Aðstandendur þurfa að velja hverjir fá að vera viðstaddir útför Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. mars 2020 19:19 Samkomubann þar sem að hámarki tuttugu manns mega koma saman gildir einnig um útfarir. Þór Hauksson, sóknarprestur í Árbæjarkirkju, segir að finna þurfi nýjar lausnir á þessum skrýtnu tímum. „Við reynum að hafa sem fæsta frá kirkjunni við útförina. Það þarf alla vega að vera presturinn og útfararstjórinn og þá getur fólk komið með átján af sínu fólki. Þannig að sumir sleppa því að hafa tónlistarmenn og organista, til að koma fleiri aðstandendum af,“ segir Þór. Átján er ekki há tala. Í mörgum fjölskyldum eru börn og barnabörn þeirra sem verið er að jarðsyngja mun fleiri en það. Þór Hauksson segir þetta ástand erfitt fyrir marga aðstandendur en að allir reyni að leita lausna.vísir/sigurjón „Þetta eru varla börn og barnabörn. Varla það. Maður finnur til með fólki sem er að kveðja, fólk er sett í þá stöðu hreinlega að þurfa að velja - þú mátt koma en ekki þú.“ Einhverjir kjósa að hafa sitthvorn hópinn í kistulagningu og útför og aðrir hafa beint streymi frá athöfninni á Facebook. En Þór bendir á að útfarir hafi mikið gildi í íslensku samfélagi og auðvitað sakni fólk þess að fá stuðning frá stórfjölskyldunni á erfiðum tímum. Einhverjir biðji um frestun en það sé erfitt þar sem takmarkað pláss sé í líkgeymslum. Aftur á móti sé hægt að koma saman að loknu samkomubanni. „Um daginn var ég með útför og erfidrykkjan verður í sumar. Þar sem fjölskyldan ætlar að fagna lífinu. Það er eitthvað sem við sannarlega getum gert - og munum gera, fagna lífinu,“ segir Þór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðkirkjan Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Samkomubann þar sem að hámarki tuttugu manns mega koma saman gildir einnig um útfarir. Þór Hauksson, sóknarprestur í Árbæjarkirkju, segir að finna þurfi nýjar lausnir á þessum skrýtnu tímum. „Við reynum að hafa sem fæsta frá kirkjunni við útförina. Það þarf alla vega að vera presturinn og útfararstjórinn og þá getur fólk komið með átján af sínu fólki. Þannig að sumir sleppa því að hafa tónlistarmenn og organista, til að koma fleiri aðstandendum af,“ segir Þór. Átján er ekki há tala. Í mörgum fjölskyldum eru börn og barnabörn þeirra sem verið er að jarðsyngja mun fleiri en það. Þór Hauksson segir þetta ástand erfitt fyrir marga aðstandendur en að allir reyni að leita lausna.vísir/sigurjón „Þetta eru varla börn og barnabörn. Varla það. Maður finnur til með fólki sem er að kveðja, fólk er sett í þá stöðu hreinlega að þurfa að velja - þú mátt koma en ekki þú.“ Einhverjir kjósa að hafa sitthvorn hópinn í kistulagningu og útför og aðrir hafa beint streymi frá athöfninni á Facebook. En Þór bendir á að útfarir hafi mikið gildi í íslensku samfélagi og auðvitað sakni fólk þess að fá stuðning frá stórfjölskyldunni á erfiðum tímum. Einhverjir biðji um frestun en það sé erfitt þar sem takmarkað pláss sé í líkgeymslum. Aftur á móti sé hægt að koma saman að loknu samkomubanni. „Um daginn var ég með útför og erfidrykkjan verður í sumar. Þar sem fjölskyldan ætlar að fagna lífinu. Það er eitthvað sem við sannarlega getum gert - og munum gera, fagna lífinu,“ segir Þór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðkirkjan Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira