Plácido Domingo biður konur afsökunar Atli Ísleifsson skrifar 25. febrúar 2020 14:09 Plácido Domingo á flugvellinum í Madríd í desember síðastliðinn. Getty Spænski óperusöngvarinn Plácido Domingo hefur beðið fjölda kvenna afsökunar fyrir að hafa „valdið þeim sársauka“, en þær hafa sakað hann um kynferðislega áreitni. Domingo lét af embætti sem framkvæmdastjóri Óperunnar í Los Angeles á síðasta ári eftir að fjölmargar konur ásökuðu hann um ósæmilegt athæfi. Alls hafa nú tuttugu konur nú sakað söngvarann um kynferðislega áreitni, en hann hefur hafnað ásökununum að því er fram kemur í frétt BBC. „Ég virði það að þessar konur hafi loks treyst sér til að tjá sig opinberlega um málið,“ segir í yfirlýsingu frá Domingo. „Ég vil að þær viti að mér þykir miður að hafa valdið þeim sársauka. Ég viðurkenni ábyrgð gjörða minna, og ég hef vaxið vegna þessarar reynslu.“ Yfirlýsingin kemur í kjölfar rannsóknar bandarísk stéttarfélags óperusöngkvenna, en kvartanir höfðu borist stéttarfélaginu vegna hegðunar Domingo. Fyrst var greint frá ásökununum á hendur Domingo í ágúst síðastliðinn en atvikin sem um ræðir eiga að ná aftur til níunda áratugarins. Segir í niðurstöðukafla rannsóknarteymis stéttarfélagsins að Domingo hafi ítrekað þrýst á söngkonur til kynferðislegs samneytis og skert atvinnumöguleika þeirra sem höfnuðu honum. Hinn 79 ára Domingo er einn af vinsælustu óperusöngvurum sögunnar. Hann hefur verið giftur sópransöngkonunni Marta Ornelas frá árinu 1962. Bandaríkin Spánn MeToo Tengdar fréttir Fjöldi kvenna segir Placido Domingo hafa herjað á sig Óperussöngvarinn heimsfrægi, Placido Domingo, hefur verið sakaður um margskonar kynferðisbrot gegn að minnsta kosti átta konum. 13. ágúst 2019 08:20 Plácido Domingo hættir í kjölfar ásakana Spænski óperusöngvarinn hefur tilkynnt að hann muni hætta sem framkvæmdastjóri Óperunnar í Los Angeles auk þess að hann komi ekki til með að taka þátt í framtíðaruppsetningum á vegum hennar. 3. október 2019 08:39 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Sjá meira
Spænski óperusöngvarinn Plácido Domingo hefur beðið fjölda kvenna afsökunar fyrir að hafa „valdið þeim sársauka“, en þær hafa sakað hann um kynferðislega áreitni. Domingo lét af embætti sem framkvæmdastjóri Óperunnar í Los Angeles á síðasta ári eftir að fjölmargar konur ásökuðu hann um ósæmilegt athæfi. Alls hafa nú tuttugu konur nú sakað söngvarann um kynferðislega áreitni, en hann hefur hafnað ásökununum að því er fram kemur í frétt BBC. „Ég virði það að þessar konur hafi loks treyst sér til að tjá sig opinberlega um málið,“ segir í yfirlýsingu frá Domingo. „Ég vil að þær viti að mér þykir miður að hafa valdið þeim sársauka. Ég viðurkenni ábyrgð gjörða minna, og ég hef vaxið vegna þessarar reynslu.“ Yfirlýsingin kemur í kjölfar rannsóknar bandarísk stéttarfélags óperusöngkvenna, en kvartanir höfðu borist stéttarfélaginu vegna hegðunar Domingo. Fyrst var greint frá ásökununum á hendur Domingo í ágúst síðastliðinn en atvikin sem um ræðir eiga að ná aftur til níunda áratugarins. Segir í niðurstöðukafla rannsóknarteymis stéttarfélagsins að Domingo hafi ítrekað þrýst á söngkonur til kynferðislegs samneytis og skert atvinnumöguleika þeirra sem höfnuðu honum. Hinn 79 ára Domingo er einn af vinsælustu óperusöngvurum sögunnar. Hann hefur verið giftur sópransöngkonunni Marta Ornelas frá árinu 1962.
Bandaríkin Spánn MeToo Tengdar fréttir Fjöldi kvenna segir Placido Domingo hafa herjað á sig Óperussöngvarinn heimsfrægi, Placido Domingo, hefur verið sakaður um margskonar kynferðisbrot gegn að minnsta kosti átta konum. 13. ágúst 2019 08:20 Plácido Domingo hættir í kjölfar ásakana Spænski óperusöngvarinn hefur tilkynnt að hann muni hætta sem framkvæmdastjóri Óperunnar í Los Angeles auk þess að hann komi ekki til með að taka þátt í framtíðaruppsetningum á vegum hennar. 3. október 2019 08:39 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Sjá meira
Fjöldi kvenna segir Placido Domingo hafa herjað á sig Óperussöngvarinn heimsfrægi, Placido Domingo, hefur verið sakaður um margskonar kynferðisbrot gegn að minnsta kosti átta konum. 13. ágúst 2019 08:20
Plácido Domingo hættir í kjölfar ásakana Spænski óperusöngvarinn hefur tilkynnt að hann muni hætta sem framkvæmdastjóri Óperunnar í Los Angeles auk þess að hann komi ekki til með að taka þátt í framtíðaruppsetningum á vegum hennar. 3. október 2019 08:39