40 fjölskyldur fengu að snúa heim í dag Sunna Sæmundsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 28. desember 2020 20:45 Loftmyndir frá Seyðisfirði sýna greinilega þá eyðileggingu sem orðið hefur. Vísir/Egill Fjörutíu fjölskyldur fengu að snúa aftur heim á Seyðisfjörð í dag eftir að rýmingum var aflétt að hluta. Einhverjir eru þó enn óöruggir og treysta sér ekki aftur í bæinn. Áfram er í gildi hættustig á Seyðisfirði en stöðugleiki hefur farið vaxandi og ekki hefur mælst hreyfing á skriðusvæðinu síðasta sólarhringinn. Í dag var því ákveðið að aflétta rýmingu að hluta. „Þannig að fólk í einhverjum fjörtíu húsum í götum þarna ofar í hlíðinni er öruggt að snúa aftur heim,“ segir Björn Oddsson, hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Fjöldi húsa eru illa farin, skemmd eða ónýt eftir skriðurnar og ekki er víst hvað bíður fólksins sem nú er að fara heim. „En það þarf náttúrlega að tryggja að aðkoma húsanna sé í lagi, það er að segja ef það er aur eða annað á götum og síðan þarf bara að skoða vel hvernig húsin hafa orðið úti eftir skriðuföll síðustu daga,“ segir Björn. Enn eru þó um eitt hundrað manns sem ekki mega snúa á heimili sín á rýmingarsvæðinu. Íbúarnir mega þó fara í björtu í fylgd björgunarsveita að ná í nauðsynjar á heimili sín. „En svo á eftir að koma í ljós hversu margir ákveða að snúa heim,“ segir Björn. Ljóst er að íbúar urðu fyrir miklu áfalli og við síðustu afléttingu á rýmingu treystu sér ekki allir þeir sem sem máttu fara til baka, til að gera svo. Björn segir að fólkinu hafi þó verið tryggður sálrænn stuðningur. Hreinsunarstarfi var slegið á frest yfir hátíðirnar vegna hláku og rigningar en á næstu dögum stendur til að halda því áfram, tryggja aðgengi að húsum og síðan meta ástand þeirra. Eru margir að fara taka þátt íþví? „Eins margir og hægt er en við erum ekki að fara með óþarfa mikið af mannskap inn á svæði sem að hugsanlega eru ennþá talin hættuleg,“ segir Björn. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Náttúruhamfarir Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Sjá meira
Áfram er í gildi hættustig á Seyðisfirði en stöðugleiki hefur farið vaxandi og ekki hefur mælst hreyfing á skriðusvæðinu síðasta sólarhringinn. Í dag var því ákveðið að aflétta rýmingu að hluta. „Þannig að fólk í einhverjum fjörtíu húsum í götum þarna ofar í hlíðinni er öruggt að snúa aftur heim,“ segir Björn Oddsson, hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Fjöldi húsa eru illa farin, skemmd eða ónýt eftir skriðurnar og ekki er víst hvað bíður fólksins sem nú er að fara heim. „En það þarf náttúrlega að tryggja að aðkoma húsanna sé í lagi, það er að segja ef það er aur eða annað á götum og síðan þarf bara að skoða vel hvernig húsin hafa orðið úti eftir skriðuföll síðustu daga,“ segir Björn. Enn eru þó um eitt hundrað manns sem ekki mega snúa á heimili sín á rýmingarsvæðinu. Íbúarnir mega þó fara í björtu í fylgd björgunarsveita að ná í nauðsynjar á heimili sín. „En svo á eftir að koma í ljós hversu margir ákveða að snúa heim,“ segir Björn. Ljóst er að íbúar urðu fyrir miklu áfalli og við síðustu afléttingu á rýmingu treystu sér ekki allir þeir sem sem máttu fara til baka, til að gera svo. Björn segir að fólkinu hafi þó verið tryggður sálrænn stuðningur. Hreinsunarstarfi var slegið á frest yfir hátíðirnar vegna hláku og rigningar en á næstu dögum stendur til að halda því áfram, tryggja aðgengi að húsum og síðan meta ástand þeirra. Eru margir að fara taka þátt íþví? „Eins margir og hægt er en við erum ekki að fara með óþarfa mikið af mannskap inn á svæði sem að hugsanlega eru ennþá talin hættuleg,“ segir Björn.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Náttúruhamfarir Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Sjá meira