Undirrituðu kaupsamning í síðustu viku og opna aftur á næstu dögum Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2020 09:24 Tómlegt um að litast í verslun Cintamani á Laugavegi fyrir nokkru. Vísir/arnar Íslandsbanki hefur lokið söluferli á vörumerkinu Cintamani ásamt vörulager og léni félagsins. Kaupandi félagsins er Cinta 2020 ehf. og var kaupsamningur undirritaður í lok síðustu viku, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslandsbanka. Cintamani hefur um þrjátíu ára skeið framleitt og selt útivistarfatnað. Íslandsbanki hóf söluferli á Cintamani í lok janúar síðastliðnum, eftir að fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta, og var áhugasömum boðið að skila inn tilboðum fram í febrúar. Í tilkynningu segir að verslun Cintamani í Garðabæ verði opnuð á næstu dögum auk þess sem vefverslun félagsins verði opnuð á nýjan leik. „Þá hefur nýr eigandi tekið ákvörðun um að þeir viðskiptavinir sem áttu gjafabréf og innleggsnótur hjá félaginu geti nýtt þær hjá nýjum eigendum. Eru þeir aðilar hvattir til að hafa samband í gegnum netfangið gjafabref@cintamani.is,“ segir í tilkynningu Íslandsbanka. Greint var frá því í febrúar að kauptilboð í Cintamani hefði verið samþykkt og þá var þegar tilkynnt að rekstur undir merkjum félagsins hæfist að nýju von bráðar. Rekstur Cintamani hefur gengið erfiðlega allt frá árinu 2016. Félagið hefur reglulega verið sett í söluferli síðan þá. Fyrirtækið lokaði nýlega verslun sinni í Bankastræti og þá hafði verið tilkynnt um lokun verslana í Smáralind og á Akureyri. Enn voru Cintamaniverslanir opnar á Laugavegi og í Kringlunni. Gjaldþrot Verslun Íslenskir bankar Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Íslandsbanki hefur lokið söluferli á vörumerkinu Cintamani ásamt vörulager og léni félagsins. Kaupandi félagsins er Cinta 2020 ehf. og var kaupsamningur undirritaður í lok síðustu viku, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslandsbanka. Cintamani hefur um þrjátíu ára skeið framleitt og selt útivistarfatnað. Íslandsbanki hóf söluferli á Cintamani í lok janúar síðastliðnum, eftir að fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta, og var áhugasömum boðið að skila inn tilboðum fram í febrúar. Í tilkynningu segir að verslun Cintamani í Garðabæ verði opnuð á næstu dögum auk þess sem vefverslun félagsins verði opnuð á nýjan leik. „Þá hefur nýr eigandi tekið ákvörðun um að þeir viðskiptavinir sem áttu gjafabréf og innleggsnótur hjá félaginu geti nýtt þær hjá nýjum eigendum. Eru þeir aðilar hvattir til að hafa samband í gegnum netfangið gjafabref@cintamani.is,“ segir í tilkynningu Íslandsbanka. Greint var frá því í febrúar að kauptilboð í Cintamani hefði verið samþykkt og þá var þegar tilkynnt að rekstur undir merkjum félagsins hæfist að nýju von bráðar. Rekstur Cintamani hefur gengið erfiðlega allt frá árinu 2016. Félagið hefur reglulega verið sett í söluferli síðan þá. Fyrirtækið lokaði nýlega verslun sinni í Bankastræti og þá hafði verið tilkynnt um lokun verslana í Smáralind og á Akureyri. Enn voru Cintamaniverslanir opnar á Laugavegi og í Kringlunni.
Gjaldþrot Verslun Íslenskir bankar Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira