Asbest-klæðning í útihúsi sem brann til kaldra kola í nótt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. desember 2020 11:47 Brunavarnir Suðurnesja stóðu í stórræðum í nótt. Vísir/Einar Árnason Útihús við Merkines í Höfnum á Reykjanesi varð alelda í nótt. Allt tiltækt slökkvilið frá Bunavörnum Suðurnesja auk lögreglu var kallað til vegna eldsins en hlaðan þar sem eldurinn kom upp er brunnin til kaldra kola. Asbest var í klæðningu hlöðunnar sem brann. Það var upp úr klukkan eitt í nótt sem tilkynning barst um eldinn og var hlaðan orðin alelda þegar slökkvilið bar að garði. Slökkvistarfi lauk klukkan rúmlega fjögur í nótt en slökkvilið þurfti að fara aftur í morgun til að slökkva glæður sem höfðu kviknað að nýju í rústum hússins. Engan sakaði í brunanum. „Þetta var alelda þegar þeir komu að þessu, Þetta er svona steyptur kjallari og timburhús ofan á og þetta var alelda,“ segir Ármann Árnason, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, í samtali við Vísi en sjálfur var hann ekki á vettvangi í nótt. Ekkert liggur fyrir á þessari stundu um möguleg eldsupptök. „Við fengum tilkynninguna bara strax þegar við komum á staðinn að það væri asbest í klæðningum þarna inni. Þannig að það þurfti að fara mjög varlega í sambandi við að vera í reyknum og öllu. Þannig að það voru allir í reykköfunarbúnaði á staðnum og við þurftum að fá viðbótarvatn úr tankbíl,“ segir Ármann. „Asbestið er ekki gott þegar það fer svona út í andrúmsloftið.“ Víkurfréttir fjölluðu um brunann í nótt og birtir myndskeið af eldinum þar sem glögglega má sjá um hversu mikinn eld var að ræða. Samkvæmt frétt Víkurfrétta fundu íbúar í Suðurnesjabæ, bæði í Sandgerði og Garði, sterka brunalykt í nótt án þess að vita að upptök eldsins væru við Hafnir. Reykjanesbær Suðurnesjabær Slökkvilið Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Það var upp úr klukkan eitt í nótt sem tilkynning barst um eldinn og var hlaðan orðin alelda þegar slökkvilið bar að garði. Slökkvistarfi lauk klukkan rúmlega fjögur í nótt en slökkvilið þurfti að fara aftur í morgun til að slökkva glæður sem höfðu kviknað að nýju í rústum hússins. Engan sakaði í brunanum. „Þetta var alelda þegar þeir komu að þessu, Þetta er svona steyptur kjallari og timburhús ofan á og þetta var alelda,“ segir Ármann Árnason, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, í samtali við Vísi en sjálfur var hann ekki á vettvangi í nótt. Ekkert liggur fyrir á þessari stundu um möguleg eldsupptök. „Við fengum tilkynninguna bara strax þegar við komum á staðinn að það væri asbest í klæðningum þarna inni. Þannig að það þurfti að fara mjög varlega í sambandi við að vera í reyknum og öllu. Þannig að það voru allir í reykköfunarbúnaði á staðnum og við þurftum að fá viðbótarvatn úr tankbíl,“ segir Ármann. „Asbestið er ekki gott þegar það fer svona út í andrúmsloftið.“ Víkurfréttir fjölluðu um brunann í nótt og birtir myndskeið af eldinum þar sem glögglega má sjá um hversu mikinn eld var að ræða. Samkvæmt frétt Víkurfrétta fundu íbúar í Suðurnesjabæ, bæði í Sandgerði og Garði, sterka brunalykt í nótt án þess að vita að upptök eldsins væru við Hafnir.
Reykjanesbær Suðurnesjabær Slökkvilið Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira