónvarpssviðs Sýnar, var ein þeirra sem sættu einangrun vegna Covid-19.Vísir/Vilhelm Hjálparsveit skáta lét ekki sitt eftir liggja og dreifði matvælum fyrir Fjölskylduhjálpina í samkomubanni. Vísir/Vilhelm Um tíma var Leifsstöð eins og sviðsmynd fyrir uppsetningu á Palli var einn í heiminum.Vísir/Vilhelm Það var fátt um ferðamenn á annars vinsælustu ferðamannastöðum landsins eftir að ferðabann var sett á víðsvegar um heim.Vísir/Vilhelm Guðlaug Edda Hannesdóttir þríþrautarkona æfði fyrir Ólympíuleikana í Tókýó í bílskúrnum heima.Vísir/Vilhelm Skimanirnar urðu umfangsmeira verkefni eftir því sem á leið og um tíma fóru þær meðal annars fram í bílakjallara Hörpu. Öllum með einkenni var beint í skimun en þegar fyrsta bylgja leið hjá höfuð tíu látið lífið hérlendis af völdum Covid-19.Vísir/Egill Lögð var áhersla á að vernda viðkvæma hópa, til dæmis aldraða og einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma. Því voru heimsóknir takmarkaðar á hjúkrunar- og dvalarheimilum. Guðmundur Magnússon og Gunnhildur Skaftadóttir heilsast hér í gegnum rúðuna.Vísir/Vilhelm Íbúar og ástvinir máttu láta sér nægja að senda kveðjur úr fjarlægð, til dæmis á hjúkrunarheimilinu Hömrum í Mosfellsbæ.Vísir/Vilhelm Nýir tímar kölluðu á öðruvísi samverustundir.Vísir/Vilhelm Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, íþróttamaður ársins 2019, æfði heima þegar æfingastöðvar lokuðu.Vísir/Vilhelm Það gilti sama um miðbæinn eins og ferðamannastaðina þegar samkomubönn stóðu sem hæst. Veitingastaðir og öldurhús lokuð og fáir á ferli.Vísir/Vilhelm Þegar takmörkunum var aflétt var ýmsum þjónustufyrirtækjum heimilt að opna aftur. Víðir „okkar“ Reynisson var einn af fyrstu kúnnum Herramanna og lét snyrta Covid-lubbann.Vísir/Vilhelm Icelandair var eitt þeirra ferðaþjónustufyrirtækja sem átti erfitt ár en í haust var greint frá því að félagið hefði fellt niður um 75% allra flugferða það sem af var september.Vísir/Vilhelm Meðal þeirra fáu fyrirtækja sem komu vel út úr Covid-kreppunni voru samfélagsmiðlar, framleiðendur fjarfundaforrita og tölvuverslanir. Í heimavinnu neyddust allir til að tileinka sér Zoom og Teams til að eiga í samskiptum og menn veltu vöngum yfir því hvort sú breyting væri ef til vill komin til að vera.Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson var áberandi á árinu, enda fróður um margt og Íslensk erfðagreining í forystuhlutverki við raðgreiningu veirunnar. Hann átaldi stjórnvöld fyrir að koma ekki á fót farsóttastofnun og gagnrýndi vangaveltur um afléttingu strangra aðgerða á landamærunum. Þá tryggði hann aðkomu DeCode að skimuninni fyrir Covid-19 á Íslandi, sem reyndist mikil blessun í ljósi þess hversu illa opinbera heilbrigðiskerfið var tækjum búið.Vísir/Vilhelm Síðasta sumar komu mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít til Vestmannaeyja eftir langt ferðalag frá sædýragarðinum Changfeng Ocean World í Sjanghæ í Kína. Í ágúst var þeim komið fyrir í Klettsvík, framtíðarheimkynnum þeirra.Vísir/Vilhelm Reykjarmökk lagði yfir vesturborgina þegar hús við Bræðraborgarstíg brann í júní. Þrír létust og harmleikurinn vakti mikla umfjöllun um aðbúnað verkafólks og eftirlit með brunavörnum. Rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu að líklega hefði verið kveikt í á tveimur stöðum. Fjöldi herbergja hefði verið meiri en teikningar gerðu ráð fyrir og húseigandi átt að sækja um byggingaleyfi fyrir breyttri notkun.Vísir/Vilhelm Lögregla handtók Marek Moszczynski í tengslum við brunann. Hann var ákærður fyrir íkveikju og manndráp. Verjendur Marek fóru fram á að þinghald yrði lokað þegar hann og geðlæknar gæfu skýrslu en því var hafnað. Marek hefur neitað sök.Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson vann yfirburðasigur í forsetakosningunum sem fram fóru í júní. Hlaut hann 92,2% atkvæða en Guðmundur Franklín Jónsson 7,8%. Hér hjólar forsetinn á kjörstað.Vísir/Vilhelm Guðni og betri helmingurinn Eliza Reid þegar fyrstu tölur lágu fyrir.Vísir/Vilhelm Sniglarnir mótmæltu ástandi vega eftir banaslys á Kjalarnesi í sumar.Vísir/Vilhelm Í lok sumars skall á önnur bylgja Covid-19 faraldursins og sú þriðja um haustið. Aftur mynduðust raðir í skimun.Vísir/Vilhelm Þegar smitum fjölgaði var ungmennum gert að mæta með grímu í skólann. Víða fór öll kennsla fram á netinu.Vísir/Vilhelm Eftir ruglingslega umræðu um grímunotkun í almenningssamgöngum var tekin upp grímuskylda hjá Strætó.Vísir/Vilhelm Upplýsingafundir þríeykisins svokallaða voru fastur punktur í haust. Mörgum brá þegar fregnir bárust þess efnis að Víðir Reynisson hefði greinst með Covid-19 en hann átti stuðning þjóðarinnar og fjölmargir sendu honum baráttu- og batakveðjur.Vísir/Vilhelm Ársins 2020 verður minnst sem árs kórónuveirunnar en ef til vill líka sem ársins sem Íslendingar lærðu að bíða í röð.Vísir/Vilhelm Veirufaraldurinn hafði áhrif á allt íþróttastarf og gripið var til ýmissa ráðstafana fyrir leik karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Belgíu. Þó fór svo að eftir eina æfinguna neyddist starfsfólk liðsins að fara í sóttkví. Vísir/Vilhelm Erik Hamrén og Freyr Alexandersson voru í sóttkví en engu að síður á Laugardalsvelli þegar landsleikur Íslands og Belgíu fór fram. Félagarnir voru með grímu og á bak við gler. Vísir/Vilhelm Í október tók Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við undirskriftum 42 þúsund Íslendinga sem kröfðust lögfestingar nýrrar stjórnarskrár. Vísir/Vilhelm Þessi stórkostlega mynd náðist þegar Helgi Seljan og Þorsteinn Már Baldvinsson fundu hvorn annan í dómsal í september. Til umfjöllunar var mál Samherja gegn Seðlabankanum en bankinn gerði eins og frægt er orðið húsleitir á skrifstofum fyrirtækisins árið 2012. RÚV fjallaði um málið og síðar um meintar mútugreiðslur Samherja til ráðamanna í Namibíu, Samherjamönnum til mikils ama. Síðarnefndu gripu til vopna á YouTube á árinu.Vísir/Egill Að minnsta kosti tólf létust eftir að hópsýking braust út á Landakoti í október. Í skýrslu um málið var talað um „fullkominn storm“ aðstæðna sem leiddu til úbreiðslu sýkingarinnar og meðal annars vísað til þess að engin loftræsting væri til staðar í byggingunni.Vísir/Vilhelm Á haustmánuðum kom að því að grípa þurfti til harðra aðgerða vegna útbreiðslu Covid-19, meðal annars samkomubanns sem miðaði við tíu manns. Aðgerðirnar voru umdeildar, enda farið að gæta þreytu vegna ástandsins, en menn voru einna óhressastir með að komast ekki í ræktina og sund.Vísir/Vilhelm Stjórnvöld og sóttvarnayfirvöld voru lengst framan af samstíga en ríkisstjórnin féllst þó ekki á að skylda fólk í sóttkví við komuna til landsins.Vísir/Vilhelm Þegar leið á veturinn fóru umræður að skapast um fyrirkomulag prófa við erfiðar aðstæður.Vísir/Vilhelm Í nóvember brast á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir lagði í kjölfarið fram lagafrumvarp til að binda enda á verkfallið og sagði almannaöryggi í húfi.Vísir/Sigurjón Sprenging varð í netverslun og stóru netútsöludagarnir fjórir; Singles Day, Black Friday og Cyber Monday, hafa aldrei verið stærri að sögn verslunareigenda. Formaður Samtaka verslunar og þjónustu sagði kórónuveirufaraldurinn hafa flýtt þeirri þróun að fyrirtæki nýttu netið til að selja vörur og þjónustu.Vísir/Vilhelm Í byrjun desember hlaut Íslensk erfðagreining Útflutningsverðlaun forseta Íslands, sem var sagt hafa gengt afar þýðingarmiklu hlutverki við að ná tökum á heimsfaraldrinum og stuðlað að því að halda efnahagslega og þjóðhagslega mikilvægri starfsemi gangandi á Íslandi. Þá fékk Hildur Guðnadóttir tónskáld heiðursviðurkenningu fyrir að hafa aukið hróður landsins á erlendri grundu. Hildur vann til fjölda verðlauna á árinu, til dæmis Óskarsverðlauna, Grammy-verðlauna og BAFTA-verðlauna. Vísir/Arnar Halldórsson Gríðarmiklar aurskriður fóru gegnum Seyðisfjarðarbæ í desember. Tvær skriður féllu úr Botnum 15. desember og í kjölfarið voru nokkur hús rýmd vegna ofanflóðahættu. Fljótlega var ljóst að um yfirstandandi ástand var að ræða, enda mikil rigning, og hættustigi var lýst yfir. Hinn 18. desember féll gríðarstór skrifða á bæinn og litlu mátti muna að illa færi. Vísir/Egill Einbýlishúsið Breiðablik færðist um fimmtíu metra í einni skriðunni og snérist. Unnið var að því á Þorláksmessu að styrkja húsið til að hægt væri að bjarga þaðan munum. Greint var frá því að fjórtán hús væru hrunin eða alveg horfin eftir hamfarirnar. Til mikillar mildi urðu engin alvarleg slys á fólki.Vísir/Egill Hugur landsmanna var hjá Seyðfirðingum og margir buðu fram húsaskjól yfir jólin. „Maður er bara klökkur,“ sagði Berglind Sveinsdóttir, formaður Múlasýsludeildar Rauða krossins um stuðninginn. Ráðherrar heimsóttu Seyðisfjörð 22. desember og hétu því að standa að baki íbúum.Vísir/Vilhelm
Veður Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Eldgos og jarðhræringar Loftslagsmál Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Íslensk erfðagreining Mjaldrar í Eyjum Bruni á Bræðraborgarstíg Forsetakosningar 2020 Umferðaröryggi Stjórnarskrá Landhelgisgæslan Verslun Fréttir ársins 2020 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira