Segir að Liverpool verði alltaf í skugga Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2020 09:30 Liverpool og Manchester United unnu Meistaradeildina með tuttugu ára millibili með þessum liðum, Liverpool 2019 og Manchester United 1999. Samsett/Getty Liverpool hefur verið mörgum skrefum á undan Manchester United undanfarin tímabil en það breytir ekki því að einn þekktur og harður stuðningsmaður United er tilbúinn að tala niður verðandi Englandsmeistara. Manchester United stuðningsmaðurinn Andy Tate komst í sviðsljósið fyrir eldræður sínar á netinu á stjóratíma David Moyes en það hefur aðeins minna heyrst í honum að undanförnu. Það mætti halda að slæmt gengi Manchester United og gott gengi erkifjendanna í Liverpool myndi lækka eitthvað í honum raustina en svo virðist ekki vera. Kannski vonin um að Liverpool missi Englandsmeistaratitilinn út af kórónuveirunni og gott gengi United liðsins eftir komu Bruno Fernandes hafi kveikt aftur á kappanum en það er samt líklegt að gott gengi Liverpool pirrar hann mikið. Andy Tate mætti í „Unpopular Opinion“ á 888 Sport og það er óhætt að segja að hann hafi pirrað marga stuðningsmenn Liverpool með þessum orðum sínum hér fyrir neðan. Viruses and season cancellations aside, Andy Tate REALLY isn t taking Liverpool s season of dominance too well ?????? #UnpopularOpinion pic.twitter.com/Fm60hZMNex— 888sport (@888sport) March 17, 2020 Andy Tate stendur nefnilega fastur á því að Liverpool verði alltaf í skugga Manchester United og skiptir þar engu hvernig næstu tímabil þróast. „Liverpool verður aldrei eins stórt félag og Manchester United. Við unnum fyrsta Evróputitilinn, höfum unnið ensku úrvalsdeildina þrettán sinnum og við erum með tuttugu Englandsmeistaratitla á móti ykkar átján,“ lýsti Andy Tate yfir stoltur í viðtalinu. „Þið settuð staðallinn á níunda áratugnum en við höfum sett staðalinn undanfarin 24 ár. Þegar ykkur skrikar aðeins fótur eins og 2014 þá ætlið þið aldrei að komast yfir það,“ sagði Andy Tate og vísaði þá til þess þegar fyrirliðinn Steven Gerrard flaug á hausinn og gaf mark í leik á móti Chelsea sem á endanum þýddi það að Liverpool missti af Englandmeistaratitlinum. „Sama hvað þið gerið þá verðið þið aldrei eins stór eins og við af því að við erum alltaf þessi litla fluga á rúðunni sem fer aldrei. Liverpool verður alltaf í skugganum af Manchester United,“ sagði Andy Tate. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Í beinni: Man. City - Man. Utd | Borgarslagur á Etihad Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Man. Utd | Borgarslagur á Etihad Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sjá meira
Liverpool hefur verið mörgum skrefum á undan Manchester United undanfarin tímabil en það breytir ekki því að einn þekktur og harður stuðningsmaður United er tilbúinn að tala niður verðandi Englandsmeistara. Manchester United stuðningsmaðurinn Andy Tate komst í sviðsljósið fyrir eldræður sínar á netinu á stjóratíma David Moyes en það hefur aðeins minna heyrst í honum að undanförnu. Það mætti halda að slæmt gengi Manchester United og gott gengi erkifjendanna í Liverpool myndi lækka eitthvað í honum raustina en svo virðist ekki vera. Kannski vonin um að Liverpool missi Englandsmeistaratitilinn út af kórónuveirunni og gott gengi United liðsins eftir komu Bruno Fernandes hafi kveikt aftur á kappanum en það er samt líklegt að gott gengi Liverpool pirrar hann mikið. Andy Tate mætti í „Unpopular Opinion“ á 888 Sport og það er óhætt að segja að hann hafi pirrað marga stuðningsmenn Liverpool með þessum orðum sínum hér fyrir neðan. Viruses and season cancellations aside, Andy Tate REALLY isn t taking Liverpool s season of dominance too well ?????? #UnpopularOpinion pic.twitter.com/Fm60hZMNex— 888sport (@888sport) March 17, 2020 Andy Tate stendur nefnilega fastur á því að Liverpool verði alltaf í skugga Manchester United og skiptir þar engu hvernig næstu tímabil þróast. „Liverpool verður aldrei eins stórt félag og Manchester United. Við unnum fyrsta Evróputitilinn, höfum unnið ensku úrvalsdeildina þrettán sinnum og við erum með tuttugu Englandsmeistaratitla á móti ykkar átján,“ lýsti Andy Tate yfir stoltur í viðtalinu. „Þið settuð staðallinn á níunda áratugnum en við höfum sett staðalinn undanfarin 24 ár. Þegar ykkur skrikar aðeins fótur eins og 2014 þá ætlið þið aldrei að komast yfir það,“ sagði Andy Tate og vísaði þá til þess þegar fyrirliðinn Steven Gerrard flaug á hausinn og gaf mark í leik á móti Chelsea sem á endanum þýddi það að Liverpool missti af Englandmeistaratitlinum. „Sama hvað þið gerið þá verðið þið aldrei eins stór eins og við af því að við erum alltaf þessi litla fluga á rúðunni sem fer aldrei. Liverpool verður alltaf í skugganum af Manchester United,“ sagði Andy Tate.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Í beinni: Man. City - Man. Utd | Borgarslagur á Etihad Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Man. Utd | Borgarslagur á Etihad Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sjá meira