Sport

Dag­skráin í dag: Gylfi Þór mætir Man Utd, stór­leikur á Ítalíu, Real Madrid og HM í pílu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson mun hafa í nógu að snúast í kringum jólin líkt og síðustu ár.
Gylfi Þór Sigurðsson mun hafa í nógu að snúast í kringum jólin líkt og síðustu ár. Getty/Sebastian Frej

Þó jólahátíðin sé aðeins handan við hornið er svo sannarlega nóg um að vera á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag. Heimsmeistaramótið í pílukasti heldur áfram, tveir leikir eru á dagskrá í enska deildarbikarnum og þá eru stórlið að keppa á Spáni og Ítalíu

Gylfi Þor Sigurðsson tekur á móti Manchester United í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins. AC Milan og Real Madrid eru einnig í sviðsljósinu sem og Tottenham Hotspur.

Stöð 2 Sport

Klukkan 17.20 er leikur Hellas Verona og Inter Milan á dagskrá í ítölsku úrvalsdeildinni. Að honum loknum er komið að stórleik AC Milan og Lazio en útsending hefst klukkan 19.35.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 17.20 er komið að leik Stoke City og Tottenham Hotspur í enska deildarbikarnum. Það verður áhugavert að sjá hversu sterku liði José Mourinho stillir upp. Við förum svo frá Stoke til Bítlaborgarinnar þar sem Everton tekur á móti Manchester United.

Carlo Ancelotti hefur lofað að stilla upp sínu sterkasta liði, hvað gerir Ole Gunnar Solskjær?

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 12.00 er HM í pílukasti á dagskrá. Við förum svo aftur af stað klukkan 18.00.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 18.35 hefst útsending leiks Real Madrid og Granada. Spánarmeistararnir hafa fundið vopn sín og eru til alls líklegir þessa dagana.

Dagskráin í dag.

Framundan í beinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×