Segir að Liverpool verði alltaf í skugga Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2020 09:30 Liverpool og Manchester United unnu Meistaradeildina með tuttugu ára millibili með þessum liðum, Liverpool 2019 og Manchester United 1999. Samsett/Getty Liverpool hefur verið mörgum skrefum á undan Manchester United undanfarin tímabil en það breytir ekki því að einn þekktur og harður stuðningsmaður United er tilbúinn að tala niður verðandi Englandsmeistara. Manchester United stuðningsmaðurinn Andy Tate komst í sviðsljósið fyrir eldræður sínar á netinu á stjóratíma David Moyes en það hefur aðeins minna heyrst í honum að undanförnu. Það mætti halda að slæmt gengi Manchester United og gott gengi erkifjendanna í Liverpool myndi lækka eitthvað í honum raustina en svo virðist ekki vera. Kannski vonin um að Liverpool missi Englandsmeistaratitilinn út af kórónuveirunni og gott gengi United liðsins eftir komu Bruno Fernandes hafi kveikt aftur á kappanum en það er samt líklegt að gott gengi Liverpool pirrar hann mikið. Andy Tate mætti í „Unpopular Opinion“ á 888 Sport og það er óhætt að segja að hann hafi pirrað marga stuðningsmenn Liverpool með þessum orðum sínum hér fyrir neðan. Viruses and season cancellations aside, Andy Tate REALLY isn t taking Liverpool s season of dominance too well ?????? #UnpopularOpinion pic.twitter.com/Fm60hZMNex— 888sport (@888sport) March 17, 2020 Andy Tate stendur nefnilega fastur á því að Liverpool verði alltaf í skugga Manchester United og skiptir þar engu hvernig næstu tímabil þróast. „Liverpool verður aldrei eins stórt félag og Manchester United. Við unnum fyrsta Evróputitilinn, höfum unnið ensku úrvalsdeildina þrettán sinnum og við erum með tuttugu Englandsmeistaratitla á móti ykkar átján,“ lýsti Andy Tate yfir stoltur í viðtalinu. „Þið settuð staðallinn á níunda áratugnum en við höfum sett staðalinn undanfarin 24 ár. Þegar ykkur skrikar aðeins fótur eins og 2014 þá ætlið þið aldrei að komast yfir það,“ sagði Andy Tate og vísaði þá til þess þegar fyrirliðinn Steven Gerrard flaug á hausinn og gaf mark í leik á móti Chelsea sem á endanum þýddi það að Liverpool missti af Englandmeistaratitlinum. „Sama hvað þið gerið þá verðið þið aldrei eins stór eins og við af því að við erum alltaf þessi litla fluga á rúðunni sem fer aldrei. Liverpool verður alltaf í skugganum af Manchester United,“ sagði Andy Tate. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Fleiri fréttir Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Sjá meira
Liverpool hefur verið mörgum skrefum á undan Manchester United undanfarin tímabil en það breytir ekki því að einn þekktur og harður stuðningsmaður United er tilbúinn að tala niður verðandi Englandsmeistara. Manchester United stuðningsmaðurinn Andy Tate komst í sviðsljósið fyrir eldræður sínar á netinu á stjóratíma David Moyes en það hefur aðeins minna heyrst í honum að undanförnu. Það mætti halda að slæmt gengi Manchester United og gott gengi erkifjendanna í Liverpool myndi lækka eitthvað í honum raustina en svo virðist ekki vera. Kannski vonin um að Liverpool missi Englandsmeistaratitilinn út af kórónuveirunni og gott gengi United liðsins eftir komu Bruno Fernandes hafi kveikt aftur á kappanum en það er samt líklegt að gott gengi Liverpool pirrar hann mikið. Andy Tate mætti í „Unpopular Opinion“ á 888 Sport og það er óhætt að segja að hann hafi pirrað marga stuðningsmenn Liverpool með þessum orðum sínum hér fyrir neðan. Viruses and season cancellations aside, Andy Tate REALLY isn t taking Liverpool s season of dominance too well ?????? #UnpopularOpinion pic.twitter.com/Fm60hZMNex— 888sport (@888sport) March 17, 2020 Andy Tate stendur nefnilega fastur á því að Liverpool verði alltaf í skugga Manchester United og skiptir þar engu hvernig næstu tímabil þróast. „Liverpool verður aldrei eins stórt félag og Manchester United. Við unnum fyrsta Evróputitilinn, höfum unnið ensku úrvalsdeildina þrettán sinnum og við erum með tuttugu Englandsmeistaratitla á móti ykkar átján,“ lýsti Andy Tate yfir stoltur í viðtalinu. „Þið settuð staðallinn á níunda áratugnum en við höfum sett staðalinn undanfarin 24 ár. Þegar ykkur skrikar aðeins fótur eins og 2014 þá ætlið þið aldrei að komast yfir það,“ sagði Andy Tate og vísaði þá til þess þegar fyrirliðinn Steven Gerrard flaug á hausinn og gaf mark í leik á móti Chelsea sem á endanum þýddi það að Liverpool missti af Englandmeistaratitlinum. „Sama hvað þið gerið þá verðið þið aldrei eins stór eins og við af því að við erum alltaf þessi litla fluga á rúðunni sem fer aldrei. Liverpool verður alltaf í skugganum af Manchester United,“ sagði Andy Tate.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Fleiri fréttir Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Sjá meira