Ekki er vitað hvort að Silkeborg kaupi Patrik en reikna má með því að um sé að ræða lán eftir að aðalmarkvörður Silkeborg meiddist illa á dögunum.
Patrik var fyrir áramót á láni hjá öðru dönsku B-deildarfélagi, Viborg, en þar lék hann tólf leiki og skildi við liðið í efsta sæti deildarinnar.
En meget lille efterbøvs: Jeg gætter i pod en på, at Silkeborg lejer HC Bernat i OB. Det sker ikke - SIF henter (som jeg hører det) i stedet Patrik Gunnarsson i Brentford.
— Lasse Vøge (@LasseVge) December 30, 2020
Silkeborg er í þriðja sæti deildarinnar, er sjö stigum á eftir Viborg, en með liðinu leikur Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson.
Hinn tvítugi Patrik hefur verið á mála hjá Brentford síðan 2018 er hann gekk í raðir félagsins frá Breiðabliki.
Einnig hefur hann verið lánaður til Southend en hann er hluti af íslenska U21-árs landsliðinu sem tryggði sér sæti á EM á árinu.