Þróunin þurfi ekki að koma á óvart Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. mars 2020 13:31 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjón hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm 250 smit kórónuveriunnar sem veldur Covid-19 hafa nú verið staðfest hér á landi og ríflega 2400 eru í sóttkví þegar þetta er skrifað. 43 ný smit kórónuveiru greindust í gær og höfðu þá aldrei greinst fleiri á einum degi frá því að faraldurinn hófst hér á landi. Þeir sem greindust í gær voru þá rúmlega 17% allra þeirra sem greinst hafa með veiruna. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjón hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart. Staðan ekki slæm í augnablikinu „Eðli svona faraldurs er náttúrlega sá að hann fer stigvaxandi og það er þessi kúrva sem við erum alltaf að tala um. Þetta smám saman hækkar þangað til það nær toppi og við munum alveg örugglega sjá sveiflur milli daga eins og við sjáum í gær og síðan í fyrradag. En þetta þýðir ekkert endilega að dagurinn í dag eða dagurinn á morgun verði svona toppar,“ segir Víðir. Greint var frá því í gær að unnið væri að því að útvega fleiri pinna sem notaðir eru til að taka sýni. „Við eigum alveg nóg í augnablikinu til þess að gera það sem að er verið að vinna þessa dagana en við erum að reyna að útvega okkur fleiri. En staðan er ekkert slæm í augnablikinu,“ segir Víðir. Skólum og hótelum lokað Nú er þriðji dagurinn í samkomubanni runninn upp og áhrifanna gætir víða í samfélaginu. Grunnskóla Húnaþings vestra hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem starfsmaður skólans hefur greinst með kórónuveiruna. Skólahald í Klettaskóla mun einnig falla niður um óákveðinn tíma vegna kórónuveirusmits sem kom upp hjá starfsmanni en áður hafði minnst tveimur öðrum skólum verið lokað vegna smits, Háteigsskóla og Grunnskólanum í Hveragerði „Það þarf lítið til að raska þessu og jafnvel að skólum loki eins og við höfum séð,“ segir Víðir. Nú herðir einnig að starfsemi hótela og gistihúsa en eigandi Center-hótela hefur til að mynda gripið til þess ráðs að loka fimm af sjö hótelum keðjunnar. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag og svipaða sögu virðist vera að segja af öðrum hótelum landsins að því er fram kemur í blaðinu. KEA hótel hafa þegar lokað hóteli sínu í Austurstræti og er til skoðunar að sameina rekstur fleiri KEA hótela í borginni, svo fátt eitt sé nefnt. Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að útvíkka enn frekar svokölluð hááhættusvæði vegna Covid-19 og frá og með morgundeginum þurfa allir Íslendingar og aðrir sem hafa búsetu á Íslandi að fara í tveggja vikna sóttkví, óháð því hvaðan þeir eru að koma. Undanþegnir eru flugáhafnir og áhafnir flutningaskipa. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
250 smit kórónuveriunnar sem veldur Covid-19 hafa nú verið staðfest hér á landi og ríflega 2400 eru í sóttkví þegar þetta er skrifað. 43 ný smit kórónuveiru greindust í gær og höfðu þá aldrei greinst fleiri á einum degi frá því að faraldurinn hófst hér á landi. Þeir sem greindust í gær voru þá rúmlega 17% allra þeirra sem greinst hafa með veiruna. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjón hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart. Staðan ekki slæm í augnablikinu „Eðli svona faraldurs er náttúrlega sá að hann fer stigvaxandi og það er þessi kúrva sem við erum alltaf að tala um. Þetta smám saman hækkar þangað til það nær toppi og við munum alveg örugglega sjá sveiflur milli daga eins og við sjáum í gær og síðan í fyrradag. En þetta þýðir ekkert endilega að dagurinn í dag eða dagurinn á morgun verði svona toppar,“ segir Víðir. Greint var frá því í gær að unnið væri að því að útvega fleiri pinna sem notaðir eru til að taka sýni. „Við eigum alveg nóg í augnablikinu til þess að gera það sem að er verið að vinna þessa dagana en við erum að reyna að útvega okkur fleiri. En staðan er ekkert slæm í augnablikinu,“ segir Víðir. Skólum og hótelum lokað Nú er þriðji dagurinn í samkomubanni runninn upp og áhrifanna gætir víða í samfélaginu. Grunnskóla Húnaþings vestra hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem starfsmaður skólans hefur greinst með kórónuveiruna. Skólahald í Klettaskóla mun einnig falla niður um óákveðinn tíma vegna kórónuveirusmits sem kom upp hjá starfsmanni en áður hafði minnst tveimur öðrum skólum verið lokað vegna smits, Háteigsskóla og Grunnskólanum í Hveragerði „Það þarf lítið til að raska þessu og jafnvel að skólum loki eins og við höfum séð,“ segir Víðir. Nú herðir einnig að starfsemi hótela og gistihúsa en eigandi Center-hótela hefur til að mynda gripið til þess ráðs að loka fimm af sjö hótelum keðjunnar. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag og svipaða sögu virðist vera að segja af öðrum hótelum landsins að því er fram kemur í blaðinu. KEA hótel hafa þegar lokað hóteli sínu í Austurstræti og er til skoðunar að sameina rekstur fleiri KEA hótela í borginni, svo fátt eitt sé nefnt. Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að útvíkka enn frekar svokölluð hááhættusvæði vegna Covid-19 og frá og með morgundeginum þurfa allir Íslendingar og aðrir sem hafa búsetu á Íslandi að fara í tveggja vikna sóttkví, óháð því hvaðan þeir eru að koma. Undanþegnir eru flugáhafnir og áhafnir flutningaskipa.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira