Nýju landsliðsþjálfararnir spiluðu 38 A-landsleiki saman á sínum tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2020 12:31 Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen sést hér í byrjunarliði íslenska A-landsliðsins fyrir leik á móti Skotum á Laugardalsvellinum árið 2002. Getty/Vladimir Rys Arnar Þór Viðarsson þekkjast ekki aðeins vel sem samstarfsmenn þeir voru líka liðsfélagar í landsliðinu í tæpan áratug. Arnar Þór Viðarsson var í dag ráðinn sem nýr þjálfari íslenska A-landsliðsins í knattspyrnu og mun hann hafa Eið Smára Guðjohnsen sér til aðstoðar. Það er athyglisvert að skoða aðeins landsliðsferil þeirra Arnars og Eiðs Smára nú þegar þeir eru teknir við A-landsliðinu en þeir voru saman í landsliðinu í átta ár. Samtals spiluðu þeir félagarnir 150 A-landsleiki, Eiður Smári Guðjohnsen 88 og Arnar Þór Viðarsson 52. Nýju landsliðsþjálfararnir spiluðu samtals 38 A-landsleiki saman á sínum tíma frá 1999 til 2007. Guðjón Þórðarson var fyrsti A-landsliðsþjálfarinn til að tefla þeim báðum saman í leik á móti Andorra 4. septemner 1999 en þá komu þeir báðir inn á sem varamenn í 3-0 sigri á Laugardalsvellinum. Arnar Þór kom inn á sem varamaður á 28. mínútu en Eiður Smári Guðjohnsen á 78. mínútu. Eiður Smári skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark í þessum leik. Arnar var þarna á sínu öðru ári hjá Lokeren en Eiður Smári var farinn að spila með Bolton. Arnar Þór Viðarsson hefur verið ráðinn sem nýr landsliðsþjálfari A karla.Arnar Viðarsson is our new men's national team head coach.https://t.co/4ktnoI1pFc#fyririsland pic.twitter.com/9MkccCzlhP— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 22, 2020 Arnar Þór og Eiður Smári voru fyrst saman í byrjunarliðinu hjá A-landsliðinu í leik á móti Norður Írlandi á Laugardalsvellinum 11. október 2000. Ísland vann leikinn 1-0 með marki Þórðar Guðjónssonar á 88. mínútu en þjálfari liðsins var þá Atli Eðvaldsson. Sigurmarkið kom eftir aukaspyrnu frá Eiði Smára og skallasendingu frá Heiðari Helgusyni. Arnar Þór Viðarsson skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark í sínum 39. A-landsleik en það var í 4-1 sigri í vináttulandsleik á móti Suður-Afríku á Laugardalsvellinum. Markið kom einmitt eftir stoðsendingu frá Eiði Smára Guðjohnsen. Alls voru Arnar og Eiður saman í byrjunarliði í 26 af þessum 38 A-landsleikjum sem þeir spiluðu saman og þeir voru líka oftar saman í hóp þar sem annar hvor eða báðir spiluðu ekki. Síðasti A-landsleikur þeirra saman endaði ekki vel en það var jafnframt 52. og síðasti A-landsleikur Arnars Þórs Viðarssonar. Þegar hann spilaði sinn síðasta A-landsleik þá var hann kominn upp í 17. sæti yfir leikjahæstu landsliðsmenn Íslands. Arnar situr í dag í sæti númer 35. Leikurinn var 3-0 tap á móti Liechtenstein í Vaduz í undankeppni EM 17. október 2007. Arnar fékk ekki fleiri tækifæri með A-landsliðinu eftir það því nýr landsliðsþjálfari, Ólafur Jóhannesson, valdi hann ekki í sitt landslið. Eiður Smári Guðjohnsen lék aftur á móti 39 landsleiki það sem eftir lifði af hans landsliðsferli en Eiður var í kringum A-landsliðið í níu ár í viðbót. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Segja að Eiður hætti með FH Samkvæmt heimildum vefmiðilsins 433.is mun Eiður Smári Guðjohnsen láta af störfum sem þjálfari FH í Pepsi Max deild karla eftir að hafa verið ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari. 22. desember 2020 11:15 Arnar Þór ráðinn þjálfari A-landsliðsins og Eiður Smári aðstoðar Knattspyrnusamband Íslands hefur gengið frá ráðningu Arnars Þórs Viðarssonar sem nýs þjálfara A landsliðs karla til næstu tveggja ára og hefur hann þegar hafið störf. 22. desember 2020 10:37 „Er löngu búið að ákveða að ráða Arnar Þór?“ Strákunum í Sportinu í dag finnst líklegt að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sé búinn að ákveða hver eigi að vera næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 18. desember 2020 13:00 Arnar Þór: Ætlum að reyna ná í stig og fara áfram Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska U21 árs landsliðsins, segir að íslenska liðið stefni ekki á að vera bara með í úrslitakeppni EM heldur ætli liðið sér einhverja hluti. 10. desember 2020 20:16 Arnar hefur rætt við forráðamenn KSÍ: „Ef einhver býður mér að taka við íslenska A-landsliðinu þá segi ég já“ Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21 árs landsliðsins, hefur áhuga á því að gerast A-landsliðsþjálfari. Segir Arnar að hann hafi rætt við forráðamenn KSÍ líkt og aðrir kandídatar. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöld. 10. desember 2020 18:17 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson var í dag ráðinn sem nýr þjálfari íslenska A-landsliðsins í knattspyrnu og mun hann hafa Eið Smára Guðjohnsen sér til aðstoðar. Það er athyglisvert að skoða aðeins landsliðsferil þeirra Arnars og Eiðs Smára nú þegar þeir eru teknir við A-landsliðinu en þeir voru saman í landsliðinu í átta ár. Samtals spiluðu þeir félagarnir 150 A-landsleiki, Eiður Smári Guðjohnsen 88 og Arnar Þór Viðarsson 52. Nýju landsliðsþjálfararnir spiluðu samtals 38 A-landsleiki saman á sínum tíma frá 1999 til 2007. Guðjón Þórðarson var fyrsti A-landsliðsþjálfarinn til að tefla þeim báðum saman í leik á móti Andorra 4. septemner 1999 en þá komu þeir báðir inn á sem varamenn í 3-0 sigri á Laugardalsvellinum. Arnar Þór kom inn á sem varamaður á 28. mínútu en Eiður Smári Guðjohnsen á 78. mínútu. Eiður Smári skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark í þessum leik. Arnar var þarna á sínu öðru ári hjá Lokeren en Eiður Smári var farinn að spila með Bolton. Arnar Þór Viðarsson hefur verið ráðinn sem nýr landsliðsþjálfari A karla.Arnar Viðarsson is our new men's national team head coach.https://t.co/4ktnoI1pFc#fyririsland pic.twitter.com/9MkccCzlhP— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 22, 2020 Arnar Þór og Eiður Smári voru fyrst saman í byrjunarliðinu hjá A-landsliðinu í leik á móti Norður Írlandi á Laugardalsvellinum 11. október 2000. Ísland vann leikinn 1-0 með marki Þórðar Guðjónssonar á 88. mínútu en þjálfari liðsins var þá Atli Eðvaldsson. Sigurmarkið kom eftir aukaspyrnu frá Eiði Smára og skallasendingu frá Heiðari Helgusyni. Arnar Þór Viðarsson skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark í sínum 39. A-landsleik en það var í 4-1 sigri í vináttulandsleik á móti Suður-Afríku á Laugardalsvellinum. Markið kom einmitt eftir stoðsendingu frá Eiði Smára Guðjohnsen. Alls voru Arnar og Eiður saman í byrjunarliði í 26 af þessum 38 A-landsleikjum sem þeir spiluðu saman og þeir voru líka oftar saman í hóp þar sem annar hvor eða báðir spiluðu ekki. Síðasti A-landsleikur þeirra saman endaði ekki vel en það var jafnframt 52. og síðasti A-landsleikur Arnars Þórs Viðarssonar. Þegar hann spilaði sinn síðasta A-landsleik þá var hann kominn upp í 17. sæti yfir leikjahæstu landsliðsmenn Íslands. Arnar situr í dag í sæti númer 35. Leikurinn var 3-0 tap á móti Liechtenstein í Vaduz í undankeppni EM 17. október 2007. Arnar fékk ekki fleiri tækifæri með A-landsliðinu eftir það því nýr landsliðsþjálfari, Ólafur Jóhannesson, valdi hann ekki í sitt landslið. Eiður Smári Guðjohnsen lék aftur á móti 39 landsleiki það sem eftir lifði af hans landsliðsferli en Eiður var í kringum A-landsliðið í níu ár í viðbót.
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Segja að Eiður hætti með FH Samkvæmt heimildum vefmiðilsins 433.is mun Eiður Smári Guðjohnsen láta af störfum sem þjálfari FH í Pepsi Max deild karla eftir að hafa verið ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari. 22. desember 2020 11:15 Arnar Þór ráðinn þjálfari A-landsliðsins og Eiður Smári aðstoðar Knattspyrnusamband Íslands hefur gengið frá ráðningu Arnars Þórs Viðarssonar sem nýs þjálfara A landsliðs karla til næstu tveggja ára og hefur hann þegar hafið störf. 22. desember 2020 10:37 „Er löngu búið að ákveða að ráða Arnar Þór?“ Strákunum í Sportinu í dag finnst líklegt að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sé búinn að ákveða hver eigi að vera næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 18. desember 2020 13:00 Arnar Þór: Ætlum að reyna ná í stig og fara áfram Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska U21 árs landsliðsins, segir að íslenska liðið stefni ekki á að vera bara með í úrslitakeppni EM heldur ætli liðið sér einhverja hluti. 10. desember 2020 20:16 Arnar hefur rætt við forráðamenn KSÍ: „Ef einhver býður mér að taka við íslenska A-landsliðinu þá segi ég já“ Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21 árs landsliðsins, hefur áhuga á því að gerast A-landsliðsþjálfari. Segir Arnar að hann hafi rætt við forráðamenn KSÍ líkt og aðrir kandídatar. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöld. 10. desember 2020 18:17 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Sjá meira
Segja að Eiður hætti með FH Samkvæmt heimildum vefmiðilsins 433.is mun Eiður Smári Guðjohnsen láta af störfum sem þjálfari FH í Pepsi Max deild karla eftir að hafa verið ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari. 22. desember 2020 11:15
Arnar Þór ráðinn þjálfari A-landsliðsins og Eiður Smári aðstoðar Knattspyrnusamband Íslands hefur gengið frá ráðningu Arnars Þórs Viðarssonar sem nýs þjálfara A landsliðs karla til næstu tveggja ára og hefur hann þegar hafið störf. 22. desember 2020 10:37
„Er löngu búið að ákveða að ráða Arnar Þór?“ Strákunum í Sportinu í dag finnst líklegt að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sé búinn að ákveða hver eigi að vera næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 18. desember 2020 13:00
Arnar Þór: Ætlum að reyna ná í stig og fara áfram Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska U21 árs landsliðsins, segir að íslenska liðið stefni ekki á að vera bara með í úrslitakeppni EM heldur ætli liðið sér einhverja hluti. 10. desember 2020 20:16
Arnar hefur rætt við forráðamenn KSÍ: „Ef einhver býður mér að taka við íslenska A-landsliðinu þá segi ég já“ Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21 árs landsliðsins, hefur áhuga á því að gerast A-landsliðsþjálfari. Segir Arnar að hann hafi rætt við forráðamenn KSÍ líkt og aðrir kandídatar. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöld. 10. desember 2020 18:17