Mengunin sérstaklega skaðleg fólki sem glímir við eftirköst COVID-19 Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. desember 2020 14:22 Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir að ákjósanlegast sé að skammta sér tíma úti við á gamlárskvöld því svifryksmengun verður gífurleg. Þeir sem eru veikir fyrir ættu að halda sig innandyra og passa að gluggar séu lokaðir. Vísir/Vilhelm Á gamlárskvöld er útlit fyrir talsverða svifryksmengun af völdum flugelda því hægviðri er spáð annað kvöld um land allt. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að mengunin sé skaðlegust þeim sem veikir eru fyrir líkt og fólk sem glímir við eftirköst COVID-19 sem er sjúkdómur sem herjar á öndunarfærin. Mengunin verður þó slík að flestir ættu að finna fyrir óþægindum. Þorsteinn mælir með því að fólk skammti sér tíma úti við annað kvöld. Þeir sem veikir eru fyrir ættu þó að halda sig innandyra og passa að gluggarnir séu lokaðir. Við þær veðuraðstæður sem eru í kortunum annað kvöld á mengunin sér enga undankomuleið og því er viðbúið að loftgæðin verði með eindæmum slæm. Mörgum er minnisstæð flugeldamengunin sem myndaðist áramótin 2016/2017 en þá mátti vart sjá litadýrðina fyrir reykmekkinum. „Það er viðbúið að það verði talsverð mengun langt fram eftir nóttu og jafnvel fram eftir morgni. Loftið nær ekki að þynnast,“ sagði Þorsteinn. „Þetta hefur náttúrulega fyrst og fremst áhrif á þá sem veikir eru fyrir og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma en í raun hefur þetta einhver áhrif á alla þegar þetta er orðið svona mikið. Ef við erum að tala um klukkustundarstyrkur svifryks verði upp á nokkur hundruð eða jafnvel nokkur þúsund míkrógrömm á rúmmetra þá gætu allir fundið fyrir einhverjum óþægindum.“ Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun.Vísir/Egill Þorsteinn segir að hópurinn sé nokkuð stór sem þarf sérstaklega að gæta sín á gamlárskvöld. „Það má segja ung börn, fólk með undirliggjandi sjúkdóma, allt eldra fólk og núna á þessum COVID-tímum bætist við þessi hópur sem hefur fengið COVID og glímir við eftirköstin og þeir eru þá líka viðkvæmir fyrir þessu.“ Viðkvæmir flýja svifryksmengunina í höfuðborginni Flugeldasala hefur gengið afar vel þetta árið en Þorsteinn biðlar til fólks að fresta sprengingum þar til á þrettándanum. Og í staðinn fyrir að kaupa flugelda sé hægt að styrkja björgunarsveitirnar með beinum framlögum. Hvað getur fólk gert til að verja sig og sína? „Já, áhrif á heilsu eru líka mikið tengd tímabilinu sem þú ert í þessari miklu mengun, þannig að takmörkun á útivist er það sem hægt er að gera, hægt er að halda sig innandyra með lokaða glugga og svo heyrir maður á viðkvæmu fólki sem hreinlega fer út á land, í sumarbústað eða eitthvað þannig að sumir eru í erfiðri stöðu.“ Umhverfismál Áramót Flugeldar Tengdar fréttir „Við slíkar aðstæður á flugeldamengun sér enga undankomuleið“ Það er viðbúið að loftgæði verði léleg þar sem mikið af flugeldum verður skotið upp annað kvöld þar sem vindur verður afar hægur víðast hvar auk þess sem loftið yfir landinu verður nokkuð stöðugt. 30. desember 2020 08:21 Kjöraðstæður fyrir loftmengun í stilltu veðri á gamlárskvöld Búast má við köldu, stilltu og björtu veðri á öllu landinu á gamlárskvöld. Flugeldar munu því njóta sín vel en loftgæði verða líkast til mjög léleg. 28. desember 2020 18:57 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Þorsteinn mælir með því að fólk skammti sér tíma úti við annað kvöld. Þeir sem veikir eru fyrir ættu þó að halda sig innandyra og passa að gluggarnir séu lokaðir. Við þær veðuraðstæður sem eru í kortunum annað kvöld á mengunin sér enga undankomuleið og því er viðbúið að loftgæðin verði með eindæmum slæm. Mörgum er minnisstæð flugeldamengunin sem myndaðist áramótin 2016/2017 en þá mátti vart sjá litadýrðina fyrir reykmekkinum. „Það er viðbúið að það verði talsverð mengun langt fram eftir nóttu og jafnvel fram eftir morgni. Loftið nær ekki að þynnast,“ sagði Þorsteinn. „Þetta hefur náttúrulega fyrst og fremst áhrif á þá sem veikir eru fyrir og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma en í raun hefur þetta einhver áhrif á alla þegar þetta er orðið svona mikið. Ef við erum að tala um klukkustundarstyrkur svifryks verði upp á nokkur hundruð eða jafnvel nokkur þúsund míkrógrömm á rúmmetra þá gætu allir fundið fyrir einhverjum óþægindum.“ Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun.Vísir/Egill Þorsteinn segir að hópurinn sé nokkuð stór sem þarf sérstaklega að gæta sín á gamlárskvöld. „Það má segja ung börn, fólk með undirliggjandi sjúkdóma, allt eldra fólk og núna á þessum COVID-tímum bætist við þessi hópur sem hefur fengið COVID og glímir við eftirköstin og þeir eru þá líka viðkvæmir fyrir þessu.“ Viðkvæmir flýja svifryksmengunina í höfuðborginni Flugeldasala hefur gengið afar vel þetta árið en Þorsteinn biðlar til fólks að fresta sprengingum þar til á þrettándanum. Og í staðinn fyrir að kaupa flugelda sé hægt að styrkja björgunarsveitirnar með beinum framlögum. Hvað getur fólk gert til að verja sig og sína? „Já, áhrif á heilsu eru líka mikið tengd tímabilinu sem þú ert í þessari miklu mengun, þannig að takmörkun á útivist er það sem hægt er að gera, hægt er að halda sig innandyra með lokaða glugga og svo heyrir maður á viðkvæmu fólki sem hreinlega fer út á land, í sumarbústað eða eitthvað þannig að sumir eru í erfiðri stöðu.“
Umhverfismál Áramót Flugeldar Tengdar fréttir „Við slíkar aðstæður á flugeldamengun sér enga undankomuleið“ Það er viðbúið að loftgæði verði léleg þar sem mikið af flugeldum verður skotið upp annað kvöld þar sem vindur verður afar hægur víðast hvar auk þess sem loftið yfir landinu verður nokkuð stöðugt. 30. desember 2020 08:21 Kjöraðstæður fyrir loftmengun í stilltu veðri á gamlárskvöld Búast má við köldu, stilltu og björtu veðri á öllu landinu á gamlárskvöld. Flugeldar munu því njóta sín vel en loftgæði verða líkast til mjög léleg. 28. desember 2020 18:57 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
„Við slíkar aðstæður á flugeldamengun sér enga undankomuleið“ Það er viðbúið að loftgæði verði léleg þar sem mikið af flugeldum verður skotið upp annað kvöld þar sem vindur verður afar hægur víðast hvar auk þess sem loftið yfir landinu verður nokkuð stöðugt. 30. desember 2020 08:21
Kjöraðstæður fyrir loftmengun í stilltu veðri á gamlárskvöld Búast má við köldu, stilltu og björtu veðri á öllu landinu á gamlárskvöld. Flugeldar munu því njóta sín vel en loftgæði verða líkast til mjög léleg. 28. desember 2020 18:57